Skaftá í Langasjó – ekkert kjaftæði

Home Umræður Umræður Almennt Skaftá í Langasjó – ekkert kjaftæði

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45583
    0309673729
    Participant

    Magnað, tveir dagar í kostningar og ekki orð um pólítik hérna á isalp.is.

    Á Ísalp að taka afstöðu til náttúruverndarmála? Já auðvitað en ekki hvað. Þetta hefur með að gera aðgengi fjallamanna að óspilltri náttúru. Flest systursamtök Ísalp í hinum vestræna heimi vinna að náttúruverndar- og aðgengismálum.

    Tökum sem dæmi Langasjó. Margir segja að eitt flottasta gönguland á klakanum sé meðfram Langasjó að SA. Það eru umtalsverðar líkur á að Langisjór verði gerður að uppistöðulóni á næsta kjörtímabili. Hönnunin er löngu klár:

    Project design was concluded last year
    for diverting Skaftá via Langisjór into
    Tungnaá – a project expected to produce
    465 GWh annually and to be very economical.

    Úr ársskýrslu Landsvirkjunnar 2004:
    http://www.lv.is/Files/2005_4_18_LV_annual_report_2004_english.pdf

    Koma svo. Umræður um þessi mál!

    kveðja
    Helgi Borg

    #51469
    0808794749
    Meðlimur

    Ég tek persónulega afstöðu til náttúruverndarmála.

    Sem stjórnarmaður í ÍSALP hef ég áhuga á að klúbburinn taki upp umræðu um málið og móti sína afstöðu. Ég sé það þó ekki gerast fyrir kosningar þannig að þangað til verðum við að kjósa rétt og vona að sá afgangur sem eftir er af náttúru landsins lendi ekki í höndum skúrka. Hún á betra skilið!

    #51470

    Ég sé þetta einmitt gerast fyrir kosningar. Nú er rétti tíminn!!

    #51471
    0808794749
    Meðlimur

    Það er rétt Bjöggi að fólk getur persónulega tekið ákvörðun fyrir kosningar en formlegar umræður/fundir verða því miður ekki mögulegir hjá ÍSALP.

    Ég bendi fólki á þessa Náttúruverndarsamtakanna til að kanna stefnu flokkanna í umhverfismálum. Svo er annað mál hvort hægt er að treysta orðum flokkanna.

    Skoðið http://www.natturuvernd.is

    #51472
    Arnar Jónsson
    Participant

    Átti ekki annars að gera þetta svæði að Þjóðgarði.. þar á ég við nýja vatnjökul þjóðgarðinn sem verður stærsti þjóðgarður í Evrópu og mun ná yfir Langasjó og Kellingarfjöll?? Var ekki þetta rækilega kynnt um daginn í fréttunum og frumvarp var í smíðum?? En ég er bara ekki búin að vera að fylgjast nægilega vel með. Endilega ef eitthver veit meira um það mál þá væri gaman að fá að vita meira um stöðu þess í dag.

    Kv.

    #51473
    2806763069
    Meðlimur

    thessi Vatnajokuls thjodgardur er stærsti brandari islandssogunannar. Ekki nog med ad thetta se stærsti „thjodgardur“ evropu sem kostar ekki kronu heldur er stodugt verid ad halda bod um og rædur um einhverja frabæra afanga sem virdast vera nast aftur og aftur. Og alltaf heldur madur ad nu se buid ad skrifa undir.

    Eitt mjolkadasta PR stunt ever!

    Og thess er vandlega gætt ad thjodgardurinn hafi ekki ahrif a nein fyrirsjaanleg virkjanaraform.
    Liklega var that einhver verkfrædingur fra Landsvirkjun sem fekk than heidur ad teikna upp utlinur gardsins.

    En svona virka hlutirnir i Bananalydveldinu!

