Hvað er eiginlega með þennan turn í Grafarvogi? Var netið sett uppí hann uppá punt, eða?
En ég hringdi uppí félagsmiðstöð ÍTR í Grafarvogi og náði þar tali af umsjónarmanni þar og hann sagðist ætla að ATH-a það hvort ekki væri hægt að láta vatnið renna víst það væri nú einu sinni frost.
Hvernig er það, hverjir hafa séð um þetta? Þ.e.a.s. (hrappur – það er að segja) að koma þessu í gagnið hjá ITR? Þetta var flott framtak hjá Grím, Helga og fleirum hérna um árið að setja þetta upp, en það væri gaman ef þetta væri meira actift. Gaman að geta lamið ís í miðri viku í hádegispásunni eða….hraðakeppni eða…
Himmi