Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Splitboard
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
16. nóvember, 2009 at 20:41 #47273Jon SmariParticipant
Sæl/ir,
Ég er að leita mér að upplýsingum varðandi Splitboards, þ.e. ég hef verið á einskíðung í um 15 ár og langar að samnýta þá þætti sem snúa að því að ganga á fjöll/jökla og geta „skíðað“ niður.
Þannig að spurningin er: Hefur einhver hér reynslu af því hvernig Splitboard (t.d. Burton S-Series eða Voile Mojo) hafa verið að reynast?
Einnig ef einhver á slíkan deilanlegan einskíðung og er viljugur að selja eða deila reynslu sinni þá endilega hafa samband.
Kveðja,
Jón Smári
S:8970106
jsj4@hi.is16. nóvember, 2009 at 21:46 #54703SissiModeratorAð renna sér á einskíðungi er góð skemmtun.
Við erum nokkrir sem eigum svona hérna heima og held að allir séu ansi sáttir. Ágætt að labba á þessu (losar bara skóna) og infiltreita hópa fjallaskíðamanna, smella síðan saman á toppnum og vera langflottastur á leiðinni niður.
Virkar fínt að smella þessu saman, finnur aðeins fyrir því að endarnir hreyfast í hörðu, en þá á maður náttúrulega bara að vera að klifra.
Helstu gallar við fjallabrettamennsku með þessum hætti eru eiginlega helvítis múnbútsin. Helgi Hall hefur verið með fjallaskíðabindingar og -skó á þessu og lætur vel af. En þá missir þú slatta af brettafílingnum. Aðrir jafnvígir bretta/fjallaskíðamenn eins og Himmi eru gallharðir á móti því. En það leysir vissulega ákveðin vandamál, hundleiðinlegt að vera á múnbúts að þvera harða brekku hátt uppi.
Flestir eru á Burton, Helgi á Voile og þetta er voða svipað, engar kvartanir. Öll interface+skinn eru frá Voile á báðar týpurnar (sömu).
Þetta var rétt að skríða í viðráðanlegt verð á gamla genginu en er sjálfsagt ansi dýrt núna. Mögulegt+ódýrt að kaupa Split-kit og kútta gamalt bretti en ég held að allir sem eigi svoleiðis hafi bara týnt þeim úti í skúr og aldrei komist að borðsöginni.
Ergó: Alveg óhætt að mæla með þessu.
Sissi
17. nóvember, 2009 at 07:32 #547050703784699MeðlimurHef nokkrum sinnum ljáð máls á þessu hér á síðum Ísalp.
Í stuttu.
[ul]Alger snilld, ef þú ert meiri brettamaður en skíðamaður að þá skelltu þér á eitt stykki, kom mér á óvart hvað þetta var þægilegt, fór framúr mínum björtustu vonum
þetta með skóna, það segir sig sjálft að maður skíðar ekki á stífum skóm á brettum í dag og því er vandamálið með að ganga upp í harðfenni frekar snúið nema með því að fá sér ólabrodda, harka af sér og ganga upp á kantinum alla leið eða vera heima
Eina vitið er í festingunum frá Voile, svo er þitt valið með bretti (burton eða Voile) og getur notað gömlu snjóbrettabindingarnar þínar á þetta eða sömu og þú ert á í Bláfjöllum á hinu brettinu þínu
Eini ókosturinn er þegar þú lendir á flata að þá getur þú ekki skautað áfram einsog skíðamennirnir og þarft að eyða tíma í að setja þig í göngustellingar og svo skipta aftur þegar hallar undan fæti
þetta er örugglega ekki ódýr búnaður á núverandi gengi, en vel þess virði og ódýrara en að koma sér upp setti af spes fjallaskíðaskóm, skíðum og bindingum og svo líka brautarsetti þar sem þú getur notað sömu skóna og bindingarnar en þarft bara split-kit-ið og split-bretti
þetta með að endarnir hreyfast, er að það sem á að halda brettinu saman fremst og aftast hefur átt það til að losna á nokkrum brettum (búið að koma því áleiðis innan Burton þannig að það ætti að vera í vinnslu að laga það) þegar skíðað er í hörðum snjó. Þeas víbringurinn hefur leyst plastklemmuna sem er á nose/tail og þegar það gerist að þá verður brettið ekki eins stíft (sem er það sem þú vilt í harðfenni, stíft bretti). En þetta er auðveldlega hægt að fiffa, með bandspotta eða einhverju.
[/ul]Enjoy
Himmi17. nóvember, 2009 at 17:06 #54719Jon SmariParticipantKærar þakkir fyrir svörin!
Ég hef séð á erlendum spjallsvæðum að það virðist mest fjallað um Burton og Voile, en dómar virðast nokkuð jákvæðir varðandi svona útbúnað. Ég var nokkuð sannfærður í fyrstu að þetta myndi í raun aldrei virka, myndi kannski tolla saman á niðurleiðinni en myndi aldrei virka eins og gott bretti. En það er greinilega ekki eftir neinu að bíða en að reyna að verða sér út um slíkan búnað.
Kv, – JSJ
17. nóvember, 2009 at 21:17 #54728SissiModeratorJá, um að gera.
Tala nú ekki um þar sem skv. þessari grein er bara stórhættulegt að renna sér innan um þessa skíðamenn sem halda sig inni á skíðasvæðum:
Sissi
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.