Klippa annarri eða báðum?

Home Umræður Umræður Almennt Klippa annarri eða báðum?

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46549

    Glæsilegt að fá allar þessar myndir og vídjó sem menn hafa verið að birta síðustu daga.

    Ein pæling. Tók eftir því á myndunum hans Örvars að þeir félagar voru oft að klippa báðum hálflínunum inn, jafnvel þar sem manni þætti rökréttara að setja bara eina uppá að minnka viðnám.

    Ég man að til að byrja með þá fannst manni eins og það hlyti að vera öruggara að setja þær báðar inn en reyndin er sú að álagskrafturinn (impact force) eykst um 20-25% við það að hafa báðar línur klipptar í sama punkt miðað við bara aðra. Ekki það að ég sé einhver sérfræðingur í þessum fræðum en þetta er skv. upplýsingum frá Beal.

    Samkvæmt þessu er mun öruggara að klippa alltaf annarri línunni í nema þá á algerum bomberum.

    Hafa menn annars einhverja aðra skoðun á þessu atriði? Endilega kommenta á þetta.

    Svo bara halda áfram að senda inn myndir. Af þeim geta byrjendur í bransanum lært og svo þeir reyndari kannski í einhverjum tilfellum komið með ábendingar um það sem betur má fara.

    #53656
    1506774169
    Meðlimur

    Það segir sig bara sjálft að álagið á trygginguna snareykst ef báðum spottum er klippt í. Þessvegna hlýtur hætta að aukast þar sem ekki er um boltaðar tryggingar að ræða!

    #53657
    Skabbi
    Participant

    Kannski eru þeir að klifra í twin línum, þeim á að klippa báðum í sömu tryggingu.

    Half-rope eru hönnuð til að grípa fall sitt í hvoru lagi og teygjan í þeim miðast við það. Sé þeim báðum klippt í verður teygjan að sama skapi minni, höggið á klifrarann meiri og álagið á trygginguna að sama skapa líka.

    Steve ‘fuckin’ House klifraði Nanga Parbat á einni 50m halfrope… þúveist….

    Allez!

    Skabbi

    #53658
    1210853809
    Meðlimur

    Sælir,

    Þetta eru double rope sem við vorum að klifra með. Einhvertíma var mér kennt að klippa báðum í fyrstu tryggingar (1 eða 2) þ.e. ef um góðar tryggingar er að ræða. Eftir það klippa línunum á víxl. Þetta hef ég tamið mér að gera.
    Hins vegar sé ég á myndunum að ég hef fyrir misgáning klippt báðum línunum í eina tryggingu mjög ofarlega í seinni leiðinni sem við klifruðum á sunnudaginn. Það er klárlega röng aðferð.

    Góð ábending,

    Jósef

    #53659
    Siggi Tommi
    Participant

    Einhvern tímann þóttu rök gegn því að klippa báðum í sama akkerið að þær gætu nuddast saman og því þyrfti að klippa þeim í sitt hvora bínuna ef þeir fara í sömu tryggingu.
    Veit ekki hvað þetta er mikill faktor en vert að hafa í huga.

    #53660
    Robbi
    Participant

    Half rope skal aldrei klippa í sömu tryggingu nema…

    Að um 1. tryggingu í leiðinni sé að ræða, fyrir ofan mega syllur og eitthvað svoleiðis. Þá skal hún vera bomber. Það er einungis gert þar sem er möguleiki á grándi og byrjunin er tæp, óvissar axir ogfrv. Teygjan minnkar og þá minni líkur á því að maður lendi á jörðinni við fallið, og það munar miklu á teygjunni. Þeir kannast kanski við það sem hafa klifrað toprope í einni half rope línu að þegar þeir detta þá teygist MJÖG mikið á henni og það liggur við að maður eigi á hættu að gránda á fyrstu 15 metrunum. Þetta fer að sjálfsögðu eftir því hvað er mikið af línu í kerfinu.

    Bottom line:

    Klippa einni halfrope í hverja tryggingu,
    Klippa báðum twin rope í hverja tryggingu
    Fyrir þetta eru þær hannaðar.

