Spori og co.

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Spori og co.

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47154
    2806763069
    Meðlimur

    Sæl

    Ég vona að ég sé ekki að vera of framhleypin og frekur en ég er að fara að kenna ísklifurnámskeið (reyndar ekki ÍSALP námskeið, það er búið). Og hef hugsað mér að forðast stökkan jökul ís og spara mér aksturinn aðeins og fara í Spora á laugardaginn. Þegar ég kem þar verður ansi þröngt og ef aðrir klifrarar eru á svæðinu setur það mér verulegar skorður vegna hrunhættu.

    Það ætti ekki að vera vandamál fyrir aðra klifrara að finna önnur skemmtileg viðfangsefni, t.d. er hægri fossinn í Villingadal í finum aðstæðum og ætti að vera á flestra færi. Þeir sem vilja eitthvað enn léttara en það geta farið inn í sama dal en farið inn sunnan (vinstramegin) við þessa tvo fossa sem oftast eru klifraðir og fengið mikið út úr því. Vissulega aðeins meira labb og akstur en vel þess virði.

    Svo geri ég ráð fyrir að það sé eitthvað meira af öðrum ís víða í Kjósinni. Það er hinsvegar lítið í Múlafjalli og líklega bætist ekkert við þar fyrr en það byrjar að snjóa verulega. Sömu sögu er að segja um Flugugil og Brynjudal, með þeirri undantekningu að Orion gæti vel verið kominn í fínar aðstæður, og þá væntanlega líka fossinn fyrir neðan hann.
    Glymsgil er hinsvegar ansi íslítið samkv. nýustu heimildum.

    Kærar þakkir fyrir tillitsemina,

    Ívar

    #55774
    Gummi St
    Participant

    Sæll Ívar,

    Því miður er búið að bæði panta og borga fyrir Spora á laugardag, en nokkrar leiðir eru eftir í Múlanum

    kveðja,
    Stjórnin

    #55776
    Gummi St
    Participant

    jæja, það þorir enginn að segja neitt þannig að gangi þér bara vel í Spora á morgun Ívar :)

    kveðja,
    Tillitsamur

    #55777
    Skabbi
    Participant

    Ívar F Finnbogason skrifaði:

    Quote:
    Sæl

    Ég vona að ég sé ekki að vera of framhleypin og frekur en ég er að fara að kenna ísklifurnámskeið … hef hugsað mér að … spara mér aksturinn aðeins og fara í Spora á laugardaginn. Þegar ég kem þar verður ansi þröngt og ef aðrir klifrarar eru á svæðinu setur það mér verulegar skorður vegna hrunhættu.

    Það ætti ekki að vera vandamál fyrir aðra klifrara að finna önnur skemmtileg viðfangsefni, osfrv..

    Ef þú kemur með kúnnana þína fyrstur á svæðið, fínt, hentu upp línum og leggðu Spora undir þig. Þeir sem á eftir koma hefðu átt að lesa Ísalp.is eða vakna fyrr.
    Er þetta samt ekki eins og að taka Páskaliljurnar frá á laugardegi í júlí? Þú vilt beisikklí fá að hafa LANG-vinsælasta byrjendafoss á suðvestur horninu út af fyrir þig, á laugardegi, af því að þú nennir ekki að keyra lengra eða ganga lengra eða bíða eftir að aðrir klifri fossinn?

    Quote:
    [Önnur svæði eru] Vissulega aðeins meira labb og akstur en vel þess virði.

    Fyrir alla aðra en þig og kúnnana?

    Quote:
    Kærar þakkir fyrir tillitsemina,

    Ívar

    Ekkert að þakka

    Skabbi

    #55779
    2806763069
    Meðlimur

    Allt rétt hjá þér, ekki sist það að klukkan er núna 6:40 og allar líkur á þvi að ég verði eins og venjulega fyrstur á staðinn. Ég hef því vonandi sparað einhverjum það að koma þarna uppeftir einungis til að komast að því að það sé 7 manna hópur fyrir sem gerir ekki annað en að hanga í top-rope.

    Hvað aðra fossa varðar þá hef ég því miður komist að því i gegnum árinn að mér eru settar verulegar skorður í því hvað ég get labbað langt, þó nemendurnir í dag líti út fyrir að vera færir í flestan sjó verð ég einfaldlega að skera allt labb niður eins og hægt er.

    Ég geri mér grein fyrir að þetta er vafasamt og vona að menn taki þetta ekki illa upp, en held samt sem áður að þetta sé betra en að fara bara og yfirtaka svæðið fólki að óvörum. Ef menn vilja það frekar þá er bara að láta vita hér og ég mun taka það til greina næst.

    #55780
    2802693959
    Meðlimur

    Þetta kalla ég tillitsemi sem vonandi endist þótt okkar litla klifursamfélag eigi eftir að vaxa eitthvað um ókomin ár. Andstæðan við þetta væri væntanlega nokkur dæmi um leiðsögumenn (með kúnna) í Ölpunum, sem sumir þekkja af tómum leiðindum, frekju og yfirgangi, hvort sem þeir mæta fyrstir og eru lengi að klifra eða síðastir og vilja verða fyrstir.

    En ég er ekki á því að akstursvegalengd eða löng aðkoma að leiðum komi þessu beint við því hið sama mætti mín vegna gjarnan gilda um aðrar leiðir, stutt eða langt í burtu (þar með talið Sólheimajökul), þ.e. að samfélagið viti hvar til stendur að klifra (halda námskeið) í atvinnuskyni. Að minnsta kosti þar sem hætta er á „árekstrum“ eins og Ívar bendir á og varar við.
    Án þess að láta vita gilti náttúrlega fyrstur kemur fyrstur fær vænti ég, eins og ávallt, en það gæti þýtt að einhver þyrfti að snúa við með sárt ennið en það sýnist mér Ívar vilja forðast.

