Um siðfræði hér á vefnum

Home Umræður Umræður Almennt Um siðfræði hér á vefnum

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46386
    0309673729
    Participant

    Drengir, þetta er ekki flókið. Menn skíta ekki hvern annan út í persónulegum deilum hér á vefnum. Menn níða heldur ekki maka eða kærustur hvers annars.

    Hafið í huga þegar þið skrifið að stór meirihluti þeirra sem lesa erindin ykkar vita ekki hverjir þið eruð, né hverjir þeir eru sem þið skrifið um.

    Ef þið eruð í vafa, spyrjið þá sjálfa ykkur hvort þið mynduð skrifa erindið ykkar á blað og hengja það á uppsláttartöflu á opinberum stað.

    Ég mun ekki líða óhróður hérna á vefnum. Óhróður örfárra manna getur auðveldlega skaðað ímynd þessa vefs, Íslenska Alpaklúbbsins og fjallamanna almennt.

    Í framtíðinni mun ég hiklaust fjarlægja óhróður af þessum vef og jafnframt loka á aðgang viðkomandi. Og þá er sama hvort um ræðir afbragðs fjallamann eða snjallan penna.

    Helgi Borg
    ritstjóri isalp.is

    #47641
    0309673729
    Participant

    Ég eyddi nú í þessu tveimur spjallþráðum. Þessir þræðir höfðu ekkert með fjallamennsku að gera heldur einkenndust af persónulegu skítkasti.

    Drengir, farið með ykkar persónulegan ágreining eitthvað annað. Ég eyddi ekki öllum mínum frítíma þetta árið í þennan vef svo þið gætuð notað hann í ágreining ykkar sem kemur fjallamennsku ekkert við.

    Næst mun ég einnig loka fyrir aðgang viðkomandi. Það er einkum einn sem ég beini orðum mínum að.

    Helgi Borg
    ritstjóri isalp.is

    #47642
    stebbi
    Meðlimur

    Hvaða hvaða. Ef ekki má standa í skítkasti hvað á maður þá að gera þegar maður er fastur í vinnunni og kemst ekki út að klifra? Málið hefur einfalda lausn: Vefurinn þarf sérsíðu fyrir skítkast, heh.

    #47643
    Jón Haukur
    Participant

    Sælt veri fólkið

    Það er nú orðið andi illt í efni þegar að samtök eins og ísalp sem ættu undir venjulegum aðstæðum að endurspegla grasrótina og þéttan kjarna hóp jaðarsportara er farinn að standa fyrir meiri ritskoðun heldur en Framsóknarfélagið => Slysavarnafélagið Landsbjörg, sem virðist hafa meira umburðarlyndi fyrir skoðunum manna og málefnum heldur en hér er gert. Við skulum ekki halda það eitt andartak að vefurinn eða aðrir fréttamiðlar þrífist á halelúja fréttum einum saman, jafnvel á jólunum. Það þarf ekki annað en að opna dagblað eða hlusta á fréttir um þessar mundir til að skilja það. Ég hélt að mér veffróðari menn væru vanari því umstangi sem er á vefþráðum sem þessum. Bendi HBorg og öðrum á ritskoðunarskrifstofu Flokksins að kynna sér síðu kayak-klúbbsins og f4x4. Held barasta að þessir menn hafi ekkert slakari ímynd heldur en við þrátt fyrir að ritskoða ekki vefina.

    Auðvitað er það svo annað mál að menn verða að geta haldið í sér í pissukeppninni, en allur níður lýsir yfirleitt bæði þolanda og geranda í senn og heilbrigð skynsemi dæmir það allt saman að lokum.

    jh

    Eitt að lokum og ég vona að það verði ekki klippt hér út. Mér finnst fáránlegt og siðferðislega vafasamt að vera með bandaríska fánann sem tákn fyrir ensku hér á síðunni. Ef enskumælandi fólk sem býr vestan við hafið veit ekki að enski fáninn er tákn fyrir enskan texta þá á það ekkert erindi upp á þetta land og getur haldið áfram í sínum rauðhnakkaleik í sínum utanríkismálum.

