- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
12. september, 2005 at 14:28 #469051908803629Participant
Ég og félagi minn fórum í smá leiðangur í gær frá Móskarðshnjúkum og yfir í Þverfellshorn og gekk það stórvel. Búið er að gera slóða á „erfiða“ hlutanum og meira að segja setja keðju þannig að það er ekkert mál að fara þar yfir. Við vorum aðeins að velta því fyrir okkur hversu mikil þörf væri fyrir þetta enda ekki mjög erfiður kafli en áttuðum okkur þó á því að þetta væri mjög hjálplegt þegar það er byrjað að frysta.
En svo kom áfallið… þegar við komum á Þverfellshorn, á kunnuglegar slóðir, og ætluðum að fara að „klöngrast“ niður klettana, þá var komin keðja í alla klettana að framan, þeim hluta sem er erfiðast að fara. Okkur fannst þetta svolítið fyndið en vorum líka svolítið fúlir yfir þessu enda finnst okkur fjallganga eigi að vera nokkurnvegin ósnert af mannanna verkum. En þegar við vorum komnir hálfa leið niður klettana þá fyrst brá okkur. Það er búið að bolta tvær áltröppur í klettana!
Ég hef oft farið upp á Esjuna, sérstaklega til að fá góða æfingu út úr því, og hafa klettarnir alltaf verið rúsínan í pylsuendanum þar sem ég reyni að fara upp klettana á sem skemmstum tíma. Ég sé fyrir mér að nú muni ég eiga í stökustu vandræðum að gera þetta núna þar sem að ég þarf að passa mig að detta ekki um allar þessar keðjur auk þess sem bröltið er nánast ekki í boði af því að leiðin er orðin mun auðveldari… með tröppum!
Ég veit ekki um ykkur en mér finnst þetta allt of mikið. Fjöll eiga að vera fjöll í friði og líst mér ekkert á þessar þróun.
Hvað finnst ykkur? er þetta í lagi og eigum við að stefna að því að skella rúllustiga í alla kletta?
P.S. ef þið skylduð ekki trúa þessum furðufréttum þá getið þið séð mynd af þessu hér: http://spaces.msn.com/members/agustkj/
12. september, 2005 at 16:57 #499721704704009MeðlimurAð taka ævintýrið úr fjallamennskunni gætu sumir sagt. Aðrir gætu sagt að með þessu væri verið að auðvelda aðgengi að fjöllunum. Við sem erum frísk og vílum ekki fyrir okkur að ganga upp Esjuna án aðstoðar keðja og annarra hjálpartækja finnst þetta etv. bráðasti óþarfi en hér vaknar áleitin og sígild spurning – í hversu miklum mæli eiga fjöll og þar með talin náttúran í heild að vera laus við allar mannasetningar? Er keðja á Esjunni t.d. í eðli sínu öðruvísi en skáli og kamar á fallegum og ósnortnum stað? Og hvað með umferð fólks á fjöllum yfir höfuð? Ættu fjöllin ekki einfaldlega að vera friðuð með öllu?
Ég er þeirrar skoðunar að sem flestir geti átt þess kost að njóta þeirrar stórkostlegu reynslu að ganga á fjall. Þó það kosti eina eða tvær tröppur eða nokkrar keðjur sem gætu farið í taugarnar á manni. Ég geri amk. ekki kröfu um að fjöllin séu eingöngu til fyrir mig á ákveðnu æviskeiði og/eða sem passa líkamlegu atgervi mínu á ákveðnum tíma. Við getum jú öll lent í slysi hvenær sem er og bæklast en haft sama áhuga á fjöllum eftir sem áður. Slæmt að dæmast úr leik með öllu. Þeir sem eiga draum um að fara á fjall eiga að mínu mati að geta látið hann rætast. Oft þarf ekki mikið til að leyfa fólki að láta drauma sína rætast. Bara ein keðja og tvær tröppur.
Og annað: Esjan er margfótum troðin og því liggja ákveðin sjónarmið að vera með framkvæmdir þar. Og ekki er annað að sjá en þær séu afturkræfar ef út íþað er farið.
12. september, 2005 at 17:58 #49973Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantÁ ekki einhver batteríis slípirokk?
12. september, 2005 at 18:09 #499740311783479MeðlimurEr þetta ekki bara í fínu lagi, ef menn þurfa góða æfingu án álþrepa þá er alltaf hægt að fara á Kerhólakambinn, miklu fáfarnari, eða jafnvel Kistufellið.
