Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Snjóalög á Fimmvörðuhálsi. Er skíðafæri?
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
26. mars, 2010 at 10:00 #47578Páll SveinssonParticipant
Veit einhver hvort það er hægt að skinna og skíða frá skógum upp og niður að eldgosi?
kv.
Palli26. mars, 2010 at 13:37 #553450503664729ParticipantPalli,
Ég labbaði upp að gosstöðvunum í gær, fimmtudag. Ég mæli ekki með skíðum. Það er frekar langt labb upp í snjó (600-700 m hæð) og það er þó nokkur aska á snjónum og það hjálpar ekki.
Lagði upp vestan Drangshlíðarfjalls en það er frábær leið (getur fengið track ef þú villt)og engin umferð.
Við byrjuðum að labba kl. 7 og það mátti ekki seinna vera. Þetta er leiðinlegt ef menn fara seinna af stað og lenda í drullu og mjúkum snjó.
Við vorum 4,5 tíma frá vegi og upp að gígnum þar sem við stoppuðum í 2,5 tíma í blankalogni.Það að standa við gíginn er engu líkt og erfiðisins virði og meira en það.
Kv,
Jón Viðar
26. mars, 2010 at 13:41 #55346Björgvin HilmarssonParticipantVið Skabbi fórum labbandi frá Skógum í gær. Þú ferð að komast í snjó svona uppúr 4-500m hæð ef mig minnir rétt. Svo er töluvert í að það verði skíðafæri. En það ætti þó að vera hægt að brúka þau vel áður en þú kemur að brúnni og svo alveg eftir það. Ég held að það væri fín hugmynd að bera með sér skíði fyrsta spölinn, sú vinna mun borga sig í heildina.
Það er auðvitað mikil aska þarna og ég veit ekki hversu vel það fer með skinn og skíði.
Annars var Leifur Örn þarna líka á svipuðum tíma og hann er örugglega betri en ég í segja til um skíðafæri.
26. mars, 2010 at 13:43 #55347Björgvin HilmarssonParticipantSé að Jón Viðar laumaði inn kommenti meðan ég var að skrfa. Viturlega að taka meira mark á honum.
26. mars, 2010 at 15:12 #553480801667969MeðlimurLeiðin sem Jón fór er líklega gamla rekstarleiðin upp Hrútfellsheiðina, yfir Fimmvörðuháls og niður á Goðaland. Þarna var farið með lömb yfir Hálsinn og þau látin fitna á Goðalandi yfir sumarið og rekin til baka sömu leið um haustið. Þetta var gert allt til ársins 1917.
Á þessari leið þarf ekki að fara yfir Skógána eða nein gil. Líklega einhver gild ástæða fyrir því að hún var notuð.
Sjálfur hef ég ekki farið þessa leið en vonandi staðfestir Jón ágæti leiðarinnar.Slapp við að fara upp að sunnan en fór þess í stað upp úr Básum á miðvikudagskvöldið. Var að líta eftir útigöngufé en það þarf svo sannarlega að huga vel að skepnum þegar hætt er á öskufalli og eimyrkju.
Í stuttu máli þá var aðkoman að gosinu úr þessari átt vægast sagt stórbrotin. Annars ætti frænka mín, Björk Hauksdóttir, sem er ættuð frá Stóru-Mörk og fór með mér í ferðina að geta gefið link á myndir.
Kv. Árni Alf. Óðalsbóndi yfir Þórsmörk
P.S. Verið í myrkri við eldstöðvarnar. Annað er sóun.
26. mars, 2010 at 15:25 #553490503664729ParticipantJá. Hérna eru nokkrar myndir:
26. mars, 2010 at 16:10 #55351BjörkParticipantHér koma nokkrar myndir.
26. mars, 2010 at 17:52 #553530801667969MeðlimurFarið á mbl.is. Þar er eitthvað af myndunum frá Björk. Skoðið sérstaklega mynd af gígnum. Þar má sjá mig sem hálfgerðan maur neðst á myndinni.
Kv. Árni Eldhugi.
26. mars, 2010 at 18:20 #55354SissiModeratorÞetta er scary en mér finnst meira scary að borða 60 ára gamlan ost og nota rúmlega ársgamla G-mjólk í kaffið. Þú ert svo klikkaður Árni…
26. mars, 2010 at 20:09 #55355BjörkParticipantjá það fór dálítið um mig þegar Árni stóð þarna niðri! Ég bakkaði frá gosinu.
26. mars, 2010 at 22:00 #55356Arnar HalldórssonModeratorÉg sprautaði upp í gær frá Skógum ásamt 3 vinnufélögum. Maður komst í mikið návígi við gosið sem varð enn mikilfenglegar eftir því sem rökkvaði. Fór líka niður á barm Hrunagils á meðan fossinn lifði enn. Þar var mikið að hnullungum sem höfðu þeyst upp úr gilinu og brennt sér leið niður í snjóinn. Magnað!
