Tryggingar?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Tryggingar?

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45959
    2008633059
    Meðlimur

    Sæl öll,

    Er með spurningu í sambandi við tryggingamál, þ.e. tryggingar gegn fjárhagstjóni. Fer í sumar að príla eitthvað í Sviss og þar er öllum ráðlagt (eða beinlínis skylt) að hafa tryggingu sem dekkar kostnað við björgun sem þú gætir annars þurft að borga sjálfur. Kostnaður á bilinu 150-300 þúsund kr. er ekki óalgengur að mér skilst. Hvernig er best er að snúa sér í þessu? Bjóða íslensk tryggingfélög upp á slíkar tryggingar? Er þetta kannski innifalið í árgjaldinu til ÍSALP? Einn möguleiki sem mér var bent á er að gerast meðlimur í Austurríska Alpaklúbbnum, árgjaldið er 4600 kr, en fyrir það færðu m.a. tryggingar sem eiga að dekka þennan kostnað.

    kv,
    Jón Loftur Björnsson

    #51460
    Gummi St
    Participant

    Þegar ég hef farið út að klifra hef ég fengið mér sérstaka tryggingu hjá Sjóvá. Slysatryggingu með séráhættu vegna fjallaklifurs, og kostar það nokkra þús. kalla fyrir nokkra daga…

    vona að þetta hjálpi eitthvað,
    Gummi St.

    #51461
    Stefán Örn
    Participant

    Margir sem hafa farið að klifra t.d. í Evrópu hafa gengið í viðeigandi Alpaklúbba, t.d. í þann franska ef ætlunin er að príla í Chamonix og nágrenni, og fengið tryggingarnar þannig.

    Þegar farið er lengra vandast málið.

    Hils,
    Steppo

    #51462
    2806763069
    Meðlimur

    Allianz bydur upp a tryggingu sem felur medal annars i ser bjorgunarkostnad.
    Thu tharft samt liklega ad skuldbinda thig til lifstidar hja theim

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
  • You must be logged in to reply to this topic.