Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Páskaklifur í grennd við Borgarnes
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
12. apríl, 2009 at 18:28 #46994gulliParticipant
Hæ, skelltum okkur þremenningarnir ég, Skabbi og Bjöggi í leið rétt utan við Borgarnes sem ég sá í bíltúr fyrr um páskana. Snilldarleið og áttum við góðan dag þarna … rennandi blautir, kaldir og svangir. En eðal klifur.
Vitum ekki hvort þetta hefur verið farið áður en gerum svo sem ráð fyrir því … væri gaman að heyra í jöxlunum með það.
Myndir: http://grettisgata.eitthvad.is/main.php?g2_itemId=35993
Kv,
Gulli12. apríl, 2009 at 21:27 #54091Siggi TommiParticipantGott stöff. Flott lína.
Nú þekki ég þetta ekki sérlega vel en ég veit að Ívar og fleiri fóru í eitthvað sem kallast Bólaklettur í nágrenni Borgarness fyrir nokkrum árum. Veit ekki hvort staðsetningin á þessu stemmir.Fór sjálfur með Robba í Búrfellshyrnu í Svarfaðardal á Skírdag. Endurtókum þar Ormarpartý, WI4, sem Jökull og einhver fóru fyrir 10 árum eða meira. Freysi og félagi fóru aðal fossinn í leiðinni um síðustu jól en toppuðu ekki sökum snjóflóðahættu.
Nokkur sólbráðarflóð fuku þennan dag niður austurhliðina (eða hvernig sem þetta snýr eiginlega), sem við þurftum að fara niður ca. hálfa leið. Áhugavert að skrölta niður flóðafarveginn með kletta fyrir neðan. Náðum svo að hliðra okkur út á hrygginn og yfir á aðal fésið sem snýr frá sólu og því allt frosið þar enn.
Góður dagur á fjöllum og gott partý með skíðafélaginu Mjálmari og fleirum á Dalvík/Ólafsfirði um kvöldið. Takk fyrir okkur!Á föstudaginn stutta fórum við svo að skoða sjávarfossa í Ólafsfjarðarmúla en ekkert varð úr klifri sökum massívrar bráðnunar, morknunar og sjávarfallanna. Lentum í nokkrum hressum gusum frá briminu og stukkum upp í klett í leit að skjóli. Góður dagur í fjöru…
12. apríl, 2009 at 23:47 #54092Páll SveinssonParticipantHeima úr sófanum lítur þetta kunnulega út. Verð að sjá mynd frá veginum til að vera viss. Ef þetta er sama leiðin þá er hún nefnd „Ekki er allt sem sýnist“.
Var svona tíu sinnum feitari þegar ég fór hana. Allar myndir á slides ef þið vitið hvað það er.
kv.
Palli13. apríl, 2009 at 06:34 #54093gulliParticipantGóður Palli … hérna er mynd sem ég tók 2 dögum áður:
http://grettisgata.eitthvad.is/main.php?g2_itemId=36054
Stemmir þetta við sjónarhornið úr sófanum?
13. apríl, 2009 at 08:25 #54094Páll SveinssonParticipantJú.
Þetta er sama leiðin.
Ég og Guðmundur Helgi vorum á leið í skaðrsheiði að klifra. Það var svo algjört skítaveður svo við hættum við norðurveggina. Sáum þessa línu á leiðini í bæinn og töldum að þetta væri nú fljótfarið. Annað kom svo í ljós. Hörku fínnt klifur og mikklu flottara í svona þunnum aðstæðum.kv.
