- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
31. maí, 2006 at 14:23 #463341410693309Meðlimur
Já, í framhaldi af síðustu fréttum er gaman að sjá erindið frá Ívari frá 28. sl. þar sem hann hvetur menn til þess að skíða Hnúkinn. Auðvitað hittir Ívar naglann á höfuðið – þarna hafa verið frábærar skíðaaðstæður, nýr og þurr snjór og ekki of heitt. Það er hins vegar ekkert nýtt að skemmtilegast er að skíða í snjóflóðabrekkunum.
Það verður áhugavert að fá nákvæmari lýsingar á aðstæðum í gær á Hnjúknum og hvers konar flóð þetta nákvæmlega var. Af því sem fram hefur komið hjá Einari á Hofsnesi virðist manni sem þetta hafi verið þungt og blautt nýsnævi sem rann á gamla frosna harfenninu (en ekki pakkaður snjór eða hengja, eins og maður hélt e.t.v. í fyrstu). Sama virðist mega ráða af myndum í fréttum RUV og eins það að flóðið hefur farið hægt niður og stöðvast fljótt miðað við brattann sem þarna er. Já, svona lítur þetta út úr sófanum hjá mér …
Gott er að þetta fór betur en á horfist. Ef einhver er með nákvæmar lýsingar en fram hafa komið í fréttum væri gaman að fá að heyra þær.
Kv. SM
P.s. Og enn og aftur bjarga vængjuðu drengirnir deginum!
31. maí, 2006 at 15:53 #505082401754289MeðlimurJamm, á öryggisnámskeiði þar síðustu helgi vorum við að benda fólki á að sterka N áttinn setti snjóinn líklega allan S-maginn sem og var raunin með þetta líka fína íslagi undir því í hæstu brekkum. Nú um helgina fórum við 3 ferðir á hnúkinn og þá var neðsta lagið í S-hliðinni svokallað hoar (keilulagasnjór sem er mjóg óstöðugur) og voru brotgæðin þá góð til rennslu en ekki nægilega heitt orðið og ekki nægur snjór til að gera e-ð af viti við fólk.
Kannski við þurfum að vera duglegri við að segja frá því sem við sjáum á síðum ísalp. Þá lifir maður lengur…
Annars kominn aftur til Kanada í faðm Klettafjallana að klifra í allt sumar og ekkert að hafa áhyggjur af snjónum fyrr en vinnan byrjar í des
Freon
1. júní, 2006 at 09:34 #505090405614209ParticipantJæja.
Umræðan um að menn þurfi að láta vita (skrá sig) hjá þjóðgarðsverði hefur í framhaldinu vaknað upp aftur. Þjóðgarðsvörður virðist sækja það stíft, (sjá Moggann í dag fimmtudag) að þessi skráning verði tekin upp.Ég held svosem og vona að þetta muni aldrei komast í gang né verða raunin en það verður gaman að sjá framvindu mála.
Kveðja
Halldór1. júní, 2006 at 10:30 #50510SissiModeratorEinmitt – eins og allir skrá sig í Chamonix áður en haldið er upp í gleðina *hóst*
Téður aðili er nú líka ekki alveg nægilega balanceraður til að vinna í þjónustuhlutverki, þvílík og önnur eins fúkyrði sem látin eru fjúka yfir gesti staðarins. Ef Sr. Heimir hefði heyrt slíkt frá sínum starfsmönnum þegar ég vann á Þingvöllum hefðu þeir verið látnir fjúka á staðnum.
—
Annars vel leyst hjá Arnari Kópi / ÍFLM uppi á Hnjúk, þó að vissulega hafi verið gaman að FBSR fengu loks að hoppa.