Þetta var töluvert löng ganga í heildina en veðrið var fullkomið og raunin einn eftirminnilegasti dagur á fjöllum. Óttaðist þó á tímabili að verða fyrir vélsleða þegar menn voru farnir að stökkva fram að hólum og hæðum í blindni.
Kemur á óvart hvað vel má komast að gosinu úr Mörkinni. Gaman að sjá hvernig þetta lítur út „hinum megin“ frá. Takk fyrir myndirnar.
Kveðja,
Arnar26. mars, 2010 at 22:12 #553571108755689MeðlimurÞetta er geðveikar myndir Björk. Ég ætla að vera þarna í mannmergðinni annað kvöld. Býst við að þetta verði eins og á seytjánda júní.
26. mars, 2010 at 22:18 #553580801667969MeðlimurMenn skyldu nú ekki gera sér miklar vonir um að komast inn á Þórsmerkursvæðið miðað við gæsluna sem nú er komin í gang. Það er nú bara heilbrigð skynsemi að leyfa ekki umferð þarna um þetta tiltekna svæði í bili.
Kv. Árni Óðalsbóndi
28. mars, 2010 at 16:38 #553600503664729ParticipantÞú hittir naglann á höfuðið Árni (þrátt fyrir að vera snarbrjálaður) þetta er gamla rekstrarleiðin um Hrútfellsheiðina upp á Fimmvörðuháls sem ég fór. Þessi leið er MUN betri en leiðin upp frá Skógum auk þess sem hún er nokkuð fljótfarnari. Bændurnir vissu hvað þeir voru að gera þegar þeir ráku fé yfir og völdu ekki Skógaheiðina. Mæli eindregið með þessari leið.
Asnaðist til að labba niður Skógaheiðina í nótt þar sem ég þurfti að hitta á bíl þar. Hefði annars farið Hrútfellsheiðina.
Skellti nokkrum myndum frá í gær og nótt inn á Flikkrið:
31. mars, 2010 at 15:46 #55362SissiModeratorÍ gær opnaði inn í Mörk. Vegurinn er fínn en það var klakastífla fyrir neðan lónið og yfirborðið í því vaði í hæsta lagi fyrir minn óbreytta Land Rover Discó. Slapp samt.
Tekur svona 2,5 tíma að rölta upp að gosinu þarna megin og verður eiginlega að segjast að þetta er algjörlega biluð sjón. Maður er þarna í stúkusæti ofan á fellinu og horfir beint ofan í gíginn, kannski 200-300 metrar. Myrkur er líka málið (það var fullt tungl í nótt og hægt að slökkva talsvert á hausljósinu).
Það sleppur að fara ekki á brodda eins og aðstæður eru núna, aðallega útaf ösku ofan á klakanum í Heljarkambi. Myndi samt taka þá með.
Vorum 5 1/2-6 klst úr bíl í bíl, með góðu stoppi. Svona 2,5 uppeftir. 12 tímar úr bænum í bæinn.
Team Saumó fóru upp þarna megin á reiðhjólum í gærkveldi, það er þó ekki hægt að mæla með því nema fyrir mjög vana.
Stuð.
Sissi
31. mars, 2010 at 20:49 #553640801667969MeðlimurOftast betra að fara alveg upp við Lón þegar frystir duglega.
Annars var auglýst í gær að vegurinn væri ekki fær nema breyttum bílum. Þetta bull kom frá Almannavarnadeild RLS, og lögreglu fyrir austan og Landsbjörgu sem klikktu úr með að þetta væri aðeins fyrir 38“ jeppa og stærri. Mikið hefur akstursgetu þessara höfðingja farið aftur.
Á veginum (sem hefur verið lagaður mikið frá því í síðustu viku) er nefnilega yfir engin vatnsföll að fara að vetri til. Hvanná er eina undantekningin en talsvert rauk úr henni í morgun. Kannski var það fyrirboði hinnar nýju sprungu sem myndaðist nú í kvöld.
Er búin að vera þarna á minni óbreyttu Zúkku undanfarið og gengið vel. Móðgaðist stórlega við þessa tilkynningar. Í dag var tilkynningunni breytt og sagt aðeins fyrir vana ökumenn. Mun sáttari.
Var staddur við Heljakamb milli tvö og þrjú í nótt þegar skyndilega kom breið hrauntunga ofan af Hálsi og myndaði tignarlegan eldfoss niður í Hrunagilið. Lítið var búið að vera í gangi og hraunið vart sýnilegt áður en þetta gerðist. Það er auðvitað dálítil tilviljun hvað menn sjá. Hins vegar var svo mikill brunagaddur þarna í logninu að maður hafðist varla við nema á hlaupum um Morinsheiðina.
15 stiga frost var þegar við komum niður í Bása í morgun.
Kv. Árni Alf.
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.