Það að bolta kletta er talsverð snerting af manna hlálfu, hvort sem menn klippa tvistum í þá eða tröppum ;o)
-halli
12. september, 2005 at 19:19 #49975Jón HaukurParticipantSvo lengi sem svona framkvæmdir eru snyrtilega útfærðar og á fjölförnum stöðum, þar sem þeirra er þörf og eru þannig séð hálfgerðir göngustígar sé ég ekki annað en að þetta sé hið besta mál. Ef ævintýrin eru málið, þá er hægur vandi að sækja þau eitthvað annað en í Þverfellshornið. Þetta var sett upp á vegum Ferðafélagsins í sumar.
Ef að einhverjir óvitar eru að munda slípirokkinn, þá ættu þeir ef til vill að hugsa fyrst um alla boltana sína, sem eru settir upp í nákvæmlega sama tilgangi, nefnilega að auðvelda aðgengi í víðum skilningi þess orðs. Fjölmargir hafa lent í brasi þarna í gegnum árin og hafa björgunarsveitir eða aðrir babúkallar átt ófáa labbitúra að sækja e-h skakklappir.
Kókópuffsfólkið getur ekki verið að gráta yfir fáum boltuðum leiðum og bölsótast yfir e-h öðru á meðan, sem sé eitt sport hefur verla meiri rétt en annað…
jh
12. september, 2005 at 23:14 #49976HrappurMeðlimurnoh er búið að hafa af mönnum svaðalegt ævintýri á Þverfelshorni….Hvað er næst? rúllustigar í Öskjuhlíðini?
12. september, 2005 at 23:25 #49977SissiModeratorHvernig væri nú að fá tröppur í Stardalinn maður, það væri klassi!
13. september, 2005 at 00:02 #49978Ágúst Þór GunnlaugssonParticipanthehe
13. september, 2005 at 08:37 #49979ÓlafurParticipantMig dreymdi alltaf um að fá rúllustigana í Glæsibæ uppí Stardal. Nú er búið að stinga þeim aftur í samband og vonin dvínar…
13. september, 2005 at 10:01 #49980Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantÁn gríns þá er þetta ekkert vitlaust uppá öryggissjónarmið að gera. Það hafa ófáar húsmæðurnar fengið ansi svæsin svimaköst þarna efst.
13. september, 2005 at 10:44 #499811704704009MeðlimurVar þetta nú nauðsynlegt? Húsmæður eru þjóðfélagshópur sem hefur ekkert unnið til þess að vera dreginn á háðslegum nótum inn í umræðu okkar hér á umræðusíðum Ísalp. Skyldu konur hugsa sig tvisvar um að ganga til liðs við sportið ef þær mæta neikvæðum kynjaviðhorfum?
13. september, 2005 at 11:03 #49982Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantOk jöfnum þetta út ,,Það hafa ÓFÁIR fengið ansi svæsin svimaköst þarna efst.“
13. september, 2005 at 11:17 #499831908803629ParticipantÉg hljómaði kannski þröngsýnn í upphafspóstinum en það er ekki tilfellið.
Ég er auðvitað mjög hlynntur því að sem flestir geti haft kost á því að fara á fjöll og að þar sem – þörf – er á þá er hið besta mál að setja upp öryggiskeðju.
En það er spurning um þörfina og hversu langt þarf að ganga og finnst mér eins og tröppurnar séu fullmikið. Til viðbótar við það þá er ástæða til þess að velta vöngum yfir því af hverju þessi „örugga leið“ sé á þessum hluta þegar það er þekkt staðreynd (er það ekki annars) að það er auðveldara og öruggara að fara vinstra megin upp klettana. Af hverju var þessi leið ekki sett þar?
Annars fannst mér þetta bara kjörið umræðuefni og fannst ég verða að skella þessu á spjallið og virðist það hafa skilað tilætluðum árangri
Getur þetta ekki orðið hitamál eins og boltarnir? Með tveimur fylkingum og læti:-P
P.S. þegar við vorum að fara niður þá var maður þarna sem þorði ekki að fara keðjuleiðina og fór frekar vinstri/norður hliðina þar sem hann taldi hana öruggari… áhugavert
13. september, 2005 at 11:33 #499841704704009MeðlimurAldeilis hitamálið. Fyrst voru tveir á móti tröppum en nú eru búið að snúa þeim báðum og það tók ekki nema hálfan sólarhring. Viljiði skipta um mark og byrja aftur?