—
Snjóaðstæður þarna uppi á föstudaginn voru nú þannig að ég hefði alveg verið til í að skíða, eðalpúður, fyrst menn eru eitthvað að skjóta. Miklu betra en þegar ég hitti þig þarna um daginn Skúli. En hlutirnir eru fljótir að breytast á gervihnattaöld.Friður,
Sizmeister1. júní, 2006 at 11:06 #505111410693309MeðlimurMig grunar að það sé meira mál að halda utan um tilkynningaskyldu á Hnjúknum en menn ganga út frá. Þeim sem vaxin er grön rekur eflaust minni í reglulegan upplestur á gömlu gufunni þar sem mótórbáturinn Hafliði GK-75 er beðinn um að gefa sig fram við tilkynnningarskylduna o.s.frv.
Sé ekki að tilkynningarskylda hefði breytt miklu við þær aðstæður sem voru uppi í fyrradag, enda skilst mér að mennirnir hafi rækilega tilkynnt sig hjá sínum nánustu. Er ekki rétt að þróa frekar það kerfi áfram?
Gott viðtal við ftr. Landsbjargar í í Kastljósi í gær um björgunaraðgerðina. Já, enn og aftur fór þyrlan tóm úr bænum í fjallabjörgunarútkall … Allt ku þetta hins vegar standa til bóta skv. ftr. Landsbjargar.
Kv. SM
1. júní, 2006 at 11:12 #50512SissiModeratorJamm, hann kom mjög vel fyrir og kom þyrlusneiðinni til skila á smekklegan hátt. Mættti nota þennan mann oftar í fjölmiðlum.
Þetta þyrlumál er náttúrulega klikk. Og reyndar öll þessi spenna hjá LHG, SHS og Lögreglunni, að vilja helst ekki nota þessar blessuðu björgunarsveitir.
Er þetta ekki spurning um að veita sjúklingunum sem besta þjónustu, ekki einhverja PR pissukeppni?
SF
1. júní, 2006 at 12:36 #505131704704009MeðlimurEf það ætti að setja á tilkynningaskyldu, mætti velta fyrir sér hvort sú skylda væri bundin við fjöll eða fjallaFÓLK hvar sem það væri á statt. Það er skiljanlegt að menn vilji gera eitthvað til að auka öryggi til fjalla, en tilkynningaskylduna yrði þá varla hægt að binda við Hnúkinn einan og sér og afgreiða hann eins og karamellu yfir búðarborð. Það þyrfti þá að samræma þessa skyldu yfir allt landið og/eða allt fjallgöngufólk í stað þess að pikka eitt og eitt fjall út. (Væri þá ekki ástæða til að setja skyldu á Esjuna, fjölfarnasta fjall landsins?)
Og hvernig myndi tilkynningaskyldan virka í raun – Hvernig ætti að fá fólk til að hlýða henni. Með viðurlögum? Og hver yrðu viðurlögin við að brjóta þessa skyldu? Sektir, farbann í tiltekinn tíma eða fangelsi? Væri slíkt í samræmi við náttúrverndarlög þar sem fjallað er um umferðarrétt gangandi manna? Eða brot á stjórnarskránni? Yrðu sett lög eða reglugerðir um tilkynningaskylduna? Yrði til ný stofnun til að halda utan þetta allt saman?
Þyrfti e.t.v. að setja öll fjöll ofar en 650 m undir tilkynningaskylduna, hvar ætti að draga mörkin? Ættu fjallgöngumenn að vera dregnir sérstaklega út í þessu samhengi? (það eru fleiri sem stunda fjallaferðir, vélsleðafólk, jeppadótið og sfvr.)
Ættu þjóðgarðsverðir að halda utan um tilkynningaskylduna og fá með lögum auknar fjárveitingar til starfans?
Hvernig ætti að framkvæma tilkynningaskylduna? Láta alla fjallamenn bera VHF talstöðvar sem þeir fá úthlutað við upphaf ferðar? Skylda þá til að kaupa talstöðvar? Eða láta þá skrá sig inn og út af svæðinu? Hver á að vera í hliðinu?
