Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › klifur í dag
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
4. janúar, 2010 at 13:30 #549832210803279Meðlimur
Fórum þrír í gær í Búahamra, ætluðum í 55 gráðurnar en þar sem að enginn okkar hafði farið þar áður enduðum við í tómri vitleysu og klifruðum sennilega leið 24 í leiðarvísinum frá ’85. 60 metrar af 2.gráðu og svo kannski 10 í klett til að sneiða framhjá alltof kertuðum lokakaflanum fyrir okkar smekk.
kv. Stefán Þ.4. janúar, 2010 at 14:04 #54984SkabbiParticipantFreyr Ingi Björnsson skrifaði:
Quote:Hafa menn ekki verið að brölta upp á höftin á leiðinni upp að Spora sjálfum?Ég held að sá neðsti (og stærsti) beri hið ómþýða nafn Mígandi. Einn af mörgum á landinu reyndar sem ber þróaðri kímnigáfu íslenskra ísklifrara fagurt vitni.
Ég hef farið upp eftir læknum nokkrum sinnum, tekið öll höftin á leiðinni. Það er þrælgaman. Fyrst þegar við Sissi og Bjöggi „fundum“ Spora komum við einmitt upp eftir læknum. Spori kom ekki í ljós fyrr en við stóðum næstum undir honum.
Allez!
Skabbi
5. janúar, 2010 at 23:57 #55003Siggi TommiParticipantMyndir úr Ólafsfjarðarmúla á
http://picasaweb.google.com/hraundrangi/OlafsfjarArmuli28Desember2009#6. janúar, 2010 at 01:08 #550042808714359MeðlimurJá sæll, hverskonar, hverskonar er þetta eiginlega.
„Á leiðinni úteftir um morgunninn sáum við bara stóra fossinn (sem Maggi Smári og Jón Heiðar fóru svo síðar) en fannst hann ekki nógu spennandi“
Ég sem var rétt að ná egóinu upp aftur eftir Þverbrekkuhjúksævintýrið mikla. Stóri fossinn er erfiðasta klifur sem ég hef farið í og svo finnst mönnum það ekki nógu spennandi. Jahérnahérna ó mig aumann osfr. he he he he
kv
Jón H6. janúar, 2010 at 01:17 #55005SissiModeratorÍ gær fórum við Freysi (allsherjargoði) ásamt Geira, Sigga P. og Jökli J. í Skálafell. Nei, ekki til að skíða, langt síðan slík undur og stórmerki hafa gerst.
Þori samt næstum að fullyrða að enn lengra er síðan einhver hefur farið í fossinn þar. Hann var prýðisskemmtan, eltur við hausljós í fáránlegum kulda þar sem við vorum í verkefni í bænum fram yfir 14:00. Efstu hreyfingarnar voru reyndar ekki í aðstæðum en ætli þetta hafi ekki verið svona 40 metrar af WI4/4+ í pínu steiktum ís.
Í dag lá leið mín og Allsherjargoða Ísalp í Kjósina ásamt Billa. Við klifruðum þar langa leið í þröngu gili sem hefur ansi skemmtilegan karakter. Og drukkum kaffi. Hún er hvergi skráð og við vitum ekki til þess að hún hafi verið klifruð, ég ætla því að skrá hana með venjulegum disclaimer þegar myndir berast í skráningaþráðinn.
Fékk nafnið Icesave í tilefni dagsins, WI3, 205 metrar. 50 metrar upp að gilinu / 55 m. /40 m. / 60 m. (íslaust að hluta).
Ekið sama veg og að Hrynjanda, áberandi íslæna upp þröngt gil áður en komið er að honum (norðar).
Þetta er feelgood klifur og væri hentugt til að sýna byrjendum réttu handtökin eða stíga fyrstu spor í fjölspannaklifri, brölt með 3 gr. höftum inn á milli. Fyrstu 3 spannirnar eru mestmegnis í ís en þar sem gilið er þröngt er þunnt á köflum og hægt að notast við mosa og berg af og til. 4 spönn hófst á íshafti, síðan brölt upp íslausan kafla og smá ís upp á brún.
