telemark festival

Home Umræður Umræður Almennt telemark festival

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46260
    3008774949
    Meðlimur

    Jæja norðanmenn
    Fer ekki að birtast dagskrá fyrir festivalið góða….Eða verður það kannski haldið á kaffi akureyri sökum snjóleysis?

    Siggi S

    #49486
    2806763069
    Meðlimur

    „Team Árbær mætir að sjálfsögðu, 8 manns og leynivopn included“ SS-Skarp.

    Sorry Siggi en ég kemst ekki, ég var búinn að segja þér það og finnst því ekki sniðugt að vera auglýstur sem einhver viðburður. Fjölmiðlafulltrúinn minn er amk salt vondur yfir þessu.

    kv.
    SkiCore

    #49487
    Sissi
    Moderator

    Á þetta ekki að heita FRESTI-val? Ísklifur frestival og telemark frestival?

    Málfarslöggan

    #49488
    0304724629
    Meðlimur

    Mér sýnist norðanmenn vera ragir við að segja sannleikann en þar ríkir víst almennt snjóleysi og er það miður.
    Ætli bestu aðstæður á landinu séu ekki í Bláfjöllum.
    Ef menn eru til í að leggja land undir fót, þá eru menn og konur velkomnar á Ísafjörðinn en þar eru allar lyftur opnar þó oft hafi verið meiri snjór. Samt vel hægt að skíða.
    Tékkið á http://www.isafjordur.is/ski

    rok

    #49489
    0704685149
    Meðlimur

    Sælir,
    Telemarkhátíðiinni á Akureyri 2005 verður EKKI frestað.

    Það er verið að vinna í málinu, undirbúa markaðssókn með trúverðugleika og við förum að láta heyra í okkur. ÉG á víst að vera utan við þetta.

    En bara til að láta ykkur vita þá hafa
    skíðasvæðin á NORÐURLANDI verið opin lungan úr vetrinum. Til dæmis eru skíðasvæðin á Akureyri 8781515 , Dalvík 8781606 og Siglufirði 8783399 öll opin í dag 1. mars.

    Bíðið bara spennt…höfum við brugðist ykkur?

    kveðja

    #49490
    Stefán Örn
    Participant

    Team Árbær hefur fulla trú á norðanmönnum….en tekur með fyrirvara allar lýsingar um lausamjöll.

    …og Ívar, þú verður hefur eitthvað mislesið textann hans Sigga. Hann hljómaði svo: „Team Árbær mætir að sjálfsögðu, 8 manns og LEYNIVOPN included“, ekki „Team Árbær mætir að sjálfsögðu, 8 manns og LUKKUTRÖLL included“

    kv,
    Steppo

    #49491
    3008774949
    Meðlimur

    Já norðanmenn hafa aldrei klikkað og fara varla að byrja á því núna.
    Og Ívar: það er laus stað liðstjóra í go go girls hópnum okkar. Þú lætur bara vita ef þú hefur áhuga

    S

    #49492
    0304724629
    Meðlimur

    Það er í það minnsta gaman að bera saman myndir á http://www.hlidarfjall.is og http://www.isafjordur.is/ski

    Annars bara hress

    #49493
    0704685149
    Meðlimur

    Satt er það Rúnar.
    Þú ert velkominn á Telemarkhátíðina á Akureyri helgina 11.-13. mars.
    Þér er einnig velkomið að halda aðra Telemarkhátíð á öðrum tíma. Bara ekki stela þessari. Við erum svo fá sem stundum þessa skíðamennsku að það mundi alveg fara með hátíðina.

    En ég hvet menn að fara á skíðaviku um páskana, það er flott dagskrá
    http://www.skidavikan.is/index.php?fl=10

    kveðja

    #49494
    Goli
    Meðlimur

    Í Kleinwalsertal (Allgäu) í Þýskalandi er núna í dag að hefjast mikið telemarkfestival þar sem mæta um 300 iðkendur frá amk 8 löndum. Þeir sem kunna þýsku geta tékkað á http://www.telemark2004.de/ sem þrátt fyrir nafnið fjallar um telemarkhátíðina í ár (ekki 2004). Er spurning um að litla Ísland eigi þarna fulltrúa að ári….?

    #49495
    0309673729
    Participant

    Tilvalið að Ísalp styrki sigurvegara í telemarkfestivalinu til farar á erlent telemarkfestival. Þá fáum við líka alvöru keppni!

    kveðja
    Helgi Borg

    #49496
    Páll Sveinsson
    Participant

    Þú meinar þeir fá alvöru keppni.

    kv.
    Palli

    #49497
    0704685149
    Meðlimur

    Góð hugmynd Helgi. En hvað meinið þið með að þetta sé ekki alvöru keppni? Þið hafið aldrei látið sjá ykkur, þannig að ekki vera að leggja dóm á eitthvað sem þið þekkið ekki af eigin raun. Það hafa nokkrir komið slasaðir, bæði á sál og líkama úr mörgum raunum sem háðar eru á Telemarkhátíðinni. Það er ekkert fyrir alla að taka þátt í: ,,Rauðhærðir á móti rest“ nema kanski þegar Skúli er í HAM…

    kv. Bassi

13 umræða - 1 til 13 (af 13)
  • You must be logged in to reply to this topic.