vallárgil

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur vallárgil

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45908
    0506824479
    Meðlimur

    Undirritaður fór ásamt Atla páls, Herdísi, Björk og Heiðu í Vallárgil í gær. Upphaflega planið var að kíkja í Spora en sökum hversu mikill ófærð var á Þingvallaveginum ákváðum við að snúa frá því.

    Fyrra haftið var í góðum aðstæðum en það seinna voru 3 frístandandi kerti. Reyndum að sneyða framhjá því með því að fara upp snjóbrekku vinstramegin við það (snjóbrekka með littlu hafti).
    Komumst að því að ef maður gerir það þá lendir maður ekki fyrir ofan leiðina heldur í frekar bröttu snjógili. Þurftum að klifra svoldið á hlaupandi tryggingu áður en við fundum heppilegn stað til að búa til sigakkeri.

    Enduðum svo daginn á því að skella okkur í labbitúr í Skarðsheiðinni um kvödið.

    Þegar við vorum á leiðinni í Vallárgilið kíktum við í 55°og sáum að þar voru einhverjir að klifra, sem eiga gráan skóda.
    Við pældum aðeins í því hvort það væri sniðugt ef maður myndi setja spjald í rúðuna bílnum þar sem stæði nafn á klifrurum og leið sem væri áætluð að fara í.
    Þannig að næstu sem kæmu á svæðið gæti séð hverjir eru á ferðinni og hvaða leið þeir hyggjast ætla að fara (væri t.d. kostur ef margir hyggðust ætla að fara í eilífsdalinn sama daginn að geta vitað hvort t.d. einfarinn væri upptekinn eða ekki)

    kv.

    Doddi

    #53447
    2309842399
    Meðlimur

    Góð hugmynd, með spjaldið í rúðunni. Reyni að muna þetta næst. Fórum þrír Hafnfirðingar og einn ísfirðingur í 55°. Fínn ís og mikið af snjó.

    #53448
    Robbi
    Participant

    Þetta með spjaldið er góð vinnuregla sem maður gerir allt of sjaldan. Þetta er sérstaklega gott ef það verður slys eða einhver týnist.

    robbi

    #53449
    1811843029
    Meðlimur

    Við vorum einmitt að ræða það í gær. Ef það verður slys t.d í Eilífsdal þá getur sparað mikinn tíma ef björgunarlið veit hvert menn ætluðu sér.

    En svo er líka oft pirrandi þegar dagurinn er stuttur að labba að leið bara til að komast að því að aðrir eru þar fyrir.

    Kv.

    Atli

    #53450
    Anonymous
    Inactive

    Þetta er alveg nýtt „vandamál“ ef vandamál skyldi kalla. Þ.e að leiðir séu uppteknar. Það er þvílík gróska í greininni að það er frábært að heyra þetta. Keep up the good work!!!
    Olli

    #53451
    2401754289
    Meðlimur

    Ef ekkert spjald til í bílnum þá virkar að skrifa í drulluna á bílnum!

    #53452
    AB
    Participant

    Góður, Friðjón:).

    Annars er þetta er góður siður sem maður ætti að taka upp.

    AB

    #53453
    Sissi
    Moderator
    #53454
    0311783479
    Meðlimur

    Ad thurfa ekki ad bida eftir klifurleidum er ser-islensk thaegindi i evropskum samaburdi, sem t.d. i Skotlandi er standard partur af deginum ad bida i bidrodum. Reyndar eru bidradir thjodarsport her og their sem eru ekki vel aefdir i ad „bidradast“ eru undantekningarlaust litnir hornauga.
    Hins vegar gefur sma bid, fyrirtaks tima aflogu til sagnastundar sem er intergral hluti af godum degi a fjollum.

    Vardandi ad lata af ser vita, tha eru oll gistiheimili, svefnpokaplass, tjaldstaedi etc. med spjald fra Halanda logreglu lidinu sem madur fyllir samviskusamlega ut og annad hvort setur postkassa hja theim eda i litla kassa sem eru vid flest oll bilastaedi hja vinsaelum klifursvaedum.

    H

9 umræða - 1 til 9 (af 9)
  • You must be logged in to reply to this topic.