- This topic has 3 replies, 2 voices, and was last updated 3 years, 10 months síðan by Olli.
-
HöfundurSvör
-
11. febrúar, 2021 at 09:00 #72830OlliParticipant
Ég er að velta fyrir mér örnefninu Skarðatindur í Öræfum(ég veit þeir eru tveir á mismunandi stöðum þar en ég er að meina þann milli Morsárdals og Skaftafellsjökuls. Ég hef oft kallað hann Skarðatindar og ég veit að það sést mikið inni á þessari síðu. Ég fór að grafast fyrir og sé í 1. tölublaði af tímaritinu Jökli frá 1958 er verið að segja frá fyrstu (þekktu) uppferð á umræddan tind. Þar er talað um Skarðatind en ekki Skarðatinda. Ég sé að flest kort eru með örnefnið Skarðatind. Einnig er þarna nefnt að Skarðatindur sé 1385 metrar á hæð og virðist það hafa fest sig í sessi á flestum kortum. Ég hef þó sé mikið lægri tölu. Fyrir þremur árum fór ég á Skarðatind ásamt félaga mínum og vorum við með GPS tæki og mældi ég hæðina 1335m en félagi minn 1337m. Mér finnst ansi hæpið að það geti munað 50 hæðarmetrum á GPS tæki. Mér finnst nú alveg tími til kominn að þetta sé leiðrétt þ.e. hæðin. Ég sendi póst á Samsýn og fleiri aðila til að fá álit.
11. febrúar, 2021 at 16:32 #72884OlliParticipantVarðandi hæðina á Skarðatindi þá verð ég að viðurkenna að við félagarnir mældum toppinn í þykkri þoku þannig að skyggnið var lítið. Við vorum örugglega staddir á suðurtoppnum þegar við mældum hæðina í kringum 1335 metra. Ég hafði samband við Loftmyndir sem svöruðu ótrúlega fljótt og sögðust hafa mælt hæð á topunum þarna á þríviddarkorti. Það kom í ljós að suðurtoppurinn er 1335m og miðtoppurinn er 1381m og norðurtoppurinn er 1320m. Þannig að niðurstaðan er að Skarðatindur er 1381m og vildi ég alls ekki lækka tindinn heldur fá fram rétta mælingu.
12. febrúar, 2021 at 00:50 #72889JonniKeymasterÁhugavert að tindarnir séu þrír en samt er eins og bara sá syðsti (vestasti) beri nafnið Skarðatindur. Eru hinir tindarnir nafnlausir?
12. febrúar, 2021 at 10:20 #72890OlliParticipantNú er ég ekki búinn að fara ofan í saumana á nafngift hvers tind fyrir sig en mér skilst að sá hæsti (sá í miðjunni) sé kallaður Skarðatindur. Ég fletti upp gömlu herforingjakorti af svæðinu og þar er hæsti toppurinn nefndur Skarðatindur. Ég sá einnig þar nokkuð sem ég vissi ekki það er að þar eru Kristínatindar(sem ég hef alltaf haldið að væri rétt nafn) nefndir Kristínartindur. Ég læt mynd fylgja fyrir áhugasama. Maður lærir alltaf eitthvað nýtt. Svo má einnig tala um að málhefð breytist með tímanum.
Attachments:
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.