Púður og snjóflóðahætta

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Púður og snjóflóðahætta

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45621
    0801667969
    Meðlimur

    Nú hefur sett niður mikinn snjó í fjöllum kringum höfuðborgina og virðist ætla að verða áframhald á því sem betur fer. Þetta er víða mittisdjúpt púður sem óneitanlega er skemmtilegt að skíða í. Þetta efni er líka fljótt að fjúka til og því ljóst að snjóflóðahætta verður talsvert mikil um helgina.
    Spáin er ágæt fyrir helgina og því margir á faraldsfæti. Munið því hina heilögu þrenningu þau ýli, snjóflóðastöng og skóflu. Best er þó að byrja á að nota höfuðið t.d. með skynsamlegu leiðarvali og reyna að forðast að þurfa að nota þessi tól.

    kv. Árni Alf.

    #50902
    2806763069
    Meðlimur

    Get tekið undir þetta með síðasta ræðumanni. Við Viðar vorum að koma úr Grafarfossinum. Ísaðstæður eru eins og best verður á kosið. Hinsvegar hefur hið sjaldgæfa púður nú fokið til og myndað væna fleka í öllum giljum. Það er því full ástæða til að fara að öllu með gát. En þar sem ekki er mikill snjór ætti að vera nokkuð auðveld að velja snjólausar/litlar leiðir upp og niður. Gleymið samt ekki að þunnir flekar bresta frekar en þykkir.

    Mæli með því að síga t.d. niður út leiðunum í Villingardal til að losna við hættulegustu snjóflóðabrekkurnar.

    Samt engin ástæða til að sitja heima, bara að kveikja á hausnum og passa að batteríin í ýlinum séu í lagi. Hann er svo eins og Árni bendir á frekar léleg fjárfesting ef ekki er til staðar kunnátta, skófla og stöng.

    Kv.
    Softarinn

    #50903
    0801667969
    Meðlimur

    Rétt hjá Ívari. Alls ekki sitja heima. Svona vetrarríki og fallegar aðstæður eins og oft eru í útsynningi (SV-átt) hef ég ekki séð langa lengi. Bjart og blind él til skiptis. Dragið fram

    skíði, axir, skauta, skó

    og njótið vetrar í púðursnjó.

    Kv. Árni Alf.

    Nennir ekki einhver að fyll inn í svo úr verði vísa.

    #50904
    Smári
    Participant

    ýlir, skófla, þekking og stöng
    vonum að vertíðin verði löng

    náttúrlega búinn að brjóta allar reglur um stuðla og höfuðstafi en þetta rímar allavega….

    sjáumst á sunnudaginn, þeir sem ætla í klifur

    kv. Smári

    #50905
    1704704009
    Meðlimur

    Það verður ekki annað sagt en nokkurs feginleika gæti með útkomuna í Ísalpferðinni í gær. Snjóflóðahætta var víðsfjarri í Grafarfossi og Granna en um helgina voru að berast fréttir af snjóflóðum norðanlands og vestan – að ógleymdri Esjunni fyrir viku. (frétti af björgunarsveitamönnum í Þverfellshorni á sunnudagsmorgun. Veit ekki hvernig snjóalögum þeir mættu þar efra)

    Það er að sjálfsögðu ekki óskastaða að vera hringla með dagskrá klúbbsins og láta yfirvofandi snjóflóðahættu hrekja sig úr einu horni í annað með tilheyrandi röskun fyrir þátttakendur. En spjallskrifarar hér á síðunni tóku vel við sér og miðluðu mikilvægum upplýsingum og þar sannaði sig vel þetta verkfæri sem vefurinn er.

    Þátttakan í ferðinni var líka frábær og allir komu heilir heim. Það er ekki svo lítils virði fyrir svona klúbb. Vil þakka fyrir góðan dag og að sjálfsögðu góðar umræður í aðdragandanum.

5 umræða - 1 til 5 (af 5)
  • You must be logged in to reply to this topic.