Við Búbbi spóluðum af stað eftir vinnu í gær á Óshlíðina í blíðuveðri. Náðum einni langri spönn og niður í bíl fyrir myrkur. Frábær ís og hundruðir múkka sveimandi yfir okkur.
Það eru fínar aðstæður allstaðar í nágrenninu fyrir ísþyrsta. Um að gera að kíkja vestur. Fimm tíma keyrsla á glænýju malbiki í boði íslenskra skattgreiðenda og málið dautt…
Klifruðum leiðina til hægri upp að kertinu 
Flott leiðin vinstra megin sem við reyndum við um daginn. Var allt of blaut og kertuð. 
Allt í fangið og bruni í höndum!

Toppurinn. Eða þannig. Ekki amalegt útsýnið. 