Frábær helgi á Hnappavöllum. Dauðalogn og sólskin. Lágum í sólbaði eftir gott klifur á laugardagskvöld þegar mökkurinn gerði vart við sig.
Fjör færðist síðan í leikana upp úr kl. 10 þegar mökkurinn nálgaðist óðfluga eins og myndin sýnir. Augnarbliki síðar hvarf allt í myrkri í þéttri öskunni sem féll látlaust í logninu. Það var hreinlega hlaupið í skjól í Tóftina og dvalið í henni í nótt. Hún kom sér svo sannanlega vel.
Dapurlegt umhorfs á Völlunum í morgun. Ekki síst að sjá aumingja dýrin. Hressandi keyrsla heim via Egilstaðir og Blönduós…
http://img692.imageshack.us/img692/6646/askac.jpg
http://img705.imageshack.us/img705/610/billd.jpg