Klifur í Hafnarfirði

Home Umræður Umræður Almennt Klifur í Hafnarfirði

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46683
    0703784699
    Meðlimur

    Rakst á nokkrar ungstjörnur að klifra í Hafnarfirði í sumar….réttara sagt bouldera við klettana á Strandgötu. Fór þangað fyrir nokk löngu síðan með stóra drauma í huga en hvarf frá þar sem ég var ekki nógur harður…..en gaman væri að heyra og kannski líka að fá að sjá myndir frá þessum æfingum, fá að vita hvað hefur verið klifrað og hversu erfitt það er.

    Svo rakst ég kalkmyndun í klettunum f. aftan Lækjarskóla líka á einum af hjólatúrum mínum þar um núna f. stuttu.

    Þetta leit spennandi út f. 10 árum síðan og gerir enn, en hef samt ekki ennþá haft mig í nema að horfa á það og dreyma….

    Kannski breyting verði þar á ef einhverjir luma á góðum upplýsingum,

    ….

    kv.Himmi

    #51604
    1210853809
    Meðlimur

    Sæll Himmi,
    Já klifur í Hafnarfirði, af mörgu er að taka. Ég hef verið að glíma við grjót síðustu tvö sumur hér og þar um Hafnarfjörð og fundið ýmislegt mjög gott, en þó eru það helst tveir staðir sem standa þar upp úr, annars vegar eru það klettarnir við Strandgötuna og hins vegar klettar fyrir ofan Þórsberg/Stuðlaberg í Setbergshverfinu.
    Í Setbergsklettunum hefur verið klifrað töluvert af probbum og allar augljósar línur klifraðar. Probbarnir sem klifraðir hafa verið hafa allir fengið nafn og gráðu og hef ég haldið utan um það. Probbarnir á þessu svæði eru á bilinu 5 til 6C í frönsku gráðunum sem svarar til V1 til V5.
    Það sama má í raun segja um Strandgötuna. Klifrað hefur verið mikið þar af nýjum probbum í sumar og hefur flest það augljósa verið leyst. Probbarnir þar liggja á bilinu 4 til 7A (V0-V6).
    Varðandi ,,hellirinn“ fyrir aftan gamla Lækjarskólann er það eitthvað sem leit mjög vel út en reyndist frekar laust og brothætt hraun. Svipaða sögu er að segja um klettana þar við hliðina.
    Ég hef hugsað mér að taka þetta saman í lítinn leiðarvísi við tækifæri. Einhverjar gamlar myndir úr Setberginu eru http://www.klifurhusid.is en annars á ég myndir en hafa þær ekki enn ratað á netið.

    Ég mæli bara með að þú, sem og aðrir áhugasamir, farir og prófir glímurnar, það dugar lítið að láta sig bara dreyma.

    Kveðja, Jósef

2 umræða - 1 til 2 (af 2)
  • You must be logged in to reply to this topic.