Palli13. apríl, 2009 at 12:32 #540950703784699Meðlimur…ekkert skítaveður á suðurslóðum, og nutum við feðgarnir veðurblíðunnar við klettaklifur í Mt Arapiles….
http://picasaweb.google.com/himmi78/MtArapilesRoadTripPaskar2009#
Enjoy,
Himmi
14. apríl, 2009 at 07:58 #540960311783479MeðlimurHae
Vid Andri Bjarnason skelltum okkur a skirdag i fanta fina leid med million dollar utsyni yfir Kollafjord. Thetta er einskonar afbrygdi af Kistufellshorninu, hryggnum sem snyr a mot SV er fylgt og thar eru morg skemmtileg kletta hoft tho ekki meira en 5.4, sidan var hlidara a snjo til nordurs rett haegra megin vid gilid og sudur „buttrassinn“ stollottur klifradur upp a topp a blandi af snjo, is og sonnu islensku torfi. Thetta var liklega 500m haekkun, eitthvad klifrad a hlaupandi med 1/2 linu en buttrassinn var klifradur linu laust. I Skotlandi myndi svona leid fa graduna III. Fyrirtaks fjallamennsku dagur innan hofudborgarmarkanna med alla varianta sem reyna a fjallamanninn.
Gat ekki hugsad mer betra virginiu-klifur fyrir nomic-inn goda sem eg festi fjar i.
Aetli eg reyni ekki ad luma inn myndum vid taekifaeri til motiveringar fyrir menn.
Kerholakambur-Kistufell-Moskardshnjukar-Skalafell er liklega sa vanmetnasti fjallahringur sem vid Islendingar eigum og jafnframt ein su mestu forrettindi sem hugast getur fyrir fjallamennsku unnendur.
Lifid heil
Halli14. apríl, 2009 at 11:50 #54097Björgvin HilmarssonParticipant„Ekki er allt sem sýnist“ lýsir þessari leið, eða öllu heldur heildarpakkanum, þ.e. aðkomu, klifri og niðurgöngu mjög vel. Get ekki beðið eftir að prófa hana aftur í ögn þurrari aðstæðum, má vera þunn en þessi sturta var ekki beint það sem maður er að sækjast eftir í þessu sporti.
Annars kíktum við Skabbi í Stardalinn á föstudaginn leiðinlega og áttum þar ágætt sessjón. Hvínandi norðanrok en ágætis skjól undir hnjúknum.
Var staddur í gær á Snæfellsnesinu norðanverðu og gekk á fjall sem heitir Bjarnarhafnarfjall, rétt við Bjarnarhöfn einmitt. Það var fínasta brölt og gott útsýni til allra átta. Hörku vetraraðstæður í gangi þarna uppi og lítið sem minnir á sumarið.
Enn er slatti af ís í Mýrarhyrnunni en ég skal ekki segja nánar um ástandið á þeim ís eftir vorveðrasviptingarnar. Keyrðum svo undir Búlandshöfðanum og þar var allt löðrandi af ís, sérstaklega á einum stað þar sem eru flottar leiðir sem maður hefur heyrt af en aldrei kíkt á. Ætla að henda inn myndum á eftir.
14. apríl, 2009 at 13:28 #540982906883379MeðlimurÉg og Sindri Snær reyndum við Hraundrangann á mánudaginn fyrir viku en beiluðum c.a. 30-40 metrum undir toppnum vegna skorts á tryggingum eða fífldirfsku, eftir því hvernig á er litið. Kíktum síðan í Munkann daginn eftir og áttum fínan dag þar innan um snjóinn..
kv.
Daði Snær14. apríl, 2009 at 15:19 #54099Björgvin HilmarssonParticipantÞeir sem hafa áhuga á að sjá hvernig ísinn í kringum Grundarfjörð leit út í gær geta kíkt hingað: http://retro.smugmug.com/gallery/7901221_TuM4D#512450103_5gniK
16. apríl, 2009 at 09:12 #54100AnonymousInactiveSvæðið utan í Búlandshöfðanum var klifrað á fyrsta ísklifurfestivalinu þar sem Jeff Lowe og fleiri voru hér. Flest allar augljósar línur þarna voru klifraðar nema sjálfur fossinn lengst til vinsri á einni myndinni.
Olli17. apríl, 2009 at 19:39 #54101RobbiParticipantNöfn, gráður og lengdir ?
robbi
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.