Klifruðum í Kinninni 5. janúar í frábærum aðstæðum. Endalaust mikið að ís þarna núna og endalausir möguleikar af alls konar klifri. Við höfum aldrei séð jafn mikinn ís í Kinninni og heimamenn muna vart eftir öðru eins.
Gistum eina nótt að Björgum sem var virkilega skemmtilegt. Bændurnir þar hafa verið að byggja upp ferðaþónustu í kringum ísklifrara. Fengum vægast sagt frábærar mótttökur, aðstaðan meiriháttar. Eru jafnvel að bjóða upp á að leigja jeppa eða sleða til að komast út eftir. Gistingin er á mjög sanngjörnu verði og ættu allir sem kenna sig við ísklifur að kíkja á þetta einstaka klifursvæði á heimsmælikvarða við fyrsta tækifæri!
Nokkrar myndir frá deginum hér:
http://arnarogberglind.smugmug.com/2012/kinnin/20907721_nh4p3M#1660494096_VWtSfjd
Þau eru líka dugleg að pósta myndum af aðstæðum:
https://www.facebook.com/icebjorg
kveðja,
Arnar og Berglind