13. september, 2005 at 12:31 #49985Björgvin HilmarssonParticipantMan að ég var undrandi þegar ég sá tröppurnar fyrst, ekki alveg viss um hvað mér ætti að finnast. En þetta er vel gert, tvær tröppur sem eiga örugglega eftir að koma sér vel fyrir marga. Að sjálfssögðu á að halda náttúrunni sem mest „orginal“ en þetta er held ég vel réttlætanlegt í þessu tilfelli. Svar Örlygs hér næst efst er mjög gott og eins og hann segir, „Esjan er margfótum troðin og því liggja ákveðin sjónarmið að vera með framkvæmdir þar. Og ekki er annað að sjá en þær séu afturkræfar ef út íþað er farið.“
Djöfull leiðist mér þessi rembingur sem oft er í gangi hér á umræðusíðunum. Hvað er málið með það að vera tala um vælandi kókópuffsfólk (svo bara eitt dæmi sé tekið)? Vill JHS útskýra það betur? Í skrifum sínum hér að ofan er hann líklega að vitna í fund sem var haldinn um daginn þar sem rætt var um boltun í Stardal. Þar mætti ég, ásamt fleirum, og tók þátt í umræðunni. Ætli ég sé ekki í hans augum kókópuffsmaður því ég svo mikið sem tók það í mál að pæla í þessu. Ég nýt þess að klifra trad í Stardal og myndi ekki vilja fá hann boltaðann í hel. Enginn var heldur að tala um það á þessum fundi. Æ ég nenni ekki að fara út í þetta frekar hér og nú. Málið er bara að þessi rembingur og niðurtal er glatað, segir meira um þann sem mælir en þann sem um er rætt.
– Retro
13. september, 2005 at 13:51 #499860311783479MeðlimurKókopuffs-menn og konur eru vel skilgreindur hópur fólks í fjallamennsku á íslandi. Þetta eru menn á borð við undirritaðann, vilja hafa allt auðveldara en var í gamla daga, þegar brautryðjendur riðu um héruð. (…eða eiginlega allir sem koma í fjallamennskuna seint á 10.áratugnum)
Bjöggi ekki taka þessu alvarlega þetta er bara einn af mörgum háðsglósum & brandörum Jón Hauks. Hann meinar þetta alls ekki illa, svona partur af „ungur nemur – gamall temur“. Þetta er partur af góðlátlegu gríni.
Ég persónulega hef stórkostlega gaman af þessari kynslóða klassifikeringu. T.d. var okkur kókópuffs mönnum núið því um nasir að vera latir að nenna ekki að rífa okkur upp um 5-leytið þegar Ívar hélt ís-festival í Austurárdal um árið; morgunstund gefur gull í mund! Mér fannst stórkostlegt hvað Jón Haukur gat tautað um það út þann daginn.
Svona til að alhæfa þá er nú sjalda verið að drulla á alvarlegum nótum yfir einn eða neinn á þessari umræðusíðu síðan vefmeistarinn bannfærði Dúllarann fyrir fyrir blautlegar flimtur um sambýliskonu Ívars.
Þetta er nú bara mest til gamans þegar ekki verið að ríporta um grafalvarleg mál á borð við ísaðstæður eða mjallarfall fyrir norðan.kv.
Halli13. september, 2005 at 14:28 #49987Jón HaukurParticipantÞað er aldeilis að menn eru komnir upp á tærnar, sem er svo sem hið besta mál ef það verður til að lífga þessa dauðyflislegu umræðusíðu við, en að málefninu.
Punkturinn er einfaldlega sá að meðan að við, þ.e. klifursamfélagið stöndum fyrir því að bolta kletta til að auðvelda aðgengi að klifurstöðum, þá erum við á hálum ís við það að gagnrýna önnur samtök í útivist sem eru á sama hátt að auðvelda aðgengi að sínu sporti. Aðalatriðið rétt eins og boltun er að svona framkvæmdir séu snyrtilega útfærðar og það sé einhver skynsemi í þeim.
Get því miður ekki úttalað mig um boltun í Stardal eða fundi þar um, þar sem ég hef ekki fylgst með þeirri umræðu upp á síðkastið eða verið á fundum þar um, hvað þá heldur tjáð mig um hvort téður retro vilji flokka sig sem ákveðið morgunkorn eða eitthvað annað. Málið er eins og kom fram hér að ofan, þá geta klifrarar ekki verið krumpaðir yfir því að gönguklúbbur setji upp keðju í fjalli meðan að við erum að bolta, í mínum huga er þetta nákvæmlega sami hluturinn, innan skynsamlegra marka…
Nú og varðandi Stardal, er ekki orðin full sátt um að bolta Stiftamtið og þar með orðinn friður um málið? Alla vega klagar það ekki upp mig.
