Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › skóstærðir
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
25. janúar, 2007 at 20:27 #471290801667969Meðlimur
Var að spá í að panta scarpa T-4. Nota venjulega skó númer 45. Leður scarpa skórnir sem ég nota venjulega eru að mig minnir nr. 45. Á reyndar scarpa T-1 og þeir eru nr. 12. Samt fæ ég innilokunartilfinningu í þeim. Eru scarpa plastskór litlir miðað við númer. Á ég að panta einu númeri stærra? Einhver vel inní í þessum plastnúmerascarpaskóaheimi.
Kv. Árni Alf.
25. janúar, 2007 at 22:17 #50985Gummi StParticipantég á Scarpa Vega plastská (ekki skíðaskór þó) nr. 46 ef þig langar að prufa að máta… þeir eru frekar þröngir á mig
kv. Gummi St.
25. janúar, 2007 at 22:59 #509860801667969MeðlimurEkki er öll vitleysan eins. Fór að skoða T-1 skóna mína betur. Á innri skónum eða sokknum stendur talan 12.
Á innanverðri skelinni stendur hægra megin; DX: 12 , vinstra megin stendur DX:11-13, á innanverðri tungunni DX: 11/13. Á hælnum stendur svo
T-1 11-12. Mér sýnist skóframleiðandinn ekki vera viss hvaða stærð af skóm þetta er eða getur einhver sagt mér hvaða stærð af skóm þetta er?Kv. Árni Alf.
25. janúar, 2007 at 23:23 #509870808794749Meðlimurhæ árni
ég veit ekki nákvæmlega hvernig scarpa hagar sínum skómálum þessi misserin.
hins vegar veit ég að það tíðkaðist áður fyrr að hafa skel aðeins í heilum númerum en innri skóinn/sokkinn í hálfum númer. semsagt munurinn á hálfu númerunum og næsta heila var aðeins fólginn í innri skónum en ekki skelinni.
eins getur verið að tungan sé framleidd í sömu stærð fyrir nokkrar stærðir…ég ráðlegg þér því að fara eftir því númeri sem er greinilegast, væntanlega á innri skónum.
æ. vona ég sé ekki að segja einhverja vitleysu er ekki með skóna mína við höndina.
kannski væri ráð að spyrja jökul? nýjasta liðsmann scarpa.
p.s. svo er kannski vert fyrir þig að spá í það hvort þú viljir taka T4 eins þrönga og T1 þar sem þú ert væntanlega ekki að fara nota þá í sams konar skíðamennsku…
26. janúar, 2007 at 01:13 #509880704685149MeðlimurÁrni minn,
Er verið að fara að græja sig og æfa sig fyrir Telemarkhelgina?
Mundu bara að koma með bikarinn…
kv. Bassi26. janúar, 2007 at 08:51 #509890203775509MeðlimurAmm, í Scarpa-Omega sem við Sissi keyptum síðasta vor frá Halldóri í Fjallakofanum er 1 númer í skeljum fyrir hver tvö í innri sokkum. Væntanlega veit Halldór sjálfur meira um þessi mál og hvort það gildi einnig fyrir Telemark-skónna
há
26. janúar, 2007 at 09:42 #509900801667969MeðlimurNei, nei ekkert verið að græja sig enda segir hvergi hér að ofan að umræddir skór séu ætlaðir á mig, enda svarin mótherji plastmengunar í þessum bransa. Hins vegar lélegt að Scarpa framleiði ekki leður telemarkskó lengur. Mætti halda að þeir væru á svipuðu umhverfisstigi og ríkisstjórnin. Dóri var að fara í Alpana og mátti ekkert vera að þessari vitleysu.
Kv. Árni Alf.
27. janúar, 2007 at 19:56 #509912806735959MeðlimurÉg á tvö pör af Scarpa leðurskóm nr. 46. Keypti fjallaskíðaskó í fyrra í mondosize 31, en skv. Telemark-Pyrenees eru Scarpa að færa sig yfir í mondonúmer: http://www.telemark-pyrenees.com/shop/article_info.php?articles_id=21
Samkvæmt þessu á mondosize 31 að vera sambærilegt við skónúmer 47, en mín reynsla er sú að Scarpaleðurskór númer 46 eru sambærilegir við mondosize 31.29. janúar, 2007 at 03:09 #509920703784699MeðlimurMondosize er eina vitið í þessum heimi til að finna út skóstærð….en 31 þýðir bara 31cm svo einfalt er það.
Settu fótinn á þér á blað, strikaðu í kringum hann og mældu milli lengstu punkta og þá ertu með mondopoint. Svo ef þú vilt aukarými að þá bætir þú við en það á ekki að þurfa.
þegar ég verslaði skó hjá Tele-P að þá gerði ég það svona eftir að þeir mældu með því….
Annars að þá var ég að skoða það nýjast hjá Scarpa í Vegas síðustu helgi, nýjir Telemark skór með minni tá og fleira sniðugt
kv.Himmi
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.