Eins og þið hafið kannski tekið eftir hafa undanfarna daga verið vandamál með myndir hérna á síðunni — smámyndir birtast ekki sökum þess að þær verða ekki til sjálfkrafa. Ég hef ekki haft tíma til að kíkja á þetta fyrr en nú.
Ástæðan liggur hjá hýsingaraðila og kemur einnig fram á öðrum vefjum sem þeir hýsa. Þessi villa kemur hinsvegar ekki fram hjá öðrum hýsingaraðila þar sem ég hýsi aðra vefi, né á þróunartölvu hjá mér.
Vegna þessa og vegna ýmissa annara vandræða sem hafa komið upp í hýsingu isalp.is þá mun ég flytja vefinn yfir til annars hýsingaraðila. Sá er svolítið dýrari en vonandi að sama skapi betri. Ég á ekki von á þetta muni sliga Ísalp fjárhagslega eða trufla fjölbreytta starfsemi hans!
Það má búast við einhverjum truflunum á rekstri vefsins af þessum sökum.
kveðja
Helgi Borg