Gengum niður norðan við leiðina, það er líklega hentugast. Okkur fannst þetta skemmtileg ævintýraleið í töff umhverfi.
Hils,
Sissi6. janúar, 2010 at 08:29 #55006Siggi TommiParticipantSvekk, Jón Heiðar…
Það er svo sem ekki það að ég hefði ekki verið til í að klifra þennan foss (því það munaði minnstu þangað til ég fann Sægreifann). Vandamál hans í samkeppninni var að hann virtist heldur í léttari kantinum, var rennandi blautur og það voru mjórri flottari línur sem heilluðu meira…En án efa prýðilegur foss.
Þurfið þið ekki að henda nafni og gráðu á dýrið?6. janúar, 2010 at 13:00 #550080801852789MeðlimurEr nokkuð viss um að við höfum ekki verið að FF þessa leið, en svona til að gefa henni einhveja gráðu held ég að hún gráðist sem WI4 en eflaust bæði hægt að komast erfiðari og léttari leiðir upp í hinum ýmsu aðstæðum. En gráðuna gef ég með fyrirvara um þekkingarleysi á því en samkvæmt wiki og oðrum lesningum á greinum um Water ice gráðun fellur hún vel inn í þann flokk.
En flott klifur stefnum aftur í Múlan fyrir helgina.
6. janúar, 2010 at 13:21 #550092808714359MeðlimurÉg stend með Magnúsi varðandi 4.gr. á kvikindið. Við sáum mikið rennandi vatn undir ísnum í miðjunni og þurftum að halda okkur til hægri í klifrinu. Sérstaklega þegar við komum ofarlega í fossinn þá þurftum við að troðast út í smá kverk á milli kletta og foss til að sleppa við að opna vatnsbunu út. Annars var bara einn 3-4m. kafli sem var mjög erfiður, alveg við að vera yfirhangandi. Annars var þetta þétt klifur fyrir menn með okkar getu.
Sigurður þarna kemur berlega í ljós getumunur í klifri. Við sáum ekki Sægreifann en bara við að horfa á myndir af honum fer ég að flissa kjánalega og langar undir sæng.
kv
Jón H6. janúar, 2010 at 13:43 #55010Freyr IngiParticipantFlissifliss!
Strákar, mér sýndist þetta vera solid WI 4. Byggt á því að hafa verið þarna um daginn og myndinni sem þið póstuðuð hér um daginn.
Skráið leiðina, svo ef einhver skríður fram í dagsljósið með aðrar upplýsingar þá verður því bara breytt.
En það má alls ekki láta leiðir gjalda þess að halda að einhver annar hafi mögulega klifið þær áður.
Við lifum á upplýsinga og tækniöld og þetta verður allt að skjalfesta.Þessi áminning einskorðast ekki við Ólafsfjarðarmúlann.
Nýjar leiðir eða „mögulega nýjar“ leiðir skráist þá í þráðinn sem Ívar stofnaði hér á umræðusíðunni um daginn.
Freyr Ingi
8. janúar, 2010 at 08:45 #55014JokullMeðlimurVarðandi ofangreinda leið í Múlanum að þá var hún víst klifinn fyrir einhverjum 20 árum af nokkrum orginal harðjöxlum frá Dalvík. Þessir kappar gerðu sér einning lítið fyrir og klifruðu Míganda WI4-5 sem er vatnsmesti fossinn í Múlanum, um 1 km norðan við þessa línu sem er fínasta WI4 plús eða mínus eftir aðstæðum. Alskonar nöfn hafa verið á henni í gegnum árin. Það hefur verið mjög mikið klifrað af nýjum leiðum í Múlanum undanfarnar vikur sem ég hef reynt að halda samviskusamlega utanum og mun pósta hér um leið og hlýnar…….
