Snjóalög í Botnsúlum

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Snjóalög í Botnsúlum

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47066
    1305703569
    Meðlimur

    Getur einhver upplýst um snjóalög í Botnsúlum, m.t.t. skíðaferða?

    #52348

    Nýliðar HSG voru þar síðustu helgi. Það var víst allt á kafi í snjó í lægðum og giljum. Melar stóðu hins vegar berir uppúr. Sjá hér http://hsg.smugmug.com/gallery/4236561#248426240

    Ætla menn ekki að lemja ís á morgun? Vantar klifurfélaga fyrir laugardag. S: 695 3310

    Ági

    #52349
    0203775509
    Meðlimur

    Laugardaginn var gengum við á gönguskíðum Leggjabrjót, frá Þingvöllum í Botnsdal. Það var víða lítill snjór á hryggjum og melum, en þó áberandi meiri snjór nær Þingvöllum heldur en Hvalfirðinum. Á gönguskíðum er hægt að læðast yfir þunnan snjó en eflaust eru einhverjar góðar lænur og gil sem má renna sér í í Botnssúlunum sjálfum.

    Á sunnudaginn tók eflaust eitthvað upp af snjónum en svo hefur verið einhver éljagangur og bætt aftur í sem hefur svo væntanlega aftur skafið burt í norðanáttinni.

    #52350
    Steinar Sig.
    Meðlimur

    Nýliðar FBSR fóru upp úr Brynjudalnum um þar síðustu helgi til að stúdera snjóflóð og snjóalög.

    Það var fullt af nýjum snjó þarna, þungt að ganga. En þetta var eitt samfellt púðurlag niður í jörð á þessum tíma og víðast hvar of grunnt eða létt til þess að skíða í. Púður…púður… grjót.. grjót! Þetta fauk svo mest allt í lok helgarinnar og settist í hengjur og gil => snjóflóðahætta

    Sjálfsagt mikið breyst síðan þá.

    http://flickr.com/photos/helgi27/sets/72157603759592466/

    Steinar Sig.

    #52351
    0801667969
    Meðlimur

    S.l. mánudag gerði smá hláku a.m.k upp í 800 m. hæð sunnanlands. Við það myndaðist glerhart snjólag. Lítillega snjóaði ofan á það sem fauk svo í skjól í norðanhvellinum í gær, fimmtudag. Reikna því með glerhörðu skíðafæri almennt sunnanlands.

    Kv. Árni Alf.

5 umræða - 1 til 5 (af 5)
  • You must be logged in to reply to this topic.