Öræfasveit ofl

Home Umræður Umræður Almennt Öræfasveit ofl

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45121
    2806763069
    Meðlimur

    Fór á Hnúkinn með Leifi og Hauki, fínar aðstæður þar og hægt að skíða alla leið niður Sandfellið og niður Virkisjökulinn með því að labba kannski max 1km milli skafla/jökla. Lítill snjór á Svínafellsjöklinum en leiðin niður að honum leit mjög vel út. Líklega snjóar svo í vikunni. Mikill ís inni í Grænafellsgljúfri og hátt uppi. Skaðatindar nokkuð vetrarlegir og allar leiðir á Hrútfellstindum litu vel út. Inn við Núp (móti lómagnúp) var smá ís en mjög lítill við Klaustur. Annað var ekið í myrkri en líklega er ekki mikið af ís eftir hlýindakaflann.

    Fyrir þá sem eru ísþyrstir næstu helgi mæli ég því með Hrútfellstindum í Öræfunum, Skarðsheiði, Villingardal eða Eilífsdal.
    Þeir sem eru mjög ævintýragjarnir gætu svo reynt að fara eftir leiðarlýsingunni á Skarðatinda.

    #49410
    Jón Haukur
    Participant

    Fyrst að byrjað er að tala um aðstæður, þá fórum við Gummi í Múlafjallið eftir hádegissteikina í gær. Nokkrar línur voru færar, en flestar vel blautar. Við Klifruðum þó eina mjög góða mixaða línu sem var þurr og fín, frekar austarlega í fjallinu. Á leiðinni til baka var ekki annað að sjá en að Eilífsdalurinn væri í ágætu standi, þó með þeim fyrirvara að hengjurnar þar eru eflaust ansi vænar núna.

    jh

    #49411
    Robbi
    Participant

    Aðstæðurnar í klifurhúsinu eru með besta móti. Veðurguðirnin hafa leikið um klifrarana með stofuhita. Klósettið er í standi og vatnið í því rennur. Þrátt fyrir þessar fínu aðstæður er loftið þar heldur rykmettað og ættu astma- og ofnæmissjúklingar að halda sig fjarri.
    Annars er veðurspáin næstu daga afskaplega vetrar væn og lítur út fyrir alvöru vetur:
    Á þriðjudag: Norðan 8-13 m/s á Vestfjörðum, en annars suðvestan 8-13 og víða él, en bjart norðan og austan til. Frost yfirleitt 0 til 5 stig, en frostlaust með suðurströndinni.

    Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag og laugardag: Suðvestan- og vestanátt og él, en úrkomulítið austanlands. Frost um land allt
    Allir vita að með sunnanátt og frosti kemur snjókoma og það helling að honum.
    Robster

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
  • You must be logged in to reply to this topic.