Skessuhorn NA-hryggur

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Skessuhorn NA-hryggur

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #44776
    0311783479
    Meðlimur

    Góðan daginn,

    Undirritaður fór ásamt Guðmundi Inga Haraldssyni og Björgu Guðmundsdóttir í verkalýðsklifur á 1. maí. Við fórum NA-hrygg Skessuhorns (II, 300m) sem er í fínum aðstæðum, fullt af snjó og ís í höftunum. Pabbi dró fram brodda og axir eftir 35 ára „pásu“ og Björg systir var í fyrsta sinn á Skessuhorninu. Tókum eina fasta spönn, restina á hlaupandi.

    Frábær dagur og gáfum okkur góðan tíma til að njóta útsýnis og spá í margbreytilega jarðfræði Skarðsheiðarinnar. Leiðin er eins og alltaf stór skemmtileg og eins góð klassísk fjallamennska og hún gerist. VIð brostum allan hringinn þegar við stóðum við vörðuna á toppnum :o)

    Eitthvað var af ís og snjó í hinum hornum. Hægt að skíða vel inn í maí þarna um slóðir.

    Kveðja
    Halli

1 umræða (af 1)
  • You must be logged in to reply to this topic.