Ég var að spá í skilgreininguna ,,Sportklifrari“.
Hvenær hættir maður að vera klifrari og verður allt í einu sportklifrari?
Það eru til margar gerðir af klifri, alpinistklifur, ísklifur, tradiconalklifur, boulderklifur, stigaklifur o.fl og eru menn þá dregnir í dilka eftir því hvaða gerð klifurs þeir stunda mest eða eru bestir í?
Margir henda fram orðinu sportklifrari um hina og þessa þó svo menn séu á fullu í ísklifri, dótakifri o.fl.
Sjálfur vil ég bara vera klifrari.
Halli