Sex félagar ÍSALP héldu í fjallgöngu í dag. Áður hafði verið ráðgert að fara á Skyrtunnu á Snæfellsnesi en skyndilega þótti keyrslan þangað heldur löng og dagurinn of stuttur.
Var því snarlega ákveðið að breyta plani og fara þess í stað á Heiðarhorn.
Röltið gekk vel og var komið við á Skarðshyrnu á leið á Heiðarhornið. Broddafæri var í efstu hæðum og voru norðurveggir Skarðsheiðarinnar tignarlegir í vetrarbúningi.
Takk fyrir daginn!
p.s. hittum nokkra á Select á leið í ísklifur. hvernig fór?