Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Snjór og snjóalög fyrir Telemarkhátíðina
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
11. mars, 2003 at 23:21 #467340704685149Meðlimur
Nýjustu fréttir úr Hlíðarfjalli í dag, þriðjudag 11. mars 2002.
Mér var tjáð, nú í kvöld, að skíðafærið hafi verið alveg eins og best væri á kosið í troðnum brautum. nægur snjór í Strýtunni.
En utanbrautarfæri hafi verið aðeins þyngra en það var í gær.Ég veit um nokkra norðan pilta og stúlkur sem eru að æfa telemarksveifluna grimmt nú fyrir helgina. Það verður tekið á því og engin fyrstu verðlaun munu falla til sunnlenskra brettara.
Með swing kveðju
Bassi og Böbbi12. mars, 2003 at 00:11 #478141709703309MeðlimurSjáum til með það bræður.
Kv.
Stebbi12. mars, 2003 at 00:15 #478151709703309MeðlimurHvet fólk sem ætlar að mæta á Telemarkfestivalið að skrá sig það hjálpar norðanmönnum við undirbúning.
Kv.
Stebbi12. mars, 2003 at 00:42 #478163006774879MeðlimurHeyrst hefur að brettmaðurinn ógurlegi hafi ekki farið á skíðin síðan í fyrra en ætli samt að rústa þessu …..
12. mars, 2003 at 08:35 #478170704685149MeðlimurÞá sást til Bretta „dúdsins“ á Snæfellsjökli, fyrir tveimur vikum, við stífar telemarkæfingar. Viku seinna var hann einning við æfingar í Hlíðarfjalli, kynna sér brautir, snjóalög og fleira. Svona eru þessir brettarar, nota öll ráð.
En við spyrjum að leiks lokum.
kveðja Bassi
12. mars, 2003 at 08:48 #478183008774949MeðlimurEinnig hefur heyrst að aðalbrettarinn sé ekki á landinu og verði því að gefa hinum séns þetta árið…………..
12. mars, 2003 at 09:18 #478190704685149MeðlimurÞví get ég nú alveg trúað, að umræddur brettari sé í útlölndum við æfingar með norska telemarklandsliðinu. Hann er víst búinn að frétta að verðlaunin í ár séu mun veglegri en í fyrra.
kveðja Bassi
13. mars, 2003 at 13:59 #47820ÓlafurParticipantÁrbæingar munu mæta galvaskir, hafa enda titil að verja. Ég vil líka benda á að í fyrra áttu Árbæingar flesta keppendur miðað við höfðatölu af öllum sjálfstæðum bæjarfélögum á Íslandi.
13. mars, 2003 at 14:35 #478211705655689MeðlimurEr nægur snjór og verður nægur snjór um helgina?
Eru vegir sæmilega greiðfærir fyrir fjölskyldufólk með 1 árs skæruliða13. mars, 2003 at 17:55 #478220704685149MeðlimurSnjóalög eru í góðum málum í Hlíðarfjalli. Við erum búnir að vera á fundi með starfsmönnum skíðasævðisins og við munum græja keppnirnar alveg sama hvernig sem fer. Við hlökkum til að sjá ykkur öll.
En það er annað mál með vegamálin, ég hef séð í Sunnlenskafréttablaðinu að Hellisheiðin getur verið varasöm….þó held ég að það séu frekar bílstjórarnir þarna fyrir sunnan!!! Common 16 bíla árekstur…það eru nú ekki svona margir bíla í einu í gangi hér í sveitinni. Öxnadals- og Holtavörðuheiðin eru alveg draumur eins og venjulega.
kveðja Bassi og Böbbi
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.