    Robbi

    #53661
    Arnar Jónsson
    Participant

    Ég mundi halda að þú átt alls ekki að klippa línum í byrjun þar sem þá missiru (allavegna minnkaru) einn aðal factorinn í að hafa tvær línur sem er það að geta haft þær sem minnst zikk-zakk með að klippa eina til hægri og hina til vinstri. Þetta minnkar ropedrag eins og við öll vitum vegna þess að ísleiðir eru oftast ekki bara beint upp. Því held ég að það sé rangt að klippa línunum inn báðum í fystu akkerinn því það getur komið í veg fyrir það að þú getir haldið línunum nokkuð aðskildum seinna meir.

    Kv.
    Arnar

    #53662

    Hollt og gott að pæla í þessu öllu saman. Kannski að menn sleppi því að nota orð eins og „það segir sig sjálft“ varðandi eitthvað svona því þetta segir sig ekkert endilega sjálft við þá sem eru að feta sín fyrstu spor.

    Um að gera að halda stemningunni þannig að menn geti komið með hvaða spurningu eða pælingu sem er án þess að hafa áhyggjur af því að einhver finnist þeir vera einhverjir kjánar.

    Þetta atriði sem við ræðum hér var t.d. ekkert alveg augljóst fyrir mér þegar ég var að byrja en ég tel mig þó alveg sæmilega skynsaman ;)

    En aftur að efninu… þetta er beint frá Beal og takið eftir síðustu setningunni:

    „If you climb on uncertain runners (Pitons, nuts, cams, ice screws…) you must separate the strands to reduce the impact load. In effect the impact load is considerably reduced on one strand as opposed to 2.

    In addition, separating the strands reduces drag, and allows all the rope’s length to help to absorb a fall’s energy, thus reducing the impact force.

    This recommendation is valid even for the first runner above the belay.“

    Annars er hér url á þessar upplýsingar: http://www.bealplanet.com/portail-2006/index.php?page=type_corde&lang=us

    Ef einhverjir eru að velta fyrir sér tæknilegum atriðum sem þessum, þá endilega minnist á þau. Mig grunar að stundum séu menn ragir við að minnast á eitthvað haldandi að það sé nördalegt. Ísklifur og annað álíka er ekki hættulaus leikur og því er um að gera að vera með sem mest á hreinu.

    Þó svo að áður hafi verið minnst á eitthvað hér á vefnum, þá er ekki víst að þeir sem eru að koma nýir inn rekist á það. En þá má líka bara benda á eldri þræði.

    Djöfull snjóar úti núna, þetta er snilllllld!!!

    #53663
    Sissi
    Moderator

    Skemmtilegt að viðmiðunarþyngd ísklifrara með búnaði í prófunum sé Skabbi með skólatösku.

    #53664
    0311783479
    Meðlimur

    Liklega an theirrar merku bokar The Cell, sem vegur hatt i halfa vidmidunarthyngd franskra isklifrara, og myndi tvimaelalaust rada baggamun i thessum samanburdarfraedum!

    ;o)

    #53665
    Robbi
    Participant

    Arnar,

    Þú hefur þennan valmöguleika. Að sjálfsögðu er leikurinn til þess gerður að klippa þeim sitt á hvað til þess að minnka ropedrag og allt það.
    En ef þú lendir í þeirri stöðu að þurfa minniteygju í byrjun leiðar, Td. klettabyrjun og það eru 3m upp í fyrsta bolta, og 4m uppí þann næsta og mjög tæpt klifur þar á milli þar sem þú dettur alltaf. Þá væri fýsilegt að klippa báðum línunum í fyrsta boltann til þess að minnka líkur á því að skella á jörðina ef þú dettur.

