Stardalsdagurinn 17. júní

Home Umræður Umræður Klettaklifur Stardalsdagurinn 17. júní

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47468
    Skabbi
    Participant

    Vildi bara minna á Stardalsdaginn í næstu viku. Þessi viðburður er hugsaður jafnt fyrir nægræðinga í dótaklifri sem þrautreynda velunnara Stardals.

    Það er enginn ástæða fyrir því aðsleppa þessum áhugaverða viðburði þó að menn hafi lítið vit á dótaklifri. Ef áhugi er fyrir því er hægt að hafa kynningarkvöld um dótaklifur almennt snemma í næstu viku.

    Allez!

    Skabbi

    #54230
    0808794749
    Meðlimur

    spennó.
    verður örugglega ekki síðri stemmning en á Gerðubergsgamni nú fyrir stuttu.
    [img]http://isalp.is//media/kunena/attachments/legacy/images/gerduberg_096.JPG[/img]

    #54231
    1108755689
    Meðlimur

    Stokkvið nú til og skráið ykkur á Stardalsdaginn 17. júní!!

    http://isalp.is/component/eventlist/details/1-Stardalsdagurinn.html

    Stjórnin

    #54232
    1206882519
    Meðlimur

    Hljómar vel. Verður þetta alveg klifurvænt fyrir fólk sem hefur jafnvel ekkert klifrað með dóti? Verða einhverjar toppatryggingar?

    #54233
    Skabbi
    Participant

    Þetta er einmitt ætlað fólki sem hefur lítið eða ekkert klifrað í dóti. Við setjum upp topptryggingar, þetta er kjörinn vettvangur til að læra þá forboðnu list.

    Allez!

    Skabbi

    #54246
    2008633059
    Meðlimur

    Rakst á þessar myndir á netinu af Stardalsstemmingu fyrir aldarfjórðugi:

    http://viewmorepics.myspace.com/index.cfm?fuseaction=user.viewPicture&friendID=66545387&albumId=2139540

    Eins og sjá má hér voru menn orðnir vel græjaðir, m.a. með „Friends“ (vini) sem þá voru frekar nýir af nálinni (fundnir upp af Ray Jardine í kringum 1980). Er það kannski bara þjóðsaga að í „gamla daga“ hefðu menn hér notast við heimatilbúnar tryggingar, t.d. rær fyrir hnetur?

    Hvernig væri annars að gamlir Ísalp-félagar opnuðu (rykfallin?) myndaalbúm, skönnuðu inn nokkrar vel valdar myndir og sendu Ísalp til birtingar á nýrri og glæsilegri heimasíðu?

    kv,
    JLB

    #54248
    gulli
    Participant

    Eru rær ekki einmitt forverar hnetna?

    Sem heita hnetur vegna þess að þetta þýðist svo skemmtilega úr ensku en á í raun ekkert skylt við hnetur eins og flestir þekkja þær, umvafðar súkkulaði og karamellu inní brúnu pappabréfi sem á stendur Snickers.

    #54249

    Ég og félagi minn fórum um daginn og skemmtum okkur hrikalega vel. Er leiðarvísirinn ekki enn til hérna á Ísalp netinu, það er mjög gott að hafa hann með í fyrsta sinni.

    Kv
    Höddi

    #54250
    Skabbi
    Participant

    Hörður Halldórsson skrifaði:

    Quote:
    Ég og félagi minn fórum um daginn og skemmtum okkur hrikalega vel. Er leiðarvísirinn ekki enn til hérna á Ísalp netinu, það er mjög gott að hafa hann með í fyrsta sinni.

    Kv
    Höddi

    Það er unnið að því hörðum höndum að koma leiðarvísamálum í skikkanlegt horf. Að sjálfsögðu eiga allir leiðarvísar klúbbsins að vera aðgengilegir félögum hér á vefnum.

    Í millitíðinni geta menn nálgast öppdeitaðan leiðarvísi að Stardal hér.

    Allez!

    Skabbi

    #54251
    1108755689
    Meðlimur

    Guðlaugur Ingi Guðlaugsson wrote:

    Quote:
    Eru rær ekki einmitt forverar hnetna?

    Sem heita hnetur vegna þess að þetta þýðist svo skemmtilega úr ensku en á í raun ekkert skylt við hnetur eins og flestir þekkja þær, umvafðar súkkulaði og karamellu inní brúnu pappabréfi sem á stendur Snickers.

    hmmmm snickers…

    #54261
    1206882519
    Meðlimur

    Frábær stemning fyrsta klukkutímann :) svo ennþá betri stemning þegar demban dundi.

    Skipuleggja annan, sólríkari dag?

11 umræða - 1 til 11 (af 11)
  • You must be logged in to reply to this topic.