Stardalur, heitur reitur í dag ?

Home Umræður Umræður Klettaklifur Stardalur, heitur reitur í dag ?

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46195
    Gummi St
    Participant

    Í gær var ótrúlega gott veður, og voru alls 10 manns í Stardalnum! Einhverjir þeir sömu og voru þar á Stardalsdeginum 17. júní í síðustu viku.

    Allavega vorum við fimm saman- ég, Addi, Dabbi, Einar og Ágúst Kr. ásamt fimm öðrum sem voru saman og skemmtum okkur vel.

    Stardalur er ekki langt frá bænum, rétt undir Skálafelli þar sem hægt var að skíða í gamladaga þegar snjóaði á Íslandi. Samkvæmt leiðarvísinum eru 86 leiðir í Stardal.

    Stardalur er dótaklifursvæði – leiðirnar eru ekki boltaðar og þarf því að nota hnetur, vini, tricams, hexur oþh búnað í þeirra stað. Einnig er yfirleitt auðvelt að ganga uppfyrir klettinn og koma fyrir toppakkeri.

    *Passið bara að skilja ekki dótið eftir þar sem ég er að klifra, ég gæti notað það í akkeri

1 umræða (af 1)
  • You must be logged in to reply to this topic.