    Þetta er undantekning frá reglunni og það er hægt að nýta sér hana ef þarf. Mæli samt ekki með þessu í miðri leið þar sem það eykur ropedrag. Tryggingin þarf sem áður sagði að vera mjög góð því álag á hana eykst ef báðum línum er klippt í hana.

    robbi

    #53666
    2103844569
    Meðlimur

    Hi hi,
    uh, I´m not sure if I can explain it all in English…I learned it all in German and then in Dutch, so English… But just come for a visit and I explain it all.
    But…ok, what I know is the reason you use a double rope or halbzeil halftouw or half rope (=all the same).
    Are: -you can climb easier with a group of 3 (less important)
    – you have less friction on bad belay points, like in ice or alpine.
    – you still have a rope when you ruin one of the two due to sharp rocks or your axes/crampons
    – it is more dynamic, so softer/safer falling
    – you have a backup of the other rope if your belay point fails (like your screw/nut/cam pops out)

    This all will change if you clip both in one belay point. Unless the Fangstos (or how do you call this in English) is very low. That says on the card with your rope. If this is below 6kN I believe, you can use your 1/2 rope also as Twin rope (the sign of the two circles)
    But if you clip both ropes in one and you have a Fangstos of 8kN or more (never buy a rope with a Fangstos of more then 12kN, they´re just ueseless after a couple of falls). You have to realize this:
    – the friction on both ropes in one quickdraw will be a lot. It might ruin your rope, and it blocks the dynamic falling
    – the stiffness makes the fall harder on your body and all other equipment like the screw and the quickdraw.
    So there are 1. max. pressure on your body (10kN)
    2. max pressure on the belay point (screw/bolt) 3. mex pressure on the draw. 4. max pressure on the rope string.
    If the rope, the draw, the bolt and you can hold the fall (like short falls on overhanging or vertical rock and your fangstos of your rope is low, then just clip in both.
    If you want to be more sure and safe, like in iceclimbing or alpine routes, and the falls are one dubiues screws or nuts, your screw can pop out, or whatever, please just clip in or string of rope. (unless your fangstos is very low). But then it says it on the rope pack, or websites as earlier metioned (also see petzl.com or mammut.ch or whatever your rope brand is.)
    I maybe don’t say it completely clear in English. I might be better with examples in German or Dutch…but then you have to learn German/Dutch first :)
    Ow yes, on the rope pack you also see the rope takes norm falls with 55kg (mostly, sometimes 65kg or more) a norm fall is a factor 2 fall and the 55 is not 80kg or 110 because of a ancient fault in how to count the falls. For an explanation about that…another time.
    Greets,
    Marianne

    #53667
    1210853809
    Meðlimur

    Góð og gild umræða.

    Umræðan spinnst vegna mynda af okkur félögunum í Flugugildi síðustu helgi. Kannski að ég komi nokkrum hlutum á hreint hvernig ég lít á málið.

    – Ég klippi gjarnan báðum línunum í fyrstu trygginguna ef um klifur úr stansi er að ræða, og ef framhaldið er ótryggt. En þá er um góða tryggingu að ræða.
    – Eftir það er það ein lína á víxl ( er með bláa og rauða svo bláa fer hægra meginn og svo rauða vinstra meginn, ef svo ber undir).
    – Ef um mjög tæpar tryggingar er að ræða, líkt og á sunnudaginn, þá á ég það til að setja tvær tryggingar á svipuðum stað ef færi gefst og klippa þá vissulega sitt hvorri línunni í hvora trygginguna. Gerði þetta einmitt á sunnudaginn þegar tryggingar, í tvö hliðstæð kerti og grasbala, gáfust. Uppskar ég rope-drag frá. Hins vegar voru þetta þrjár trygginar af fimm í 60 metra spönn svo ropa-dragið var ekki alveg það sem hrjáði mig á þeirri stundu.

    En fullkomlega valid umræða og gott að hafa svo hluti á tæru. Fór einmitt á 7 daga námskeið í fjallabjörgun síðasta vor hjá tveimur kanadamönnum, Kirk og Mike, og ræddi ég töluvert við Kirk um tæpar tryggingar í klifri og þessar single, double og twin rope pælingar. Hann var með mikla pælingar og hefur gert einhverjar prófanir sjálfur í fallturninum sínum í garðinum heima fyrir, fyrir New England held ég. Ég skal pósta því ef ég finn það á netinu.

    kv. Jósef

13 umræða - 1 til 13 (af 13)
  • You must be logged in to reply to this topic.