Jökull
9. janúar, 2010 at 01:07 #550192308862109ParticipantVar að setja in myndir síðan við Geiri fórum skoruna um daginn
http://picasaweb.google.com/halldor86/Skoran#Og líka myndir frá ferð sem við Ívar og Haukur fórum Austur í Skaftafell
http://picasaweb.google.com/halldor86/RoadTripIOrFin#Dóri
10. janúar, 2010 at 21:42 #550210502833219MeðlimurVið fórum fjögur úr Ársæl; ég, Jón, Katrín og Jökull J. í Spora í dag, bleytan kom ekki mikið á óvart og hefði verið ráð að vera í köfunargalla, til að mynda var hliðrað undir rennadi fossi í síðustu spönn, ísinn mjúkur og fínn…hehe
Fínn dagur á fjöllum
Siggi11. janúar, 2010 at 00:20 #55024Siggi TommiParticipantFór í norðurlandsferð ásamt gömlu brýnunum Guðjóni Snæ, Palla Sveins og Viðari. Óvenjulegt að ég sé allt í einu orðin ungstirnið í hópnum (áratug yngri en næsti maður)…
Tókum einn dag í nýju leiðunum hans JB í Múlanum og einn dag í Kinninni.
Báðir dagar voru í plúsgráðunum og bleytan eftir því en klifrið tær snilld. Til stóð að klifra á sunnudag líka en +12°C spá var ekki alveg að gera sig – 6-7°C í Kinninni var með því allra mesta sem pumpan þolir…
Tvær töff nýjar leiðir í Kinninni og nokkrar endurtekningar á allerfiðum leiðum í Múlanum.
Myndir og skráning nýju leiðanna í vinnslu.15. janúar, 2010 at 23:49 #55048Siggi TommiParticipantMyndir frá mér úr Múla og Kinn mættar á vefinn.
http://picasaweb.google.com/hraundrangi/OlafsfjarArmuliOgKaldakinn#Einnig komið frá Palla Sveins fyrir nokkru síðan (man ekki hvort hann var búinn að tilkynna það):
http://picasaweb.google.com/pallsveins/NorUrferJan2010#16. janúar, 2010 at 12:44 #550492006753399MeðlimurEf einhver er á ferðinni þá týndi ég splönkunýrri BD skrúfu (blá) í ólafsjarðarmúlanum fyrir 2 vikum, í línunni við hliðinni á míganda held ég að hann sé nefndur… (fyrsti feiti fossinn sem er aðgengilegur úr fjörunni)… líklegast uppá brún.
Eflaust vonlaust en það má reyna! Ein skrúfa í dag = margir margir bjórar!
Takk,
-R18. janúar, 2010 at 00:10 #550510304724629MeðlimurSmá vídjó frá gærdeginum. Reyndist aðeins hlýrra en spáin sagði til um og við beiluðum á Seinfaranum (WI5) sem við Ívar klifruðum um árið og ég og Eiríkur endurtókum í fyrra. Ísinn var greinilega laus frá berginu. Fóum í staðinn klassík sem við klifruðum fyrst fyrir mörgum árum. Held að ég hafi verið 18 ára. 20 ára anniversary frá fyrstu uppferð!
Skemmtilegur dagur.
http://www.facebook.com/Borea.Adventures?ref=mf
rok
22. janúar, 2010 at 15:52 #55065Ragnar Heiðar ÞrastarsonParticipantJæja…þetta er nú meira vorið hérna á suðurhorninu. Nokkrar myndir til að linna ísklifurfíknina.
Myndir frá Brynjudal (3. jan) og Paradísarheimt (5. jan)
Brynjudalur
Brynjudalur & Paradísarheimtrhþ
2. apríl, 2010 at 16:49 #55366SissiModeratorFór með Halla Gúmjárni, Gerald félaga hans og Frey Inga formanni í Spora í dag. Fínn ís, rennandi blautur efst samt. En það kom ekki að sök. Tókum aðkomuhöftin líka sem var bara ansi gaman. Fossarnir austanmegin í skarðinu voru ansi morknir (Hrynjandi, Áslákur etc).
Hittum nokkra hressa Akurnesinga á heimleiðinni sem voru að klifra í aðkomuhaftinu (Mígandi? man þetta aldrei).
Dóri og co voru víst á ferðinni í Kjósinni í gær, svo þetta er ekki alveg búið.
Kveðja,
Sissi -
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.