Sæll Björgvin og takk fyrir kveðjuna,
Ég er sleðamaður að upplagi sem er gera klárt fyrir veturinn og er að bæta í öryggispakkann. Einnig hefur það lengi blundað í mér að blanda saman sleðamennskunni við almenna ferða- og skíðamennsku af einhverju tagi. En þar sem ég á erfitt með að passa í venjulega skíðaskó sökum gamalla íþróttameiðsla, fannst mér tilvalið að fara út í brettin frekar. Það er eitthvað spennandi við það að fara renna sér í brekkum fjarri alfaraleið td að fjallabaki þar sem hægt er að finna endalausar brekkur og fjör.
Sjáumst á fjöllum 