Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Vantar myndir
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
13. janúar, 2004 at 09:16 #461102806763069Meðlimur
Ég er í smá vandræðum með stafrænar-myndir til að nota í auglýsingar og fréttatilkynningar og kann ekki við að stela þeim af íslensku síðunum.
Því datt mér í hug að biðja ykkur sem eigið góðar myndir af kletta eða innanhúss klifri á Íslandi að senda þær á ivar@klifurhusid.is Ég þarf ekki mikið en ef einhver á góðar myndir þá þigg ég þær gjarnan. Sérstaklega væri gott að fá mydir af klifrandi stelpum svona til að sýna að þetta er ekki eingöngu stráka sport, en líka strákamyndir.
Kærar þakkir
Ívar klifurstjóri13. janúar, 2004 at 09:16 #482852806763069MeðlimurKannski þeir sem sáu um ársritið eigi einhverjar myndir úr því á laus.
13. janúar, 2004 at 11:17 #48286Jón HaukurParticipantSælinú, allar myndirnar úr ársritinu ásamt miklu meir er til á stafrænu formi, þú verður bara að kíkja við á Suðurlandsbrautinni við tækifæri.
jh
13. janúar, 2004 at 16:29 #482870304724629MeðlimurLangar að minna á að a.m.k. ég persónulega gaf eingöngu leyfi fyrir að birta mínar myndir í ársritinu en ekki í auglýsingum frá Klifurhúsinu. Vildi bara vara þig við Jónki áður en þú ferð að dæla myndum í allar áttir sem aðrir í raun eiga.
En ef maður er beðinn fallega, þá….
rok
14. janúar, 2004 at 09:29 #48288Jón HaukurParticipantSælinú Westlendingur og aðrir áhugamenn um gæsalappir.
Þar sem mikill hluti af myndunum í ársritinu er frá ritnefnd eða öðrum aðilum sem geðklofinn softhardcore umgengst daglega gerði ég ráð fyrir því að það væri hægur vandi að heimila notkun á þeim myndum í aðra starfsemi á vegum ísalp eða klifurhúsins þar sem að hvort tveggja eru náskyld fyrirbæri. Enda hefði hvort sem heldur fylgt með í pakkanum upplýsingar um myndatökumenn og föðurlegar ráðleggingar um að leita eftir leyfi þeirra þar sem einhver áhöld kynni að vera um slíkt.
Maður hefði nú haldið að dreifbýlistútturnar sem fara heim í hádeginu í mat og lifa ekki í hinni Reykvísku froðu hefðu skilning á slíkum „heimilislegum vinnubrögðum“ í ljósi þess að hér þekkja allir alla og símasnúran er ekki mjög löng. En þar sem að dreifararnir eru nú sem aldrei fyrr í stöðugri valdabaráttu við listapakkið í Reykjavík um eignarhald og notkun á úthögunum, væri sjálfsagt rétt að biðja auðmjúklega leyfis að til ganga á mosanum og þá líka til myndbirtinga þaðan.
Annars hefur íbbalíngurinn ekki látið sjá sig ennþá þannig að það er enginn stórkostleg hætta enn sem komið er á meintri misnotkun á gæsalöppum eða notkun á heimildum, en þetta er góð ábending og ég læt hann þá ekki fá neitt annað en það sem ég prívat og persónulega get svarað fyrir, nema gegn skriflegu leyfi frá viðkomandi.
góðar stundir
jh
14. janúar, 2004 at 15:33 #482892806763069MeðlimurÞað er ekki hægt að segja annað en að Litlidreki sé fær á lyklaborðið, fegin að ég lendi ekki í svona blammeringum eins og þessir vitleysingar Rúnar og Softcore.
Annars neyðist ég til að fara að líta við í virkjanahönnun h/f því undirtektir hafa verið mjög dræmar, eiginlega bara alls engar.
Það væri þó gaman að fá eitthvað sem ritnefndin hefur ekki þegar sent frá sér.
muna að spyrja ykkur ekki hvað klifurhúsið getur gert fyrir ykkur heldur hvað þið getið gert fyrir klifurhúsið!
sendist á ivar@klifurhusid.is
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.