    #51474
    0309673729
    Participant

    Langisjór var undanskilin í tillögum um þjóðgarðinn, sjá mynd í kafla 4.2 í þessu skjali:
    http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Vatnajokulstjodgardur_-_tillogur_2006.pdf

    Það er undarlegt í ljósi þess að talað er um Langasjó sem eitt dáðasta fjallavatn landsins (sem það er) í úttekt á náttúrufari og náttúruminjum umhverfis Vatnajökuls:
    http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Natturufar_og_natturuminjar_umhverfis_Vatnajokul.pdf

    kveðja
    Helgi Borg

    #51475
    2912773739
    Meðlimur

    Útlínur hins nýja þjóðgarðs eru með æði sérstöku sniði – þ.e. ýmis mikilvæg útivistar – og náttúruverndarsvæði eru undanskilin, þar með talinn Langisjór. Einnig er aðeins helmingur Ódáðahrauns innan þjóðgarðs, og lítill hluti norðausturhálendisins, t.d. eru Kverkfjöll ekki innan þjóðgarðs. Svo get menn og konur spurt sig hvernig standi á þessu?

    baráttukveðjur – kjósum grænt!

    #51476
    2502614709
    Participant

    Við vitum þetta alltasaman en hvernig fer fólk að því að kjósa þessa flokka. það þarf að hvetja sjálfstæðismenn til að kjósa ómar svo rödd Gísla á Uppsölum fái loks að hljóma í þingsal. pælíði í þessum geldingum á þingi er það ekki einmitt það sem vantar einn ómar ragnarsson. Við hinir sem erum ekki alveg heiladauðir kjósum náttúrulega vinstri græna –
    Þetta er bara allt svo ömurlegt allt saman auðvitað heldur stjórin velli og heldur áfram með allt helvítis draslið. Það er bara þannig og líklega á þjóðin þetta skilið – ég undirbý mig að flytja frá klakanum með sama áframhaldi.

    #51477
    Arnar Jónsson
    Participant

    Væri þá ekki tilvalið fyrir Ísalp að algjörlega sökkva sér í það að ræða þetta frummvarp og reyna að standa fyrir því að benda á smáaletrið og kynna betur þessar falsloforð fyrir almenningi ef þetta á svo að verða að veruleika og væntanlega reyna að kynnda undir umræður í fjölmiðlum, net heim o.s.f.v.?? eða jafnvel standa jafnvel fyrir eitthverskonar mótmæla aðgerðum til að vekja upp ummræðu í þjóðfélaginu.

    Það vesta sem við getum gert er að kvarta og kveina hérna á netinu þar sem engin heyrir í okkur. Nú er vert að frekar reyna að beyta sér fyrir því að þetta frumvarp verði breytt (fellt) og ekki láta þetta sleppa undir radarinn hjá almennum borgara. Nú er best að byrja.. áður en það verður um seinan líkt og með Kárahnjúka.

    Munið það að öflugasta vopn stóriðju sinna er það að fjölmiðlar þegi yfir þessu. Jú.. það vesta sem fjölmiðlar geta gert er að fjalla ekki um hlutina og láta alla gleyma þessu eða ekki líta nógu vel á það kjaftæði sem fyrir okkur er borið, vanþekking er eitt besta vopn ríkisstjórnarinnar þar sem fáir villja taka afstöðu af eitthverju sem þeir vita ekkert umm.

    #51478
    2704735479
    Meðlimur

    Hjartanlega sammála. Það eru mjög fáir sem þora eða nenna að taka afstöðu til þessara mála og þess vegna þarf upplýsandi HÁVAÐA úr öllum áttum.

    #51479
    1704704009
    Meðlimur

    Þjóðgarðsmálið var rætt á vettvangi SAMÚT í vetur – og Ísalp er aðili að SAMÚT (Samtök útivistarfélaga). Ráðamenn hafa verið látnir hlusta á gagnrýnina auk þess sem skoðunum SAMÚT var komið á framfæri við fjölmiðla. Ég vildi bara halda þessum staðreyndum til haga ef Ísalparar óttast að enginn heyri kvart og kvein hér á vefnum.