Mér finnst öryggi í því að tilkynna ferðir mínar í héraði þótt ég hafi ekki gert það í öll skiptin. Auðvitað gegnir maður alltaf ákveðnum skyldum sem fjallamaður, bæði gagnvart samferðafólki sínu og þeim sem gætu þurft að eyða tíma og fyrirhöfn í að ná í mann ef illa fer. Og það hefur gerst, takk fyrir það Kári í Öræfum. Velti því samt fyrir mér hvort raunhæft sé að tala um tilkynningaskyldu fjallgöngufólks frekar er siðferðisskyldu fjallgöngufólks og vonandi var þetta nú svolítið málefnalegt fjandinn hafi það.
1. júní, 2006 at 12:48 #50514SissiModeratorHugsanleg lausn…
Forsendur
1) Ímyndum okkur að bílaplön í Öræfum séu svona segultöflur. 2) Ímyndum okkar að bílar tákni litla segla fyrir fjallgöngumenn á ofangreindri „töflu“.
2) Ímyndum okkar að hver af þessum litlu seglum beri einkvæma tölu sem táknar eiganda segulsins (t.d. tveir bókstafir og þrír tölustafir) sem síðan væri hægt að fletta upp hjá yfirvöldum.Notkun
Ef seglar væru eftir á töflunni síðar en eðlilegur uppgöngutími gæti talist, væri hægt að grennslast um hver ætti einkvæma númerið og gera viðeigandi ráðstafanir.Þetta fyrirkomulag gæti verið affarasælla, enda ber almennt að forðast að hamla frelsi einstaklingsins of mikið með boðum og bönnum. En það getur dómarinn frætt ykkur betur um ef þið bókið tíma hjá honum
Siz (fann upp hjólið)
1. júní, 2006 at 13:09 #505151704704009MeðlimurHvaða „töflur“ varstu eiginlega að gleypa Sissi?
1. júní, 2006 at 13:17 #50516SissiModeratorÆi – mér hættir til að vera langsóttur
Point being að yfirgefinn bíll kl. 23:30 á planinu við Sandfell er mun snjallara system en að tapa sér í einhverju tilkynningaskyldubulli. Þessi hugmynd hefur margoft verið rædd varðandi rjúpnaskyttur, sleðamenn (sbr. nokkur útköll á Langjökul ofl) og allan fjandann. Ávallt hafa menn komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé bull.
Staðreynd málsins er sú að besta leiðin til að tryggja öryggi sitt til fjalla er betri þjálfun og útbúnaður. Þá er tilvalið að fara á námskeið hjá ÍSALP eða Björgunarsveitum.
Að öðrum kosti ættu menn að fara með Fjallaleiðsögumönnum og styrkja gott málefni (ferðasjóði starfsmanna)
SF
1. júní, 2006 at 18:42 #50517KarlParticipantBesti mælikvarðinn á hversu falskt og óraunhæft öryggi er fólgið í tilkynningaskyldu er frægt sjóslys við Vestmannaeyjar á útmánuðum 1984.
Þar sökk m/b Hellisey en enginn frétti af því fyrr en Guðlaugur Friðþórsson háseti einfaldlega synti til lands 6 Km, lenti fyrst í fjöru undir ókleyfum hömrum og stakk sér því aftur til sunds og böðlaðist útfyrir brimgarðinn og synti undan landi þar til honum þótti betra til landtöku. Hann fór þannig þrisvar í gegnum brimgarðinn, brölti svo upp þrítugann hamarinn og skokkaði berfættur til byggða yfir eitt úfnasta hraun landsins. Afrek sem seint verður toppað.
Í nútímanum eru til meðfærileg staðsetningartæki, símar og talstöðvar sem taka fram e-h ríkisrekinni tilfinningaskyldu.Eina sem er rökrétt af þessu tagi í Skaftafelli er að þjóðgarðurinn eða einkaaðilar veittu þá þjónustu að leigja mönnum nothæfar talstöðvar og bjóða þá e-h hlustunarvakt.
1. júní, 2006 at 20:02 #505182401754289MeðlimurVeit ekki hvort allt þetta hafi komið eftir að ég sagði að gott væri að segja frá ferðum!!! Var að meina eftir ferðir á staði sem hafa snjóalög þá er fínt að fá að vita hvernig lögin voru og þ.h.
Freon -
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.