- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
6. March, 2003 at 10:07 #454681402734069Member
Þessa dagana bætir óðum við snjó í Hliðarfjalli. Þó hefur nægur snjór verið í brekkunumm fyrir ofan Strýtu en sökum sunnanátta ekki reynst mögulegt að hafa lyfturnar opnar.
Dagskrá Telemarkhelgarinnar er með föstu sniði. Við verðum þó á varðbergi gagnvart veðri og vindum með að breyta henni með stuttum fyrirvara.
Mikilvægt er að fólk skrái sig sem fyrst hér á heimasíðu Ísalp og tiltaki fjölda miða í matinn á laugardaginn, ca. 2.000 kr. á manninn. Á boðstólum verður Norðlenskt fjallalamb sem á víst að hlaða menn kynorku og sagði Andrés heitinn á Kvíabekk í Ólafsfirði að dyggði það ekki til kæmi félaganum ekkert til hjálpar.
Á föstudagskvöldið sjáum við afrakstur stökkæfinga telemarkfélaga síðastliðins árs og spurning hvort einhverjum takist ekki að fara fullt þyrlustökk?!
En dagskráin hljómar svo:
Föstudagur 14. mars
16:00 Skíðað að vild
19:00 Stökkkeppni í flóðljósunumLaugardagur 15. mars
10:30 Strýtusveifla – Stórsvig í Strompbrekku
13:00 Fjarkasveifla – Samhliðasvig m. úrsláttarfomi í Andrésarbrekku
17:00 Sund í Þelamörk
19:00 Telemarkhóf á LindinniSunnudagur 16. mars
13:00 Hleypt brúnumOg þótt það geri hlýindakafla þá verðum við ekki í neinum vandræðum með að halda mótið! Við höfum ýmis ráð og aðferðir með að láta þetta allt saman ganga upp!!
Við vonumst því til að sjá sem flesta og að stemningin verði jafn góð og hún var í fyrra.
Sveiflukveðjur,
Bassi og Böbbi7. March, 2003 at 15:16 #478010304724629MemberFín dagskrá.
Mér finnst samt að stökk keppnin ætti ekki að vera á föstudeginum. Fúlt að snúa á sér skankana strax í upphafi. Betra að hafa stökkið á sunnudeginum. Best að fara að æfa sig á morgun…
7. March, 2003 at 20:03 #478020704685149MemberÞað er rétt hjá þér Rúnar Óli að það kæmi til greina að hafa stökkið á sunnudeginum út frá ofan greindu sjónarmiði.
En það eru aðrir þættir sem við horfum einnig á. Stökkkeppni er þannig að bæði keppendur og áhorfendur eru á afmörkuðu svæði þannig náum við að slá hópinn saman. Einnig er það að ef þú villt taka virkilega á því og stökkva þannig að það sé hætta á áverkum…þá minnka auðvita sigurlíkur í öðrum greinum sem eru seinna á dagskrá. Þannig að skynsemin ræður. Það slasaðist enginn alvarlega í fyrra…við verðum með ólíu fyrir liðamótin!!!
Annars var svaka flott púðurfæri í suðurdalnum í kvöld…þegar skyggnið batnaði upp úr 17:00
kveðja Bassi og Böbbi…swing
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.