Hæ
Við Gulli sögðum skammdeginu stríð á hendur í gærkvöldi. Keyrðum upp undir Búahamra um 6 leitið og skunduðum upp að Nálarauganu. Höfuðljósin á og stokkið af stað.
Úr varð hið skemmtilegasta klifur. Nálaraugað er í löðrandi skemmtilegum aðstæðum, ekki of þunnt og ekki of þykkt. Höfuðljósaklifrið gaf þessu bara aukið vægi. Mér skilst reyndar að næturklifur sé sport sem töluvert hafi verið stundað fyrir 15 – 20 árum. Hversvegna það er ekki í tízku lengur skal ósagt látið.
Þess má geta að töluverð umferð virðist hafa verið um Búhamra upp á síðkastið, sem er ánægjulegt. Við gengum niður Tvíburagil eftir klifrið sem leit glæsilega út í tunglskininu.
ALlez!
Skabbi