Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Um gráðanir ísleiða
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
13. mars, 2009 at 10:07 #45797Björgvin HilmarssonParticipant
Stofna hér með nýjan þráð um gráðanir til að halda áfram þeirri umræðu sem var að myndast í þræðinum um Ópið og var farinn að lengjast (http://isalp.is/forum.php?op=p&t=1893):
…Ég sem hélt að maður væri að fá einhverja tilfinningu fyrir þessum gráðum, en það er sífellt verið að fokka því upp. Maður fer nú að komast á þá skoðun að best væri að halda alsherjar þing og ræða þessar gráður og gráðanir á Íslandi. Eða bara þar sem þeir sem mest vita kynna þetta almennilega.
Nokkuð ljóst að Íslendingar eru að gráða lægra en útlendingar. Ef maður fer nýja leið þá reynir maðr að miða við einhverja „benchmark“ leiðir sem maður hefur farið. Ég tel mig ekki hafa klifrað nógu mikið til að geta sagt með algerri vissu nákvæma gráðu og því er viðmið við eitthvað sem mér reyndari menn hafa ákveðið það sem ég gríp til.
Mér dettur núna í hug ný leið sem við Skabbi fórum í ferðinni okkar í síðustu viku. Hún var stíf, mál manna að hún væri stífari en Þilið (reyndar mun styttri) og stífari en nokkrar aðrar leiðir sem taldar eru fimmur. Af þeim sökum fannst okkur rökrétt að hún fengi gráðuna 5+. En málið er að við höfum ekki klifrað 5+áðúr og því mjög hikandi.
Ef þessi nýja leið er klárlega erfiðari en Þilið og Þilið undirgráðað, þá bara sornar manni fyrir augum að ætla að fara setja eitthvað enn hærra á hina. En svo er það kannski bara svo að miklu meira rúmist innan gráðu en maður heldur.
Við klifuruðum aðra leið sem við héldum að væri ný og hugsuðum okkur að setja á hana 4+ en komumst svo að því að hún var þegar farinn af útlendri kempu sem setti á hana fimmtu gráðu. En það er náttlega bara túristagráða
Ívar talar um að Þilið sé vangráðað. Er mikið um van- eða ofgráðaðar leiðir finnst mönnum? Væri gaman að fá fram ábendingar um slíkt og svo líka hvort mönnum finnist að það væri eitthvað gang í að halda kannski smá kvöldfund um gráðumál.
13. mars, 2009 at 12:06 #53951SkabbiParticipantOk, þetta er komið í e-ð spagiddí fyrst Robbi hélt áfram með gráðupælinguna á öðrum þræði en….
Ég er farinn að kunna ágætlega við hið íslenska Palla Sveins bastarðakerfi. Skítt með útlönd og þeirra linu gráður!
þriðja, fjórða og fimmta gráða = létt, miðlungs, erfitt
Ef menn telja sig hafa farið e-ð sem er semi-ofurmennskt geta þeir skellt 6. gráðu á það. Ímynda mér að Ópið og Bjarta hliðin falli alveg í þann flokk.
Plúsar og mínusar á ísgráðum finnt mér líka hálfgert bull, það er vitað mál að ísinn er misjafn eftir árum og árferði hvort eð er, engin ástæða til að reyna að þrengja skalan e-ð, það ætti þá hvort eð er bara við fyrst ferð.
Saltkjöt og baunir, túkall!
Skabbi
13. mars, 2009 at 13:42 #539522808714359MeðlimurÉg er glænýr í ísklifrinu og hef verið að reyna að átta mig á þessum gráðum. Ég endaði á Wikipedia og fann eitthvað sem er notað í Kanada sem ég vonaði að sé sambærilegt við það sem menn eru að nota hérna heima.
WI3 – generally sustained in the 60-70 degree range with occasional near-vertical steps up to 4 metres (Cascade Waterfall, Banff; This House of Sky, Ghost River)
WI4 – near-vertical steps of up to 10 metres, generally sustained climbing requiring placing protection screws from strenuous stances (Professor’s Falls, Banff; Weeping Wall Left, Icefields Parkway, Banff; Silk Tassle, Yoho; Moonlight & Snowline, Kananskis)
WI4+ – highly technical WI4, notoriously as „hard“ as WI5 or even WI6! (Wicked Wanda, Ghost River)
WI5 – near-vertical or vertical steps of up to 20 metres, sustained climbing requiring placing multiple protection screws from strenuous stances with few good rests (Carlsberg Column, Field; The Sorcerer, Ghost River; Bourgeau Left Hand, Banff)
WI5+ – highly technical WI5, often „harder“ than WI6 (Oh le Tabernac, Icefield Parkway; Hydrophobia, Ghost River; Sacre Bleu, Banff)
WI6 – vertical climbing for the entire pitch (e.g. 30-60 metres) with no rests. Requires excellent technique and/or a high level of fitness (The Terminator, Banff; Nemesis, Kootenay Park; Whiteman Falls, Kananaskis Country; Riptide, Banff)
WI6+ – vertical or overhanging with no rests, and highly technical WI6 (French Maid, Yoho; French Reality, Kootenay Park)
Er þetta þær gráður sem er verið að nota?
kv.
Jón H13. mars, 2009 at 14:30 #53953SkabbiParticipantHæ
Já og nei.
Málið er að upphaflega voru íslenskar ísleiðir gráðaðar í samræmi við e-ð skoskt kerfi. Seinna stungu menn upp á því að gráða eftir séíslensku kerfi, og enn seinna fóru menn að gráða eftir amríska/kanadíska WI kerfinu.
Ef þú skoðar þennan lista sem þú póstaðir hér að ofan kemur líka í ljós að þetta er kafloðið alltsaman.
Hvað þýðir „vertical or near vertical“ eiginlega? 88-90 gráðu lóðrétt? Ég þekki ekki margar íslenskar leiðir sem eru svo brattar, hvað þá í tugi metra.„WI4+ – highly technical WI4, notoriously as „hard“ as WI5 or even WI6!“ – Júbb, meikar fullkomið sens…
Skabbi.345
13. mars, 2009 at 16:04 #539542401754289Meðlimur„WI4+ – highly technical WI4, notoriously as „hard“ as WI5 or even WI6!“ – Júbb, meikar fullkomið sens…
Leiðir eins og WW eru pottþétt WI4 á Fróni…þetta + kemur frá endakaflanum sem eru miserfiðar „regnhlífar“, fer eftir vindáttum hversu erfitt þetta er!
Annars er Kanada ekki Spánn og í heildina litið eru gráðurnar sviðaðar fyrir utan að heima endar gráðan í 5 og svo feitum 5-um! Slatti af leiðum hérna sem eru gráðaðar erfiðari en eru samt WI5 á Ísl.
Alltaf ís í Kanada
Freon13. mars, 2009 at 20:57 #539552808714359Meðlimurhmmm þetta hjálpar ekki mikið.
Þratt fyrir að kerfi eins og „þriðja, fjórða og fimmta gráða = létt, miðlungs, erfitt“ sé einfalt þá hefur það einn stórann galla. Það sem er létt fyrir einn getur verið auðvelt fyrir annann og segir manni því ekki neitt.
Mér finnst þetta WI kerfi nokkuð gott að skilja þó að það mætti alveg fara yfir það og skýra betur.
Jón H
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.