Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Utanbrautarskíðun?
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
29. desember, 2011 at 16:35 #472021908803629Participant
Hvað segja utanbrautarkonur og menn? Fannfergi síðustu daga og vikna hlýtur að hafa dregið fólk út að leika sér og annað eins á leiðinni.
Hvað er búið að gerast og hvert er stefnan sett? Er snjórinn bara að setjast á flatlendið eða er eitthvað spennandi að gerast á fjöllum? Er undirlagið komið?
Væri kannski ráð að dusta rykið af utanbrautarbandalaginu og stefna á sameiginlega ferð eitthvert?
Til upplýsinga eru nokkrir Frakkar, vanir fjallaskíðamenn í ölpunum, að leita að félagsskap í vetur, ef einhverjir vilja leika við þá þá endilega láta vita af sér hér á síðunni.
30. desember, 2011 at 16:42 #57280ÖddiParticipantHæ. Veit ekki hvernig staðan er fyrir sunnan en hérna í Skagafirði hefur snjóað talsvert og vindurinn verkað snjóinn. Setti af stað nokkra fleka í dag þegar ég var að leika mér utanbrautar í Tindastól. Lýst vel á að dusta rykið af utanbrautarbandalaginu og vona að fólk dusti líka rykið af snjóflóðamálum/björgun og fyrstu hjálp… Live to ride another day Góða skemmtun !
Kv. Öddi1. janúar, 2012 at 23:10 #57287BjörkParticipantHæhæ og Gleðilegt nýtt ár.
já klárlega kominn tími til að kalla saman utanbrautarbandalagið!
Ég fór í Bláfjöll í dag og þar var frábært færi og hægt að skíða útum allt, en því miður var skyggni lítið. Mæli allavega með að fólk kíki þangað í vikunni og kannski hægt að plana næstu ferð í stólnum á leiðinni upp!
kv. Björk
2. janúar, 2012 at 23:04 #572902505703769ParticipantSæl öll og til hamingju með nýja árið, sem byrjar fantavel.
Geir Gunnars og undirritaður áttum saman rómantíska stund í fögru tunglskininu á Móskarðshnúkum í kvöld. Fullt af snjó, klassískt Móskarðshnúkafæri, hart og laust til skiptis, þó ekki brotaskari.
Eins gott að nota snjóinn meðan hann er.Kv Tommi
4. janúar, 2012 at 15:51 #57296OttoMeðlimurHæ
Ég er að byrja mína fjallaskíðamennsku, langar að fara á skíði í Móskarðshnúkum. Hvert keyrir maður og hvar er best að byrja gönguna á fjallið.
kv.
Ottó
840 30474. janúar, 2012 at 16:31 #57297KarlParticipantOttó Leifsson wrote:Hæ
Ég er að byrja mína fjallaskíðamennsku, langar að fara á skíði í Móskarðshnúkum. Hvert keyrir maður og hvar er best að byrja gönguna á fjallið.
kv.
Ottó
840 3047http://ja.is/kort/#q=hrafnh%C3%B3lar&x=375575&y=414870&z=8
Oft má aka inn að sumarhúsunum. Restin er beint af augum4. janúar, 2012 at 19:02 #572980801667969MeðlimurVar að koma úr Skálafellinu. Þó um skíðasvæði sé að ræða þá er ekkert troðið þarna. Þetta telst því utanbrautar. Þarna er allt sléttfullt af snjó og fínt færi. Gilin alveg mögnuð.
Þarna var hæglætisveður meðan brjálað veður er í Bláfjöllum og lokað. Svona er þetta bara í austan átt. Ef svæðið væri opið væru þarna vafalítið þúsundir manna. Ekki hægt að segja að svæðið sé vel nýtt.
Kv. Árni Alf.
10. janúar, 2012 at 14:53 #573272903793189MeðlimurNokkir unnendur Skálafells hafa komið á fót Facebook-síðu til að sýna stuðning við að svæðið verði opnað í einhverri mynd í vetur. Er ekki sjálfsagt að gera like á það?
http://www.facebook.com/pages/Opnum-Sk%C3%A1lafell/347441925266250
11. janúar, 2012 at 13:06 #573302006753399MeðlimurHef skinnað þarna upp nokkrum sinnum, oft gott færi en erfitt að komast uppeftir þessum slóða.
Furðulegt að loka skálafelli þegar austan átt er ríkjandi vindátt á sv-horninu, var ekki eitthvað íþróttafélag búið að lýsa yfir áhuga að opna skálafell?
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.