    Ég trúi því a.m.k. að ísalpfélagar hafi skilning á því að verið sé að breiða út fagnaðarerindið og stækka hópinn.
    kv, jgj

    #55789
    Sissi
    Moderator

    Ok, veit ekki með fagnaðarerindi, en ég býst við að ef menn þurfi að gera svona sé þetta eins góð framkvæmd á því og hægt er. Páskaliljufactorinn réttur en ef menn gera sér grein fyrir því og svona. Leiðinlegt bara hvað Ívar er orðinn þroskaður og rólegur, mér finnst svo gaman að lesa einhverjar flugeldasýningar.

    Varstu svo bara í Míganda Íbbi eða? Mest trakkað þar. Hann reyndar virkar ansi ídeal í svona kennslu þegar maður fer að spá í því, geðveikt stutt frá bíl og geta sjálfsagt 2-3 klifrað í einu, hægt að labba uppfyrir osfrv.

    Annars held ég að ég verði að front-rönna Skabba aðeins, við heyrðum nefnilega svo geðveikt góða sögu í dag og hann er ekki búinn að pósta henni ennþá.

    Við skelltum okkur í Spora í dag, sem er í prýðilegum aðstæðum, og spjölluðum aðeins við bóndann að Fremri-Hálsi (Steinar?). Hann sagði okkur að á dögunum hefðu mætt þarna einhverjir kappar á virkum degi og haldið upp án þess að banka upp á eða tala við hann. Líður svo og bíður og komið langt fram á kvöld, ekkert bólar á þeim og engin ljós. Hann endar því á að hringja í lögguna. Þeir mæta uppeftir, sprengja dekk og henda löggubílnum inn í skúr. Sér hann þá ekki hvar þessir félagar koma niður aftur og fela sig bakvið heyrúllur til að reyna að komast hjá því að tala við hann eða lögguna væntanlega. Hresst!

    Mikið væri ég til í að vita hvaða herramenn þetta voru. Endilega tala við landeigendur þegar þið ætlið að klifra. Sérstaklega þarna, brjáluð traffík í byrjun á sísoninu.

    Sissi

    #55790
    2210803279
    Meðlimur

    Fiskisagan flýgur.

    Þessi saga snýst um mig og annan til. Lögðum af stað af bílastæðinu um sex leitið, hittum undir fossinum tvo sem kynntu sig sem Skarphéðin og James og voru á heimleið. Komum aftur í bílinn eftir myrkraverkin rétt um klukkan tíu.
    Það er rétt að við töluðum ekki við bóndann og skildum ekki miða eftir í bílnum með tímasetningum og símanúmerum.
    Líka þetta með að löggan var mætt og búin að sprengja dekk. Þá var kontaktinn af bílnúmerinu okkar í leikhúsi svo ekki náðist samband þá leiðina.
    En það að við höfum verið að fela okkur eitthvað og ekki viljað tala við lögguna er ekki rétt. Við komum niður fyrir ofan bæinn og í gegnum hliðin þar, leið sem liggur bakvið rúllurnar ef staðið er við bílskúrinn.

    Ég ætlað að bíða með að segja frá þessu hér á síðunni þangað til ég væri búinn að fara með konfektkassa til Steins(held hann heiti Steinn en ekki Steinar) því það var nátturulega útúrkortinu kjánalegt af okkur og illa gert gagnvart honum.

    kv Stefán Þ

    #55793
    Sissi
    Moderator

    Hehe, kallinn er greinilega góður sögumaður. Já, hann á nú alveg skilið konfektkassa kallinn, algjör ljúflingur.

    Gott að allir komu heilir heim og menn klikka væntanlega ekki á þessu aftur :)

    Sissi

    #55798
    0703784699
    Meðlimur

    þörf ábending og þetta með miðann er alls ekki svo vitlaus hugmynd

    #55807
    Björk
    Participant

    Sveinn Friðrik Sveinsson wrote:

    Quote:
    Leiðinlegt bara hvað Ívar er orðinn þroskaður og rólegur, mér finnst svo gaman að lesa einhverjar flugeldasýningar.

    Já Ívar er orðinn þroskaður og Ísalp.is er orðinn vettvangur barnaskíðamarkaðar og snjóþotuumræðna! ;)

    #55810
    0801667969
    Meðlimur

    Það er gamall og góður siður að banka uppá hjá bændum. Var og er sjálfsögð kurteisi. Rifjast þá upp fyrir mér að hafa bankað uppá á bæ fyrir tæpum þrjátíu árum.

    Klukkan var fimm að morgni og bóndi dálítið „úldinn“. Vorum á leið upp í Skarðsheiði í leit að týndri flugvél. Gerðist hann fljótlega hinn hressasti. Fór að tala um draumfarir frúarinnar sem pössuðu við týnda flugvél í fjallinu fyrir ofan. Vildi ólmur skutla okkur á dráttarvél einhvern snarbrattan svellaðan slóða ofan við bæinn. Komumst lifandi frá þessu.

    Að banka uppá á næsta bæ þegar farið er um er fróðleikur fyrir báða aðila og oftast hin besta skemmtun.

    Kv. Árni Alf.

    PS Ef mönnum er ekki vel tekið er um þá er um efnaðan aumingja af mölinni að ræða. Bærinn er þá venjulega brynvarinn.

12 umræða - 1 til 12 (af 12)
  • You must be logged in to reply to this topic.