Ég, Halli G og Helgi Hall gerðum heiðarlega tilraun til að klifra NV- vegg Skessuhorns í dag. Við komumst fljótt að því að fésið er ekki í aðstæðum, og ætlaði fjallið að hrynja yfir okkur, grjót, ís og drulla. Við beiluðum eftir 2 spannir. Séð neðan frá virtist vera eitthvað af sæmilegum ís í höftunum en hann reyndist vera þunnt frauð.
Kv, Andri
P.s. Í lok febrúar týndi ég Tikka ( frá Petzl )höfuðljósi á leiðinni frá Skessuhorni. Í dag fundum við ljósið fyrir tilviljun og viti menn, ég kveikti á því og það var allt í lagi með það. Nokkuð gott…