Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Kurt Albert ist gestorben
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
28. september, 2010 at 10:53 #47203SkabbiParticipant
Hæ
Einn af frumkvöðlum nútíma klettaklifurs, Þjóðverjinn Kurt Albert, lést eftir að hafa fallið 18 metra úr via ferrata leið (þvílík kaldhæðni) í Frankenjura síðastliðna helgi.
Albert setti á sínum yngri árum upp margar af erfiðustu leiðum Evrópu og var fyrstur til að nota hugtakið „að rauðpunkta“ (rotpunkt/redpoint). Þrátt fyrir að vera hálfsextugur var hann enn afkastamikill klifrari sem ferðaðist vítt og breitt um heiminn í leit að nýjum krefjandi klifurleiðum.
Við Bjöggi urðum þess heiðurs aðnjótandi að hitta kappann í Siurana fyrir nokkrum árum. Vorum nýkomnir á svæðið og vorum að vandræðast eitthvað með leiðarvísinn á barnum og velta fyrir okkur hvar við skyldum byrja daginn eftir. Konan á barnum (mamma hans Tony) aumkaði sig yfir okkur og hóaði í úfinn þýskan tröllkall, Kurt, og bað hann að fara í gegnum leiðarvísinn með okkur. Við höfðum ekki hugmynd um hvaða snillingur þetta var en hann tók sér langan tíma í að fara í gegnum leiðarvísinn með okkur, benda okkur á góðar leiðir og hvenær væri best að vera á hverju svæði. Ég hitti hann nokkrum sinnum á tjaldstæðinu eftir þetta og hann var ekkert nema almennilegheitin. Mokkru síðar kynntumst við þýskum strákum. Þegar við bentum þeim á þennan Kurt sem hafði kynnt okkur svæðið misstu þeir andlitið; „Kurt Albert!? Hann er algert legend!!“ Þeir þorðu varla að horfa í áttina að honum…
Mér er einna minnistæðast hvílíka hramma maðurinn var með, ég er viss um að hann hefði haft Stebba Smára undir í krumlu.
Allez!
Skabbi
28. september, 2010 at 11:52 #55616Björgvin HilmarssonParticipantJá það er sorglegt að heyra af Kurt kallinum… og via ferrata af öllu. Óhætt að segja að þarna hafi farið stórmerkilegur maður sem gleymist ekki í bráð. Það er heiður að hafa fengið að hitta hann. Alltaf finnst manni það virðingarvert þegar goðsagnir í lifanda lífi eru alþýðlegar og ekki að setja sig á háan hest. Hann virtist hið mesta ljúfmenni og á sama tíma alger tröllkarl með ógnvænlegar lúkur.
28. september, 2010 at 13:34 #55617ÓlafurParticipantAf planetmountain.com
„Update at 13:00 on 28/09/2010
Contrary to the numerous news reports on the internet, including Der Spiegel, Kurt Albert is not dead. He is in life-threatening condition, but the German press agency DPA has just confirmed to us that Albert is still alive.
„Sjá:
http://www.planetmountain.com/english/News/shownews1.lasso?keyid=3760028. september, 2010 at 13:59 #55618SkabbiParticipantHvur grefillinn!
Þá er ekkert að gera en að bíða og vona að kallinn hjarni við.
Allez Kurt!
Skabbi
29. september, 2010 at 14:19 #556232401754289MeðlimurNýjustu fregnir herma að hann hafi látist á sjúkrahúsi í Bavari í gærkveldi.
http://www.planetmountain.com/english/News/shownews1.lasso?l=2&keyid=37604
Farið varlega
29. september, 2010 at 15:00 #556240503664729ParticipantBlessaður kallinn.
Ég rakst á hann ásamt Stefan Glowacz í Ketilsfirði árið 1994 þar sem þeir voru að puða við að fara nýja leið á Ulamertorsuaq sem þeir nefndu Moby Dick.
Vissi reyndar ekki þá að þetta væru merkilegir kallar enda ekki með neina stæla. Ánægjuleg stund í óbyggðum Grænlands. -
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.