    Það er svo stóra spurningin hvort það er siðferðislega rétt að deila á heila þjóð og vefstjórann hér í senn, ætli þetta verði langlíft eða…

    #47644
    stebbi
    Meðlimur

    Þeir sletta skyrinu sem eiga það, svipað um skítkastið. Það er um að gera að setja upp sérsíðu fyrir skít.

    #47645
    0309673729
    Participant

    Aðalatriðið er að þessi vefur er um fjallamennsku. Mönnum er að sjálfsögðu frjálst að fjalla um hvað eina sem viðkemur fjallamennsku — á hvern þann hátt sem menn kjósa.

    Erindi sem viðkoma fjallamennsku verða seint ritskoðuð.

    #47646
    Anonymous
    Inactive

    Ég er heilshugar sammála Jóni Hauki varðandi Bandaríska fánann. Hann á EKKERT heima á þessari síðu og vildi ég frekar hafa hana alla útataða í skítkasti heldur en að sjá slíkt minnismerki hér á síðunni. Það hlýtur að vera hægt að finna annað merki um ensku heldur en Bandaríska fánan. Núna þegar Bandríkjamenn eru að fara í árásarstríð á hendur saklausum mönnum til þess að þykjast vera að berjast á móti hinum svokölluðu hryðjuverkum. Við eigum alls ekki að blanda okkur í slíkt.
    Olli

    #47647
    0703784699
    Meðlimur

    Bandaríski fáninn er ekki og verður ekki merkisberi hins engilsaxneska tungumáls.

    En þá víkur að lausn þessa vanda, hvað er hægt að setja í staðinn, press here for english, eða ??? Ef browsað er nóg á netinu finnst ef til vill betri lausn á máli þessu. Því miður hafa fleiri gerst sekir um slíkt hið sama, að líta á Bandaríska fánann sem málsvara fyrir hið talaða enska mál, og ætti svona smá mistök því ekki að særa neinn.

    PS:
    Hverjir eru þessir saklausu menn sem Bandaríkin eru að fara í stríð við? Efast ég stórlega um að Saddam nokkur Hussein verði talinn saklaus kórdrengur með líf margra á samviskunni, ef hann hefur þá einhverja. Bush er enginn dýrlingur heldur, fer hann í miklu offorsi í þessum stríðsleik sínum í leit að olíu sem þetta snýst jú allt um. En með því að halda úti einum bandarískum fána á heimasíðu í norðurhjara þessa heims held ég að við verðum seint talin vera að blanda okkur í slíkt.

    #47648
    Jón Haukur
    Participant

    Svona rétt til að halda fjallmennskunni inn í þráðnum og varna þannig því að pólitískir rétttrúnaðarsinnar felli út þennann þráð þá munu víst vera girnileg og lítið könnuð fjallasvæði í Írak sem að Búss er rétt að fara að sprengja í tætlur fyrir hagsmuni bandarískra olíuframleiðanda. Það hefur ekki verið reynslan hingað til að olíulepps-stjórnir séu nokkuð betri eða lýðræðissinnaðri heldur en þeir vitringar eða vitfirringar sem eru fyrir við stjórnvölinn.

    Fyrst við erum orðnir svona fjallpólitískir hér á vefnum, má þá kannski spyrja hvernig vefurunum lýst á nýjustu tíðindi í borgarmálum. Hefur ekki borgin eitthvað að gera með hagsmuni okkar í málefnum Klifurhússins og Gufunessbæjar?

    að eilífu

    jh

    #47649
    0309673729
    Participant

    Ha, hvaða fáni?

    Borgin hefur talsvert með málefni fjallamanna að gera. Vert er að minnast þess þegar Vektor-menn sóttu sem harðast að fá styrki til uppbygginar á innanhúsklifuraðstöðu í Reykjavík fyrir fólk á stór-Reykjavíkursvæðinu. Þeir fengu ekki krónu, en á sama tíma fengu 3 einstaklingar myndarlegan styrk frá RVK til að ganga spölkorn á skíðum all-fjarri Reykjavík.

    Borgin sá síðar að sér og veitt styrk í Klifurhúsið, þeas til uppbygginar á innanhúsklifuraðstöðu í Reykjavík.

10 umræða - 1 til 10 (af 10)
  • You must be logged in to reply to this topic.