Óska eftir nokkrum hlutum í gönguferð.

Home Umræður Umræður Keypt & selt Óska eftir nokkrum hlutum í gönguferð.

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45661
    1108863149
    Meðlimur

    Ég var að velta fyrir mér hvort þið ættuð eithvað af notuðum hiking hlutum sem sem þið þurfið að losa ykkur við. Ég er að fara í svona 15 – 30 daga ferð hér á íslandi og vantar að mestu leiti allt það mikilvæga. Þetta er ekki hálendisferð þannig að þetta þarf kasnski ekki að vera neitt „hardcore“ dót en ferðin á að vera þægileg.

    Vatnshelda gönguskó nr. 42.

    Vatnsheldan bakpoka sem hentar fyrir langa ferð.

    1 manns Vetrartjald. Ég hef ekki mikið vit á hvað ég þarf í sambandi við vatnsheldni en það er must að hægt sé að tjalda á snjó þar sem hælar ná kanski ekki festu en ég lendi öruglega í þeim aðstæðum nokkrum sinnum á ferðinni.

    Svo er það primusinn. Eithvað svona kerfi er það sem ég þarf. http://wyomingmountaineering.com/library/pikarockdrill.jpg en ég vil helst ekki þurfa að fara í gasið.

    Eins og ég áður sagði þá á ég gott sem ekkert fyrir þessa ferð (fyrir utan vasahníf, svefnpoka og kort), þannig að ef þið eigið eithvað sem þið haldið að gæti komið að góðum notum (eins og t.d. áttavita ) þá endilega látið mig vita.
    Takk.

    #53698
    1908803629
    Participant

    Sæll Þorgils,

    Ég hef því miður engar græjur handa þér en þar sem það kveiknuðu nokkur viðvörunarljós þegar ég las erindið þá kemur hér pínu ábending.

    Ef þú átt ekki gönguskó þá eru ágætis líkur á að þú sért ekki að stunda fjallamennsku eða fjallgöngur yfir höfuð. Þrátt fyrir það ert þú að stefna á 15-30 daga ferð sem er þónokkuð stökk fyrir hugsanlegan byrjanda. Bara það að vera í nýjum skóm í einni stuttri fjallgöngu getur gefið nægan fjölda sára og blaðra að það væri nauðsynlegt að taka góða pásu áður en haldið er í næsta ævintýri. Til viðbótar við þetta er alltaf álag á vöðva líkamans sem er oft erfitt fyrir byrjendur og nauðsynlegt að fá viðeigandi hvíld.

    Þó að þetta sé ekki harðkjarna verður alltaf álag á líkaman og sérstaklega fyrir þá sem eru ekki vanir svona hreyfingu. Þannig að ef þú ert að fara í svona leiðangur þá legg ég til að þú undirbúir skrokkinn fyrir ævintýrið svo að þú getir notið þess sem best. Annars getur þetta orðið kvöl og pína og lítil ánægja.

    Kannski var algjör óþarfi að benda á þetta þar sem græjurnar þínar brunnu óvart á áramótabrennunni en það sakaði vonandi ekki að minnast á þetta.

    kv. Ágúst Kr.

    #53699
    1108863149
    Meðlimur

    Þakka þér fyrir sábendinguna Ágúst. Seinasta sem ég vil er að vera einn af þessum einstaklingum koma sér í hættu þar sem kalla þarf alla björgunnarsveitina til að leita af þessvegna áhvað ég að byrja létt. Ég stefni í átt að borgarnesi og mun halda mér í alltaf í hæfilegri fjarlægð frá aðalveginum þannig að ef þetta er of erfitt þá get ég alltaf húkkað far í næsta bæ. Svo fer ég frá þaðan í átt að patreksfyrði, alltaf meðfram veginum. Ég tel mig vita frekar vel líkamleg takmörk mín en þetta verður samt í fyrsta sinn sem ég ferðast með bakpokann og allar græjurnar á mér. Ég held að þetta sé góð byrjun áður en ég held í erfiðari ferðir sem ég stefni á að gera einhvern daginn.

    Þorgils

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
  • You must be logged in to reply to this topic.