Á nýja borðið í Tóftinni á Hnappavöllum er búið að hlaða heilmikið af klæðningarefni sem á að fara á þakið. Þetta þarf að fá að standa þarna næstu vikurnar. Ef einhverjir eiga leið á Hnappavelli þarf að hafa í huga að ekki má fjarlægja plöturnar af borðinu þótt slíkt kunni að vera freistandi. Efnið er viðkvæmt og getur skemmst ef því er dröslað um.
Stefnt að allsherjar vinnudegi laugardaginn 19. júni ef vel viðrar. Þá á að setja klæðningu á þakið auk frágangs af ýmsum toga. Allir sem eru til í að leggja verkefninu lið eru hvattir til að mæta.
Þá væri gott að vita ef einhverjir luma á eða geta reddað ódýrt krossviðsplötum (ca 9 fermetrum), klæðingarefni úr gagnvörðu timbri, t.d. óhefluðu þunnu efni (ca 9 fermetrum) og hurðarhúni ásamt tilheyrandi. Þetta er eina efnið sem vantar til að ljúka verkinu.
Jón Viðar