Stóra gráðunarmálið

Home Umræður Umræður Almennt Stóra gráðunarmálið

  • Höfundur
    Svör
  • #83383
    Sissi
    Moderator

    Þegar svona spurningar koma upp er best að spyrja sig: „Hvað myndi Hardcore gera?“

    #83611
    Sissi
    Moderator

    Franskar gráður á Klifur.is

    Heimspekilegar vangaveltur, eru allir sem eiga erfiðustu leiðslur í leiðum sem voru hækkaðar betri að klifra í dag en í gær? Ef köttur klifrar búlder í skóginum en enginn sér hann…

    #83629
    Otto Ingi
    Participant

    Mér finnst þetta ósanngjarnt, margir hækkuðu um erfiðustu leiðslur við þessar breytingar en þeir sem hafa farið erlendis á „super soft“ svæði græddu bara ekki neitt. Mér finnst að við ættum að miða við „Super soft“ svæði og ná almennilegri hækkun á gráðum, þá græða kanski fleiri gráðuhækkun á því að sitja í sófanum.

    Á sama árinu þá onsight-aði ég 7b á Kalimnos en eyddi mörgum dögum í að klára Leikið á als oddi sem er 7a+ samkvæmt hefbundnum töflum, 7b samkæmt „super sandbagged“ töflunni. Þetta ætti klárlega að vera 7c samkvæmt þessari reynslu 😀

    #83653
    Siggi Richter
    Participant

    Hardcore myndi klárlega vilja hækka gráðurnar miklu meira. Hærri gráður, fleiri stig á 8a.nu.

    Mér þykir samt svindlað á okkur aumingjunum sem getum ekki leyft okkur vín, ólífur og vel kalkaðan kalkstein við Miðjarðarhafið. Hér er ég búinn að vera flakkandi með aumu skrílnum fram og til baka um Norður- og Mið-Evrópu, Bretlandseyjar og Írland, og það er sama hvar ég klifra, ég lendi ítrekað í því að glíma við einhverjar fjandans Stardalsgráður hérna… Klifararnir í þessum löndum eru greinilega ekki búnir að fá memóið, að þeirra gráður séu líka rangar, að einu sönnu benchmarkgráðurnar séu á Kalymnos. Og heimamaðurinn í þessum löndum ætlar ekki einu sinni að hækka gráðurnar fyrir mig. Svindl.

    Svo ef ég á að fá að vera sterkur klifrari verð ég víst ekki nóg að fara bara til útlandsins, ég verð víst að fara að skrapa saman klinkinu fyrir sólarlandaferð alla leið til El Chorro eða Kalymnos.

    Og annað; kippir sér enginn upp við það að búið sé að skipta út yds gráðunum fyrir franskar gráður? En svo verður allt vitlaust þegar ég ber upp eina litla breska gráðu? Það er ekki sama Jón og Séra Jón 😉

    • This reply was modified 1 year, 2 months síðan by Siggi Richter.
    • This reply was modified 1 year, 2 months síðan by Siggi Richter.
    #83674
    Sissi
    Moderator

    Góð hugmynd Ottó, við ættum að vinna að útfærslu á þessu.

    Það verður líka bíó þegar einhver erlenda kempan kemur hérna og segir að þetta sé allt sandpokað og leggur til hærri gráður 🙂

    Þarna fundum við eitthvað til að vera sammála um Siggi, það er líka ekkert confusing að leðirnar fá gömlu YDS gráðurnar og nýju frönsku gráðurnar, sem passa svo alls ekki saman. Finnst alveg magnað að þetta hafi bara flogið í gegn. Fyrir svona 15 árum var einn sector gráðaður í frönskum útlandagráðum og svo sögðu allir bara „neeeeeeei“, vippuðu þessu yfir í íslenskar YDS og síðan ekki sögunni meir.

    Ég sé ekki alveg ávinninginn af þessum gjörningi, þrátt fyrir að hafa hækkað mig um gráðu, sem er náttúrulega eitthvað.

    Ég bíð bara spenntur eftir að einhver fari að breyta tímanum mínum í 10 km í útlandamínútur og réttstöðulyftan gæti nú þegið útlandakíló!

    Kv.
    Softcore

5 umræða - 1 til 5 (af 5)
  • You must be logged in to reply to this topic.