Greinar sem fyrir einhverjar hluta sakir eru sérstakar, set ég undir flokkinn „Nýjar greinar“. Þetta geta verið leiðarlýsingar, mjög góðar ferðasögur, greinar með frábærum myndum, lýsing á fáförnum leiðum og fleira.
Ferðasagan hans Eiríks um ferð á Miðfellstind er ein slík. Hún hefði reyndar orðið ennþá betri ef nákvæmari leiðarlýsing og jafnvel kort af leiðinni hefði fylgt með. Engu að síður stórfín grein um fáfarna vetrar/vor-leið.
kveðja
Helgi Borg