Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Klifur á Krít
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
11. september, 2005 at 13:13 #457552506663659Participant
Er einhver hérna sem hefur klifrað á Krít. Ef svo er væri gott að fá upplýsingar um það.
kv,
Guðjón11. september, 2005 at 16:34 #499560804743699MeðlimurÍ raun er ekki mikið um gott klifur á Krít, ekkert í líkingu við Kalymnos í það minnsta.
Ef þú ert að fara í pakkaferð er lílegt að þú farir til Chania. Mjög lítið er um klifur á þeim slóðum en þó eitthvað aðeins í giljum austur af bænum (Í áttina til Iraklion nálægt Rethymno)
Besta klifrið er á suðurströndinni við Líbíuhafið, ágætis klifur er innig í kringum Malia. Töluvert er um skemmtilegar alpínistaleiðir á miðhálendinu en þar er einnig að finna skemmtilegt klifursvæði sem er þó mikið tryggt með náttúrulegum tryggingum.
Það er algjörlega nauðsynlegt að hafa bíl til umráða.
Það eru í raun engar klifurbúðir á Krít og eini sénsinn til að finna local klifrara er á klifursvæðunum, á netinu eða í eina innanhúsklifurveggnum á eyjunni sem er í Iraklion í Universal Studios.
Þokkalegur vefur er til um klifur á Krít: http://www.climbincrete.com.
Ég á að eiga einhversstaðar topo en stend í flutningum og því djúpt á honum.
Krít er furðuleg eyja, ofsalega frumstæð og falleg á suðurströndinni en frekar spillt í norðri.
Mæli með að skreppa í köfun til dæmis hjá frönskum vinum mínum í http://www.staywet.gr í Agia Pelagia.
Annars ef þetta á að vera klifurferðalag þá er Kalymnos málið, http://www.kalymnos-isl.gr .
Vona að þetta hjálpi eitthvað…kv,
Bárður Örn11. september, 2005 at 19:05 #49957RobbiParticipanttjekkaðu á http://www.rockclimbing.com. fullt af upplýsingum um allan andskotan þar…meira að srgja um ísland.
robbi15. september, 2005 at 20:36 #49958HrappurMeðlimur16. september, 2005 at 01:11 #499592707662939MeðlimurHér á landi er staddur núna Jurgos nokkur sem er fjallaguide frá Krít, vinnur hjá ferðaskrifstofu sem býður göngu, fjalla, kajak og klifurferðir svo e-h sé nefnt. Hann er meðal annars hér til að skoða með ferðir frá Krít og hingað.
Gæti komið honum í samband við þig Guðjón ef þú sendir mér símann þinn á jonas@utivera.is.
Hann hefði ekkert nema gaman að því.Kveðja
Jónas G.
16. september, 2005 at 01:12 #499602707662939MeðlimurGleymdi notabene að segja að hann fer á mánudaginn (19 sept) svo þetta þyrfti að ganga hratt.
Takk aftur
Jónas G.
20. september, 2005 at 13:32 #499612506663659ParticipantÉg þakka góð svör hér að ofan. Kominn frá Krít án þess að klifra en kafaði þó eins og Bárður lagði til. Vika full stuttur tími til að vera túristi og fara að klifra. Sérstaklega þar sem ekkert klifursvæði var í grendinnni.
Kalymnos hljómar svoldið spennandi Bárður. Hefur þú farið þangað? Væri gaman að heyra í þér ef svo er. Sendu mér endilega línu. gudjon_snaer@hotmail.com. -
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.