    Það er síðan í höndum stjórnar Ísalp að ákveða hvort klúbburinn fari einsamall í umhverfisbaráttu eða í félagi með öðrum félögum. Allt um það, hér er lesefni, sem gæti hugsanlega hafa farið framhjá fólki þegar umræðan fór fram. (Eftirfarandi var sett á ísalpvefinn strax að loknum fundi um þessi mál, og var það gert í því skyni að upplýsa ísalpfélaga um það sem var verið að gera í þessum málum.)

    „Ályktun Samtaka Útivistarfélaga 23. janúar 2007.

    Frumvarp til laga um Vatnajökulsþjóðgarð

    Samút fagna hugmyndum um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs en gera jafnframt alvarlegar athugasemdir við þá útfærslu er nú liggur fyrir Alþingi. Með þjóðgarðinum er ætlunin að stíga stórt skref til verndunar miðhálendisins og ýta undir nýtingu þess fyrir ferðamennsku í sátt við náttúruna. Útivistarfólk hefur um áratugi ferðast um það svæði sem Vatnajökulsþjóðgarður mun ná yfir og í hópi þess eru þeir sem best þekkja hálendið. Markmiðum frumvarpsins verður því ekki náð nema með góðri sátt og samvinnu við útivistarfólk og beinni aðkomu fulltrúa þess að ákvörðunum um ferðamennsku innan þjóðgarðsins.

    1. Unnið án samráðs

    Ekkert samráð hefur verið haft við Samút eða nokkurt félag útivistarfólks, notenda um útfærslu og stjórnsýslu þjóðgarðarins.

    2. Þjóðgarðsstjórn

    Ekki er gert ráð fyrir því að samtök Útivistarfélaga eiga ekki fulltrúa í stjórn(um) þjóðgarðsins. Farsælla er að fulltrúar þeirra sem nýta landið til útivistar eigi fulltrúa í þjóðgarðstjórn og í raun ómögulegt fyrir þjóðgarðsstjórn að henda reiður á umfangi og þörfum útivistar og ferðamennsku án beinnar þátttöku útivistarmanna.

    3. Almannaréttur og umferð

    Reglur um almannarétt og umferð eru óljósar. Útivist og umferð á þessu landsvæði á sér langa sögu og hefðir. Engir eru betur færir að fjalla um almannarétt og umferð en fulltrúar þess fjölbreytta hóps sem nýtir landið til útivistar. Í ljósi þess er aftur minnt á nauðsynlega aðkomu útivistarmanna að undirbúiningi og stjórn þjóðgarðsins.

    4. Aðkoma að ágreiningsmálum

    Ekki er kveðið á um að leita skuli umsagnar samtaka útivistarfólks varðandi útfærslu á þeim lögum sem hér um ræðir og Samút er ekki gefið færi á að kæra ákvarðanir til umhverfisráðherra og situr því skör lægra en t.a.m. umhverfisverndarsamtök.

    Enn og aftur er því minnt á þörfina á því að notendur landsins (Samút) eigi fulltrúa í þjóðgarðsstjórn(um).

    5. Gjaldtaka

    Ákvæði um gjaldtöku fyrir aðgang að einstökum landsvæðum innan þjóðgarðs eru óljós. Slík gjöld eru óþekkt hérlenis og orka tvímælis gagnvart almannarétti og upplifun og aðgengi útivistarmanna að eigin landi.

    6. Verndaráætlun.

    Verndaráætlun er ekki til fyrir Vatnajökulsþjóðgarð en skal unnin innan tveggja ára.

    Verndaráætlun innifelur m.a. skipulag umferðar og aðgengi og er brýnt að fulltrúar notenda séu þáttakendur í slíkri vinnu. Enn og aftur er því minnt á þörfina á því að Samtök Útivistarfélaga eigi fulltrúa í þjóðgarðsstjórn(um).“

    #51480
    2502614709
    Participant

    Virkja fyrst vernda svo. Ég hafði ekki alveg rétt fyrir mér með ríkisstjórnina, sem betur fer, spurningin er verður þessi eitthvað skárri;http://www.youtube.com/watch?v=KANukZsWD9Q

13 umræða - 1 til 13 (af 13)
  • You must be logged in to reply to this topic.