Ætli maður myndi nú ekki samt hiksta dálítið þegar að Óliraggi mætir með rúllustigann í dalinn, en svo myndi maður örugglega fá sér bunu á endanum.
jh
einusinni klifrari sem borðar morgunmat og notar skó nr. 4113. september, 2005 at 14:44 #49988AnonymousInactiveÉg rak augun í þessi þrep og keðjur á ferðum mínum þarna í sumar og næst þegar ég fór upp klettabeltið þá passaði ég mig bara að vera um 20 metrum hægra megin við allt járnadótið og þá gat ég hæglega hýft mig upp á höndunum og klöngrað upp að vörðu. Ég held að það sé í lagi að húsmæður og aðrir geti skammlaust komist þangað upp og hinir sem vilja fá eitthvað meira geta bara farið járnalausu leiðina.
Eitt er þó sem fer ákaflega í mínar fínustu þarna efst í Esjunni er að það er góður og snyrtilegur ruðningur upp að stein og hann nú orðinn kyrfilega merktur. Eftir það eru bara allir fyrir sig og orðið samfellt niðurtroðið kraðak og stígar út um allt. Mér finnst það vera alger nauðsyn að gera almennilegan stíg frá steini upp að tröppum svo maður fá ekki tilfinningu fyrir að vera staddur í gryfjum eftir góða torfæruhelgi þegar maður labbar síðasta partinn þarna upp.13. september, 2005 at 14:51 #49989Björgvin HilmarssonParticipantOk ég skal chilla… Dáist reyndar að mönnum eins og þér Halli sem getur jafnvel haft gaman af tuðinu í „gömlu“ köllunum
En sem sagt, allir sammála… gera hlutina skynsamlega, þá eru allir sáttir.
– RetroPuffs
13. september, 2005 at 16:05 #499901704704009MeðlimurÉg ætlaði að ræða um Cocopuffs fyrr í dag en vinnan var eitthvað að trufla mig. Nú gríp ég tækifærið.
Þannig er að Cocopuffs kynslóðin er ekki alveg fædd í gær. Ég man til dæmis þá daga í kringum 1980 er ég var 10 vetra gamall að þá borðaði ég morgunmatinn heima hjá Sigga vini mínum annan hvern sunnudag. Varla þarf að taka fram að það var Cocopuffs á diskunum okkar. Ég þekkti engan í bekknum sem fékk Cocopuffs á hverjum degi. En eittvað mun hafa verið um að börn fengju Cheerios eða Lucky Charms oftar. Á flestum heimilum var þó borðað Cornflakes eða OTA haframjöl. Ég minnist þess einstaka sinnum að hið marglita morgunkorn Trix hafi rekið á fjörur mínar í æsku. Þetta voru eins og bragðgóðir demantar. En hvar er Trix í dag?
13. september, 2005 at 16:08 #49991AnonymousInactiveÉg verð nú að viðurkenna einn mjög slæman glæp!!!! Ég hef aldrei svo mikið sem smakkað Cocopuffs! Enda tilheyri ég að vísu ekki þessari hefðbundnum Cocopuffs manna. Ég er nú hrifnari af hafragrauti og vel súru slátri í morgunmat.
13. september, 2005 at 17:08 #49992SissiModeratorDjöfull er kókó pöffs geðveikt gott. Og coco pops. Og Guldkorn. En best er að blanda öllu saman við seríós! Og lesa svo Andrésblað með. Snilld!
Kannski fer ég að borða hafragraut þegar ég verð orðinn tannlaus – hver veit.
Hils,
Sissi – sugar to the core13. september, 2005 at 17:28 #49993HrappurMeðlimurSissi ekki gleyma að strá ´kakómalti yfir alltsaman
13. september, 2005 at 18:15 #49994Jón HaukurParticipantÓnefndur nammigrís gerði enn betur með því að hella óblönduðum Egils djús yfir kókópuffsið þegar hann vildi gera vel við sig þannig að Sissi á langt í land með „Sugar to the core“ en þegar þú nærð því þá er bara eitt eftir => Sissi „Sugarcore“
jh
13. september, 2005 at 18:16 #49995GoliMeðlimurHeyrðu Sissi minn, þetta ber nú svolítin keim af því að þú sért í feitri afneitun svona kominn á fertugsaldurinn, við vitum allir að þú ert löngu farinn að lepja graut og lýsi með….
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.