Var að fjárfesta í Scarpa Mont Blanc og er smá í vafa um stærðina á þeim. Ég nota á venjulegum skóm 44 en tók 45,5 í Mont Blanc. Mér finnst þeir vera fínir þegar ég er í einföldum ullarsokkum en ef ég ætla mér að vera í tvöföldum sokkum finnst mér þeir þrengja að í tánni. Samt finnst mér að það sé svoldið pláss eftir í hælnum en eins og stuðningspúðarnir þar hindri að maður fari alveg aftur.
Hvaða reynslu hafið þið af passlegum stærðum þeir sem eiga þessa skó?
Það verður síðan kannski engin þörf á að vera í tvöföldum sokkum þar sem þeir eru nógu hlýir og einangra vel?
Eiga þeir kannski líka eftir að mótast eilítið að fætinum og þá púðarnir í hælnum?