Skíðakort – Hvað muna elstu menn?

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Skíðakort – Hvað muna elstu menn?

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45906
    1306795609
    Meðlimur

    Mig rámar í umræðu um klúbbverð á árskortum í lyfturnar. Hvaða fyrirkomulag var á því og er þetta mál sem einhver/einhverjir hafa áhuga á?

    kv. Eiríkur (fastur í hælinn)

    #49179
    1709703309
    Meðlimur

    Sæll Eiríkur,

    Fæ fréttir af þessu eftir kl. 13.00 í dag. Læt ykkur vita. Fylgist með.

    Kv.,
    Stefán Páll
    gjaldkeri

    #49180
    Anonymous
    Inactive

    Ha hvaða lyftur??????????

    #49181
    1709703309
    Meðlimur

    Sæl,

    Við fáum kortin með smá afslætti. Það er reyndar hækkun á kortum frá því í fyrra. Í fyrra auglýsti ég innan ÍSALP og einnar hjálparsveitar. Við vorum held ég 8 eða 10 sem nýttum okkur afsláttinn í fyrra og fengum þá kortin á sama verði og skíðafélögin. Þetta var nú allur áhugin innan þessa stóra hóps með mikinn áhuga fyrir skíðaiðkun.

    Málið er að við þurfum að ganga frá þessu fyrir 1. des. Með þessu þá erum við að taka áhættu með skíðasvæðunum.

    Allir kvarta um að ekkert er gert en svo þegar eitthvað er gert þá tekur engin þátt … humm ….

    Fullorðnir, fæddir 1988 og fyrr
    Börn, fæddir 1989 og síðar, grunnskólaaldur

    Lágmarksfjöldi er 10

    Fæ að vita á þriðjudaginn nákvæmlega verðið en það verður hugsanlega um kr. 13.000,- fyrir fullorðna. Fullt verð um kr. 16.000,- Hækkunin stafar af framkvæmdum við nýja stólalyftu á Bláfjallasvæðinu.

    Þeir sem hafa áhuga vinsamlega sendið mér póst á stefanpall@hotmail.com

    Munið að ég þarf síðar að fá passamynd af umsækjanda, nafn og kennitölu.

    Læt ykkur vita síðar,

    Stefán Páll

    #49182
    0704685149
    Meðlimur

    Ég bara man það að árskortin í Hlíðarfjalli hafa verið svona á 8-10 þús. kr. og þau hafa marg borgað sig.

    Tala nú ekki um það ef maður fær kvittun fyrir kaupunum og stéttarfélagið eða vinnuveitandinn borgar þau að hluta eða að öllu leiti, af því að maður stundar „íþróttir“ til að verða hraustari til að stunda vinnuna sína.

    Ég bara veit að það er alltaf miklu viturlegra fyrir ykkur Reykvíkinga að kaupa ykkur árskort á Akureyri…a.m.k. ef þið ætlið á Telemarkhátíðina og að koma á skíði um páskana hér fyrir norðan…í venjulegu snjóárferði.

    Miðað við að fjórir kaupi sér árskort saman, þá var verðið síðasta vetur 10.000 kr. á mann. (gæti verið hærra í ár en varla hækkar það mikið) Dagpassi um helgi, kostar 1.500 kr. þannig að þetta eru 7-8 skipti og þá borgar kortið sig upp.

    Síðan hittið þið alltaf svo marga hér á Akureyri sem eru með fyndinn hreim.

    Það snjóar ekkert í dag…bara frost…kannski að maður fari að líta á ís um helgina…eða axli skíðin og haldi til fjalla og finni sér lænu til að skíða niður…bara fyrir Palla…og til að ögra Sigga Tomma…ég læt konuna fara niður á undan…hehe

    kv.
    Bassi

5 umræða - 1 til 5 (af 5)
  • You must be logged in to reply to this topic.