Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Þröngt á þingi í Álftarfirði
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
29. desember, 2003 at 13:56 #459240304724629Meðlimur
Við fórum fimm saman í ísleiðangur í Álftafjörð á laugardaginn. Var hugmyndin að skipta liði og klifra í tveimur giljum innarlaga í firðinum. Ekki reyndust aðstæður góðar í öðru gilinu (mikið vatn) svo við klifruðum allir foss sem skírður var Stekkjastaur um árið þegar við klifruðum hann fyrst. Fossinn er um 70 metrar og mjokkar mikið þegar ofar dregur og er um tveir metrar á breidd efst. Vandaðist málið í seinni spönn þegar Ragnar hóf að hreinsa frauð ofan af ísnum og var Eiríkur mikið kátur með það en erfitt er að leita skjóls í fossinum fyrir ,,ofankomu“. ER hann var að skreiðast yfir brúnina, losnaði stykki á stærð við körfubolta og hitti Eirík beint í hausinn. Honum ,,sortnaði fyrir augum og í gólfið lá“ eins og segir í kvæðinu. Reyndar hristi drengurinn þetta af sér enda mikill jaxl. Þegar við höfðum allir lokið við prílið, tók ég eftir ansi vænni sprungu í nýja BD hjálminum hans. Já, hjálmurinn var ónýtur.
Ekki man ég eftir slíku hér á landi á…þó örugglega hafi slíkt gerst. Mistökin þarna voru þau að við vorum of margir að paufast í sama fossinum og allt tók lengri tíma fyrir vikið.Ákvað að láta skíðin duga í gær og var færið ljúft í brekkunum í Tungudal.
rok
30. desember, 2003 at 10:23 #482581704704009MeðlimurUpp af Bolungarvík er 3 spanna stölluð ísleið af ca 2. gráðu í Tungudal minnir mig. Þar gerðist svipað hjálmadæmi og ROK lýsir um páskana 2000. Í umrætt skipti var það stærðar hnullungur sem rúllaði niður skriðu, hlunkaðist síðan fram af hafti og skall í höfði mér. Hjálmurinn hreinlega maskaðist. Á hausinn kom golfkúla, enda keyrðist hjálmurinn niður í hvirfilinn af miklu afli. Eyrun sjóðhitnuðu og þetta var í raun hin versta upplifun. Hjálmurinn er ónýtur en hauskúpan í fínu lagi – veit ekki með drullið inn í henni.
30. desember, 2003 at 11:25 #482590311783479MeðlimurSannast hið fornkveðna „harðir krakkar með hausinn í lagi“
:o)30. desember, 2003 at 13:50 #48260AnonymousInactiveJú Palli reyndi að stúta einum kana með þessari aðferð en tókst ekki en hjálmurinn var í molum á eftir. Þetta var í leið undir Eyjafjöllum að mig minnir.
Olli -
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.