- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
26. janúar, 2012 at 15:26 #468821811843029Meðlimur
Hæ
Jú gott fólk, þið lásuð rétt. Nýtt og afar veglegt ársrit Isalp er að renna í gegnum prentvélarnar þegar þetta er skrifað!
Annaðkvöld er svo auðvitað mynda- og myndbanda keppnin. Það verður mikið að sjá, tæplega hundrað myndir og 12 myndbönd voru send inn.
Við hvetjum alla til að mæta, sjá fjallamyndir og myndbönd og fá í hendurnar brakandi nýtt ársrit.
Þetta er einfalt, annað kvöld klukkan átta niður í Skútuvogi, ársrit, myndir, skemmtilegt fólk og veigar í boði meðan birgðir endast.
Sjáumst!
26. janúar, 2012 at 16:12 #57421Arnar JónssonParticipantSnilld
26. janúar, 2012 at 19:59 #574220808794749MeðlimurSnilld. Tveir töff atburðir sama kvöld. Eðall!
!
Orðið á götunni er að þetta ársrit sé svo þykkt og þungt að mælst sé til þess að lesendur hiti upp áður en þeir taki sér það upp. Nema kannski þeir sem eiga kort í Klifurhúsinu.
!26. janúar, 2012 at 20:47 #574230703784699Meðlimurfæ ég það í pósti eða þarf ég að sækja það?
einn sem er orðinn voða spenntur…..þumalinn upp fyrir ritstjórninni og stjórn fyrir gott starf,
Himmi
26. janúar, 2012 at 21:05 #574241811843029Meðlimurgóð spurning, þeir sem koma annað kvöld fá ritið fyrstir allra!
En svo sendum við auðvitað í pósti á þá sem ekki koma annað kvöld.
28. janúar, 2012 at 18:48 #57428Freyr IngiParticipantTakk fyrir skemmtilegan viðburð í gær félagar.
Verulega gaman að sjá allar ljósmyndirnar sem sendar voru inn í keppnina, 92 stk ef ég taldi rétt en enn skemmtilegra fannst mér að sjá vídjóin sem Ísalparar eru farnir að búa til.
Ritnefnd fær svo nátturlega stóran plús fyrir að koma ársritinu út til okkar hinna.
Takk !!
29. janúar, 2012 at 14:15 #57430Björgvin HilmarssonParticipantÞetta var frábært kvöld og bara heill hellingur af liði sem mætti.
Gaman að sjá hvað það var góð þátttaka í myndasamkeppninni í ár, eitthvað annað en í fyrra t.d.
Svo er myndbandasamkeppnin góð viðbót og vonandi að það verði enn fleiri og betri vídeó sem berast næst.
Takk fyrir mig!
30. janúar, 2012 at 13:09 #57436Arnar JónssonParticipantFrétt um keppnina þar sem sýndar eru allar myndirnar sem tóku þá ásamt vinnings videoinu og link á hin er að finna á forsíðunni í fréttir.
Flestir geta verið sammála um velheppnað kvöld. Vel var mætt þar sem skoðaðar voru þær myndir sem tóku þátt ásamt því að horfa á gott úrval mynbanda þar sem margir brostu þegar Palli setti upp svipinn sinn og þumalinn uppí loft.
Meira er að finna hér:
https://www.isalp.is/frettir/1121-urslit2012.html
Kv.
Arnar -
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.