Telemarkhelgin á Akureyri 2004

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Telemarkhelgin á Akureyri 2004

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46228
    1402734069
    Meðlimur

    Bikararnir eru tilbúnir!!!!!!

    Þau sem unnu farandbikarana í fyrra, Sigfríð og Rúnar Óli, þurfa bara að muna eftir að skila þeim!!!!

    Eftir mjög nána og yfirgripsmikla skoðun á brekkum Híðarfjalls og með tilliti til veðurs næstu daga hefur nefndin ákveðið að hnika til dagskrá helgarinnar.

    Föstudagur
    Hist á Café Amor og verðlaunahafar síðasta móts lýsa afrekum sínum og tæknilegum útfærslum og strjúka bikurunum í síðasta sinn.

    Laugardagur
    Fjölmennum við á Kaldbak, þar eru snjóalög með miklum ágætum. Samningar hafa tekist um afnot af snjóbíl sem mun ferja mannskapinn upp hlíðarnar allan daginn. Verði fyrir þessa þjónustu mun samkvæmt hefð vera haldið í algjöru lágmarki og ekki fara yfir andvirði dagspassa í Hlíðarfjalli, 1.400 kr. Þeir sem ekki treysta sér til að hanga aftan í bílnum þurfa ekki að óttast, nóg pláss er innandyra.

    Stökkkeppnin og guðaveigarnar verða þannig í boði á laugardaginn auk þess sem sett verður upp brautarkeppni eftir því sem aðstæður leyfa. Seinnipartinn munum við á öll skella okkur í sund og heitan pott.

    Í lok dagsins verður hóf á Kaffi Akureyri og matur frá Friðriki V.
    Auk verðlaunaafhendingar og eins og áður eru verðlaunin ekki af verri endanum.

    Sunnudagur
    Hugmyndin er að samnýta ferðina suður og staldra við á Siglufirði. Snjóalög þar lofa góðu sem og ný lyfta sem tekin var í notkun nú í vetur og býður upp á mjög fjölbreytt Brúnahlaup, þar sem svæðið býður upp á mikla möguleika til að skíða utanbrautar ásamt einstöku viðmóti heimamanna. Athugið að samkvæmt áreiðanlegum heimildum eru aðstæður til skíðaiðkunar þær bestu á landinu um þessar mundir.

    Sjáumst hress á pottþéttri telemarkhelgi! Engin ástæða til að hanga í rigningunni sunnan heiða.

    P.s. Norðanmenn eru búnir að fjárfesta í bikaraskáp og peningaplatta.

    Telmarkhátíðarhelgarskipulagsdagskrárnefndin

    #48552
    0311783479
    Meðlimur

    Þetta hljómar mjög vel
    -kv.
    Halli

    #48553
    2002773689
    Meðlimur

    Siglufjörður tekur á móti okkur opnum örmum á sunnudaginn og ætlar að bjóða þelamerkursvingurum og áhangendum þeirra dagspassann í fjallið á litlar 350 kr.

    Skíðafæri var gott bæði á Kaldbak og Siglufirði síðustu helgi.

    Held að dagskráin verði nett skotheld, vei.

    #48554
    1709703309
    Meðlimur

    Látum ekki bugast, fjölmennum. Saman stöndum vér, sundraðir föllum vér.

    Kv.
    Stebbi

    #48555
    Jón Haukur
    Participant

    Bestasta mál, það þýðir ekkert að láta snjóhallæri í lyftunni standa í veginum. Miðað við spánna stefnir í sól og blíðu og sumarstemmingu um helgina. Það var alla vega góður snjór á Kaldbak um síðustu helgi. Hendi inn myndum frá Kaldbak um síðustu helgi á eftir, ef að einhverjir skildu efast (það trúir náttúrulega enginn þessum norðlendingum lengur).

    jh

    #48556
    2811765879
    Meðlimur

    Lýst vel á nýtt plan, var á Kaldbak um síðustu helgi þar sem var fullt af snjó og flott færi – ekki spillti veðrið, sól og blíða!

    Ef einhverjir eru enn í vafa um snjóalög nyrðra má sjá myndir frá síðustu helgi á: http://www.hjalparsveit.is/index.php?s=2&sID=26

    Sjáumst :o)

    #48557
    0304724629
    Meðlimur

    Ókei, ég læt ykkur um þetta. Ég nenni ekki norður fyrir einn dag. Þarf að fljúga vestur á sunnudeginum þannig að Sigló er úr myndinni. Ekki eru allir að fara suður…
    Samt gott að halda þessu til streitu.
    Böbbi minn, þú mátt eiga bikarinn þetta árið…!

    rok

    #48558
    3110665799
    Meðlimur

    Alveg typpikal alltaf þessi djöfuls rembingur og glímuskjálfti. Rúnar þessi Hermann Mayer bók sem þú keyptir á netinu hefur greinilega ekkert gert þig betri! Die fussentecknik auf ski zu ein pferde. ( Fótatæknin sem lét mig skíða eins og hest.)

    Það er bara kúl að fara á kaldbak, hef meira segja sniglast hann á mínum slímugu skinnum fyrir nokkrum árum (mæði) (sviti).
    Svo eru alltaf þessir ofurviðkvæmu en skemmtilegu tapsáru smásálir sem fara voða lúmskar „að bara kanna aðstæður“ (má segja með vælutón) þykjast örugglega hafa rennt sér voða lítið og allt kemur ofsalega óvart á keppnisdag (nú þetta er svona….) með ofsalega hissa tón.
    Þið verðið að læra að vera góð við okkur hin einu sinni, sem vinnum aldrei.

    350 kall fyrir passan á Sigló?
    Helga þú hlítur að hafa tekið þátt með Nenna níska eða verið gerfi prúttarans í spaugstofuni!
    Er kleinan á 2,50 og mjólkurpelin á 3,75, þetta var ekki verðskráin frá Landsmótinu 1975 var það?
    Djöfull skal ég koma og vin………., nei.. ahh ég nenni því ekki.
    Heyrðu! ég bara mæti með fullan bíl af fólki, handklæði og sundskýlu, já og nýjasta Mannlíf (sko aðallega bls. 15 Tekist á við Telemark og svo myndina af klappstýrunum mínum bls.56, Óþekku stelpurnar), grrrrrrrr, voff voff.

    Der formann
    Valli.

    #48559
    0607625979
    Meðlimur

    hvar er þetta café þar sem á að hittast? í þorpinu eða framm í sveit eða….?
    annamaria

    #48560
    1402734069
    Meðlimur

    Þetta er bar/kaffihús við eina torgið i eina miðbænum Akureyri.
    (í sama húsi og hitt bíóið er, ) við eina STOPP merki bæjarins, rétt sunnan við einu hraðahindrunina og litlu norðar en einu umferðarljósin í bænum…

    …það er nú ekki hægt að villast á Akureyri…þetta er allt svo lítið og sætt hér…ékki eins og í Kópavogi, að ef þú villist þar, þá þarftu bara að setjast þar að…engin furða þótt Kópavogur hafi byggst hratt upp.

    kv.
    Bassi

10 umræða - 1 til 10 (af 10)
  • You must be logged in to reply to this topic.