Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Suður Frakkland – klettaklifur
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
30. júní, 2009 at 12:03 #47443gulliParticipant
Hæ, verð í Marseille og nágrenni í september og stefni á að klifra eitthvað skemmtilegt. Þekkir einhver vel til þarna og getur vísað mér á góða staði?
Langar í eitthvað sportklifur og fjölspannaleiðir eru alltaf heillandi.
Eitthvað svona væri gaman:
Ef menn geta miðlað einhverjum upplýsingum þá er hægt að pósta á þráðinn eða senda mér póst á bardagadvergur@gmail.com.
Kveðja,
Gulli30. júní, 2009 at 17:06 #542940311783479Meðlimursaell gulli,
Eg hef klifrad nokkud adeins austar a Riveriunni i nagrenni Monako. Eg get gefid ther tips ef thu aetlar thangad. Topp klassa klifur um alla strandlengjuna tharna!
kvedja
Halli1. júlí, 2009 at 08:21 #54296ÓlafurParticipantMyndin sem þú póstaðir með inlegginu er frá Calanques sem er risa klifursvæði sem teygir sig frá Marseille og austur eftir miðjarðarhafinu til bæjarins Cassis. Klifraði þar einu sinni fyrir margt löngu. Við héldum til í Cassis en þaðan geturðu labbað á nokkur af svæðunum í Les Calanques og klifrað og baðað á víxl – næs. Mér sýnist að myndin sé frá ‘En vau’ sem er lítill fjörður með fullt af klifurleiðum og góðri baðströnd, trúlega eitt vinsælasta svæðið í Calanques. Mikið af vinsælustu leiðunum þarna eru frekar póleraðar en klifrið er skemmtilegt engu að síður. Þar sem svæðið er stórt þá mæli ég með að þú verðir þér úti um gædbók áður en þú ferð.
http://www.topo-calanques.com/
Kveðja,
ó1. júlí, 2009 at 14:29 #54302Siggi TommiParticipantFleiri svæði, ekki alveg við Marseille (aðeins norðar og vestar) eru:
Buoux (við bæinn Apt) – mjög skemmtilegt svæði, 1-2 tíma norðan við Marseille
Claret (nálægt Montpellier) – skemmtilegt en frekar erfitt svæði
Volx (nálægt Buoux) – juggarapumpur í megahelli (leiðir frá 6b og upp úr)
Russan – ekki prófað en BB lét vel af
Orgon – prófuðum Canal du Orgon, sem er ljótt svæði en með flottu klifri
Orpierre og Sisteron – svæði í léttari kantinum milli Buoux og Gap, trúlega 2-3 tíma að keyra frá Marseille
Nice og nágrenni – eitthvað stöff þarna hjá Mónakó1. júlí, 2009 at 20:02 #54304gulliParticipantHæ, takk allir. Er með gistingu í Marseille þannig að er helst að leita eftir einhverju nálægt sem maður myndi nenna að keyra í daglega.
Ætli málið sé ekki að útvega sér tópó af þessu calanques svæði.
Kveðja,
Gulli -
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.