Á fjallamennskunámskeiði sem við vorum með í Öræfum síðustu daga fórum við meðal annars á Hnjúkinn með liðið. Sáum ummerki eftir njóflóð sem hefur fallið í bröttu brekkunni ofan við Dyrhamar. Brotstálið er nokkuð langt og ágætlega þykkt á kafla.
Virkisjökulsleiðin er ekki mikið farin núna síðustu árin en flóðið er þarna að fara þvert yfir hluta af þeirri leið og yfir Dyrhamarssprunguna.
Svona almennt séð er mjög lítill snjór á svæðinu og sprungur sem enginn hefur haft áhyggjur af fyrr en seint á sísoninu eru farnar að sjást allverulega mikið. En sá snjór sem er þarna er áhugaverður og það var allt þakið í nokkuð grófu yfirborðshrími.
Hér eru myndir af þessu.